Tuesday, March 30, 2004

Mig langar í meira vit


Einhvern tíman heyrði ég að greind ykist á meðgöngu. Ég er að hugsa um að fara að verða óléttur svona frekar af því að mig langar í meiri greind.

Kannski myndi minni duga til. Veit einhver hvað megabætið af mannaminni kostar núna í BT? Ég bara spyr sko. Gæti reyndar alveg hringt sjálfur en man bara ekki símanúmerið hjá þeim. Sem er íllt í efni. Vantar minni og hef ekki nóg minni til að fá meira minni. Má að minnsta kosti ekki hugsa til þess að vera með minna minni.

Annars kom þessi pæling nú til hjá mér af því að mér finnst stundum að ég geti bara fundið fullt af vandamálum en lausnirnar láti standa á sér... sem er nú reyndar ekki alveg rétt þar sem það er rífandi gangur í sumu hjá mér.


No comments: