Allir elska íþróttafréttir, allir nema ég!
Stundum skil ég þetta ekki. Annað hvort er ég eitthvað allt öðruvísi innréttaður í höfðinu en allir aðrir eða þá að þeir sem ráða uppbyggingu fréttatímans í útvarpinu eru kjánar.
Fréttatíminn hefst alltaf á þessu helsta. Það er gott og blessað að fá upplýsingar um það að skip hafi sokkið og President Bush hafi gert einhvern óskunda af sér. Síðan má auðvitað gera ráð fyrir að eitthvað hafi sprungið í í Írak og það séu einhverjar merkilegar fréttir af rannsókn skrokksins frá Neskaupstað.
Síðan taka við mismunandi áhugaverar fréttir af kjaradeilum, breytingum á verði landbúnaðarvara og annarri óáran. En það er alt í lagi þetta eru jú allt fréttir og maður veit að það koma einhverjar mjög merkilegar fréttir strax á eftir. Kannski fréttir af einhverjum að gera eitthvaf alveg ofboðslega merkilegt, kannski eitthvað sem maður gæti farið og skoðað eða eitthvað sem maður þekkir eitthvað sjálfur.
Ég hef alltaf staðið í þeirri trú að fréttir séu það útvarpsefni sem sé almennt séð hvað vinsælast og jafnvel að margir þeirra sem hlusta á fréttir séu frekar torsóttir að útvarpstækjunum að öðru leyti. Ég einhvern veginn hef alltaf líka staðið í þeirri trú að það sé markmið útvarpsstöðvanna að halda í þessa hlustendur og láta þá helst hlusta á a.m.k. einn auglýsingatíma í lok fréttanna og hafnvel að láta þá hlusta á eitthvað í næsta þætti.
En nei, til til að tryggja það að, a.m.k. ég verði líklega farinn að hlusta á eitthvað annað eða gera eitthvað annað þá skal fréttatímanum alltaf ljúka með fréttum af því að Pétur eða Páll hafi skorað svo og svo mörg mörk í hinum eða þessum leiknum. Skósmiðurinn á Ferrari hafi staðið sig vel í einhverri tímatöku og farið fljúgandi hring og einhver Jón sem var að að vinna hjá einhverjum fótboltaklúbbi sé farinn að vinna hjá einhverjum öðrum fótboltaklúbbi. Óskiljanlegt að þetta geti verið áhugavert og af reynslu veit ég að þegar þessar "fréttir" eru búnar þá komi ekkert sérstaklega skemmtilegar auglýsingar þannig að vesalings útvarpsstöðin er líklegast búin að missa mig og græðir ekki meira á mér. Úr því að það þarf að þylja þessar íþróttafréttir af hverju í óskupunum hafa mennirnir þá ekki vit á því að hafa þær framar í fréttatímanum þannig að að maður haldi áfram að hlusta til að heyra eitthvað á eftir þeim?
Ef ég virka ergilegur í þessu bloggi er það annars vegar út af því að ég fann enga skemmtilega útvarpsstöð þegar íþróttafréttavaðlinum lauk en reyndar ekki síður því að ég þurfti að pikka þetta inn 10 sinnum þar sem ég rak mig alltaf í einhvern andsk. takka á lyklaborðinu sem varð til þess að textinn hvarf jafn harðan!
Annars, mikið óskaplega getur verið þreytandi að hlusta á FM!
No comments:
Post a Comment