Monday, March 15, 2004

Gleraugnaglámasundgleraugu


Snilld dagsins eru tvímælalaust gleraugnaglámasundgleraugun sem ég sá auglýst í einhverjum fermingargjafabæklingu um helgina. Fór í Smáralindina eftir vinnu og verslaði mér eitt stykki (eða eitt par ætti maður kannski frekar að segja 8-). Ekki svo að skilja að ég sjái neitt hræðilega illa en það er náttúrlega nauðsynlegt að sjá skvísurnar í laugunum í fullkomnum fókus eða er það ekki hmmm.... er þetta kannski ekkert svo góð hugmynd. Jú víst.

Fór síðan rakleiðis með dýrðina í sund. Eða öllu heldur í WorldClass þar sem er líka hægt að fara í sund. Það gekk reyndar ekki þrautalaust fyrir sig því ég læsti lyklana mína inni heima hjá mér þegar ég var að fara af stað og þar með bíllyklana mína líka. Breytti þessu þá bara í allsherjar heilsurækt og hjólaði á staðinn. Sko minn, ekki málið!

Síðan reyndist þetta vera tóm ógleði og óhamingja. Því Sigþór meðhlaupagarpur var sundskýlulaus og þar sem það er víst bannað að synda alveg ber þá varð sundspretturinn að bíða betri tíma. Fórum reyndar í gufu þar sem ég prófaði fínu sundgleraugun. Verð að lýsa hálfgerðu frati á þau. Sást ekkert almennilega í gegnum þau voru bara öll í móðu. Og það litla sem ég sá var auk þess ekkert spennandi. Það voru nebblega engar skvísur þarna bara eikkurr skrákar. Flýtti mér að fela þessi gleraugu áður en ég væri sakaður um einhvern perraskap þarna í gufunni.

En það kemur væntanlega dagur eftir þennan dag og þá dagur með sundskýlu!

Ætti kannski að reyna að koma nýju trendi af stað með að fara að ganga með sundgleruagu dags daglega. Þetta er reyndar aðeins eins og lestrargleraugu úr plasti. Kosta lítið meira og maður bara segist vilja fá einhvern styrkleika og prófar síðan bara!

No comments: