Thursday, March 18, 2004

Mikið afskaplega get ég stundum verið feginnnnn


Að vera með sæmilega heilsu og ekki að deyja úr offitu eða einhverjum ægilegum sjúkdómum. Smellti áðan á link á mbl.is þar sem einhver kona er að lýsa ógurlegu megrunarátaki með herbalife. Borðar bara Herbalife í flest mál sýnis mér. Ég gæti það nú líklega ekki heldur. En ef þetta hjálpar þá er það eflaust ágætt þó ég sé nú þeirrar skoðunar að afarsælast sé að borða bara almennilegan mat í öll mál. Enda ég bæði matgæðingur og snillldarkokkur. Hef annars sjálfur alltaf borðað það sem mig langar í en reyndar þá er það yfirleitt svona einhver almennilegur matur. Borðaði að vísu bara pulsur í gærkvöldi en það var bara undantekningin sem sannar regluna eða óregluna.

Man reyndar að þegar ég var svona 14 ára þá var franskbrauð eitthvað alveg rosalega spennandi. Á mínu æskuheimili var borðað almennilegt kjarngott heilhveitibrauð. Franskbrauð var bara eitthvað sem samrýmdist ekki hugmyndum mömmu minnar um hollustu og almennilegan mat. En einhvern tíman stalst ég til að kaupa mér sjálfur heilt franskbrauð og stóra flösku af fanta appelsínði. Lokaði síðan að mér og át þetta með bestu lyst þangað til mér varð svo íllt í maganum að ég bókstaflega varð að fá einhvern almennilegan mat. Hef síðan varla keypt franskbrauð og held að fanta hefur eiginlega ekki komist inn fyrir mínar varir nema síðan það var farið að selja það í þessari kúl hálfslítraflösku sem það er í núna.

Er annars að hugsa um að bjóða í pizzu annað kvöld. Á einhvern skinkuhleif sem þarf að koma í lóg og kjúkling. Fæ strax vatn í munninn.

Já og Ralldiggnul, nemendurnir þínir eru nú ekki svo svakalega vitlausir sýnist mér. Ég man ennþá hvað var gaman þegar FB vann MR fyrir líklega svona 18 eða 19 árum og partýið á eftir var svakalegt! Til hamingju bara!

Mér sýnist meira að segja að þetta sé alveg eins nema þá var það Hemmi Gunn sem sagði nei við svari MR og við trylltumst gjörsamlega! Og að sálfsögðu vann FB alla keppnina, meira að segja tvíburana úr MS í úrslitunum ef ég man rétt. Eða að minnsta kosti vann FB þetta allt saman þá. Eflaust vinnur Borgarholtið núna! Nema að MR ingarnir þá voru ekki jafn flinkir að tapa og MR ingarnir núna!

No comments: