Sunday, March 28, 2004

Éf gór á árshátíð í gær - JOLLYWOOD !


Svaka stuð. Snillingurinn hann Stebbi fékk þá flugu í höfuðið að við ættum að vera með James Bond þema og endaði það með því að við tróðum okkur í mörgæsarbúninga a la Bond. Ótrúlega kjánalegur klæðnaður en hvað um það.

Það var svo gott framboð af partýum að mér tókst að komast í heil tvö partý áður en árshátíðin hófst. Fyrst hjá Hreini og síðan Hilmari. Forstjóranum og húsverðinum!

Á árshátíðinni var síðan boðið upp á hefðbundin skemmtiatriði með myndbandi um mig sjálfan og svona ýmsu öðru skemmtilegu. Í aðalrétt borðuðum við bamba og verð ég að játa að hann smakkaðist bara afbragðsvel.

Ég veit nú síðan ekki hvað á að segja um Gerifuglana sem héldu uppi stuðinu eftir skemmtiatriðin. Þeir voru góðir á meðan þeir voru en mér fannst nú verulega slappt að þeir voru hættir fyrir klukkan tvö held ég. En jújú, þeir voru meirasegja svo góðir að ég tók upp á þeim óskunda að fara að dansa. Þetta var sem sagt stuð og ég dansaði minn frístæl dans um öll gólf við mikla undrun viðstaddra.

Nú síðan á eftir þá bauð Ína þeim skemmtanaglöðustu í partý til sín og þar var maður eitthvað fram undir morgun. Ég held að það hafi eiginlega verið farið að birta þegar ég skrönglaðist heim á leið!

ATH


Já og fyrir forvitna þá henti ég myndum á netið

No comments: