Tuesday, March 23, 2004

grrrrrr Þegar maður er með allt á hornum sér



Ég held að þetta hafi byrjað með hörmungarþjónustunni sem ég fékk í Aktu Taktu sjoppunni. Ég meina Aktu bídu, bíddu lengur, bíddu lengur en þú nennir og þá getur þú tekið annars getur þú bara farið tómhentur.

Sko, þegar ég kaupi mér pulsu, kók og franskar þá ætla ég að borða þetta saman. Ég ætla ekki að hafa kókina sem forrétt, pulsuna sem aðalrétt og frönskurnar sem eftirrétt. Þetta þrennt á að fá að sjá hvert annað áður en ég borða það og þessir þrír félagar eiga að fá að kynnast mjög náið uppi í munninum á mér en ekki bara í maganum eða einhvers staðar aftarlega í görninni. Þetta var reyndar svo slæmt að það fékk enginn að kynnast frönskunum (nema kannski næsti kúnni). Við þrjú (ég pulsan og kókið) vorum einfaldlega bara farin þegar frönskurnar létu loksins sjá sig, ef þær létu þá sjá sig. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem ég fæ hörmunar þjónustu þarna í Aktu taktu bíddu bíddu lengur. Einu sinni bókstaflega gleymdist ég bara. Beið og beið. Þá var ég hins vegar hinn rólegasti, eitthvað annað en núna þegar ég bræddi næstum úr flautunni áður en ég gafst upp. Neibb, ef þú Gulla lest þetta þá er þetta bara alls ekki í lagi hjá ykkur!

Síðan ágerðist þetta bara hjá mér og geta mín til að þola heimsku, frekju og tillitleysi samborgaranna fór síminnkandi og varð líklega a' lokum engin. Ég veit ekki hver var verstur.

Hvort það var aulinn í WorldClass sem þurfti endilega að velja sér ónýtt stigbretti sem heyrðist í eins og hverju öðru trommusetti. Verst að ég kunni ekki að meta tónverkið (þetta var einhver anskotans mars hjá honum). Þetta var síðan eitthvert fjárans vöðvatröll, annars hefði ég líklega bara hjólað í hann.

Eða hvort það var jólasveinninn sem hélt að 50m sundlaugin í Laugardalnum væri göngusvæði og gekk beint í veg fyrir mig þegar ég kom svamlandi eins og búrhveli.

Eða allt þetta öskrandi og æpandi lið í heitapottinum. Getur fólk ekki talað saman á rólegu nótunum þegar það er komið í heitapottinn. Það þurftu flestir að vera einhvers staðar í hundrað desibilnum. Þeir einu sem voru síðan að tala um eitthvað áhugavert töluðu síðan svo lágt að ég missti alltaf þráðinn. En það voru strákpjakkar að tala um hvernig best væri að hakka sig inn á hinar og þessar netsíðurnar. Dálítið áhugavert fyrir mig. Komst reyndar aldrei að því hvaða síður þeir voru að tala um.

//////////////Til að kóróna allt mitt andstreymi þá réðist Blogger helvítið að mér rétt áðan ogbreytti öllum íslenskum stöfum í þessari færslu í hroðalega ljót spurningamerki. Nei, það verður andstæðingum míns góða skaps allt að vopni hér í kvöld.

En
Ég hlakka til að sjá Björk of kors í sjónvarpinu um helgina. Var rosalegt á sviði og sýnist að þetta verði áhugavert líka í imbanum.


No comments: