Tuesday, March 16, 2004

Gleraugnaglámasundgleraugun


Virkuðu hvílíkt flott. Komst nebblega í sund í kvöld.

Þetta var svona svipaður fílíngur og þegar maður fékk sér gleraugu fyrst og fór allt í einu að sjá almennilega í kringum sig. Alveg með ólíkindum hvað það er "flott" að vera í sundlaug sem er öll í fókus, jafnt yfir sem undir vatnsyfirborðinu. Og reyndar til að gera þetta enn betra þá eru þetta fyrstu sundgleraugu sem ég eignast í háa herrans tíð sem halda almennilega vatni fyrir utan augun á mér. Þetta rokkar alveg út í gegn! Sem sagt, allir með hinar minnstu sjóntruflanir út í Optical Studio í Smáralind. Þetta kostar ekki nema rétt tæplega fjörug þúsund kall! -8 til +8 en reyndar alvöru sjónskekkjufólk þarf víst að éta það sem úti frýs nú sem endranær.

Helsti gallinn er að eiginlega er maður dálítið of nördalegur með sundgleraugu þegar maður er í heitapottinum. En hvaða máli skiptir það, maður er nú einu sinni svoleis er mér sagt!

Gerði mér síðan sér ferð í vinnuna til að prófa nýju kaffivélarnar. Snilld á öllum hæðum. Nú verða sko alvöru afköst!

No comments: