Tuesday, March 02, 2004

Blog à la Gestur Einar


Þannig að bloggið mitt sem er augljóslega orðið aumingjablogg færist ekki yfir á það voðalega stig "dauðablogg" þá verð ég að bíta á endajaxlinn og blogga eitthvað. Dettur reyndar ekkert annað í hug en alhallærislegasti (en reyndar líka dáltið skemmtilegi) morgunútvarpsmaður Gestur Einar talar um út í eitt, þ.e. veðrið.

Það er alveg undarlegur þessi þáttur hans. Það eru svona sérstakir þættir í útvarpinu sem heita "Veðurfréttir". Þær koma frá Veðurstofunni og þar er þulið upp hvernig veðriði er búið að vera á hinum og þessum bóndabæjum landsins (Hæll, Hóll Vatnskarðshólar og önnur höfuðból) reyndar auk nokkurra kaupstaða. Ég hefði haldið að Veðurstofan sinnti þessu hlutverki sínu alveg ágætlega en það er Gestur Einar ekki svo viss um. Milli klukkan hálfníu og níu á hverjum morgni þegar ég skal hlustsa á hann með öðru eyranum á meðan ég er að átta mig á því að dagurinn verður ekki lengur umflúinn þá skal hann tönlast á því hvernig veðrið er eiginlega alls staðar. Hann byrjar á "sínu" svæði þar sem veðrið er yfirleitt "best" eða svo rosalega vont að það er "verst". Síðan eru það helstu nærsveitir og loks allur heimurinn. Yfirleitt endar hann á að býsnast yfir hitanum sem er alltaf í Færeyjum. Reyndar er hitinn í Færeyjum held ég rannsóknarefni, það hefur bara ekki komið frost þar í allan vetur (heimild: Gestur Einar, morgunútvarp kl. 9:40 alla virka daga ársins).

Síðan þegar Gestur Einar fær til sín viðmælanda þá skal yfirleitt hvert einasta viðtal byrja á kjánalegu spjalli um veðrið. Hann setti síðan eiginlega persónulegt met í gær held ég þegar hann talaði við fréttaritarann í London (sem ég man ekki hvað heitir en er sér kapítuli út af fyrir sig) og umræðuefnið varð veðurlýsingar útvarpsmanna. Þar kom nefnilega í ljós að Gestur Einar heldur að það séu allir eins og hann því hann sagði að það byrjaði ekki nokkur þáttur í útvarpinu öðru vísi en að það væri fjallað um veðrið! Gestur, það er þátturinn þinn sem byrjar þannig ekki aðrir.

En síðan verðir líka að koma fram að þessi þáttur hans Gests er sá yndislegasti hallærislegasti þáttur sem heyrist í útvarpinu og það er ekkert betra til að komast til meðvitundar á morgnanna og fara að takast á við nýjan dag. Og líka, það er hægt að gera grín að þættinum alveg út í eitt og hneikslast á því hvað hann er hallærislegur.

En það sem ég ætlaði að segja um veðrið: Hvaðan kemur öll þessi skelvilega rigning, af hverju má ég ekki komast á skíði eins og almennilegum Íslendingi sæmir hér á Íslandi? - snökkkt snökkkkkkt :(

No comments: