Saturday, March 20, 2004

Pizzan var fín


Bauð heim til mín í pizzu a la moi í kvöld. Ekki slæmt. Eftir að hafa farið að púla í World Class. Mætti stelpunni sem ég vildi að væri skotin í mér á leiðinni þangað. En hún var líklega bara að keyra heim til sín úr vinnuni og sá mig ekki einu sinni. Ekki frekar en ég væri hvergi til. Hljóp svona smá. Sá minn forstjóra fara þar líka hamförum á hlaupabrettinu. Bara nokkið góður. Sýndist hann hlaupa á svaka fart.

Synti síðan út um alla laug og allan pott enda orðinn almenniléga sjáandi í lauginni. Alveg ótrúlega flott að gára vatnið þegar það lítur út eins og málverk. Ætti kannski að láta af gleraugnaslap mínum og fara í svona aðgerð eins og sumir sem ég þekki hafa farið í með góðum árangri. Var hent uppúr heitapottinum eftir að hafa synt hann með bægslagangi fram og til baka. Vörðurinn kom alveg brjálaður og skipaði mér uppúr ásamt þremur öðrum. Allir sendir beina leið í kalda sturtu. [nei auðvitað ara djók] Nema ég sem þurfti að ganga heljarmennabrautina til baka í WorldClass. Mikið svakalega var hún köld.

Eldaði síðan dýrindis pizzu fyrir Ralldiggni og Kidda og síðan líka Gúnnan sem kom ekki fyrr en eftir dúk og disk reyndar og fór ekki fyrr en enn seinna. Gaman að því.

Fyrir forvitna um mína eðlu matargerð þá var pizzadeigið einhvernveginn svona:


Fjögurhundruð g hveiti
Ein&hálf tsk salt
Ein tks sykur
Tvær tks olia
Tveir dl vatn
Einn dl mjólk
Eitt ger af bréfi


Vokvadódið hitað upp í svona 35-40°C
Öllu hrært saman og hnoðað deig.
Sett út á tvær plötur og eitthvað dómatsósujukk sett þar ofaná.

Síðan Steiktur kjúklingur og ristaðar furuhnetur á aðra
en fullt af skinku [svona gúrme sem maður sker niður sjálfur eftir smekk] og beikoni á hina
Og síðan tómatar, paprkikur, Gaudaostur, Gullostur, Kreolakrydd, Oregano Krydd, Sveppir, kapers, svartar ólívur, svartur pipar, paprikukrydd og kannski eitthvað sem ég man ekki sett þarna ofaná í massavís á þær báðar. Að hluta til steikt áður en surtað út á pizzurnar.

Skolað síðan niður með kóki og góðum slurk af rauðvíni. Nammi nammi namm!!!!

Þrátt fyrir góða tilburði þá varð nú samt afgangur af herlegheitunum.
Ætti kannski að gera alvöru úr því sem var stungið uppá að fara með afganginn í vinnuna og gefa Tobbu sem var eitthvað að kvarta yfir því að fá ekkert af mínum ærlegu veitingum. Ætti kannski bara frekar að bjóða henni og öllum hinum í mat. Það væri nú ærlegt!

No comments: