Wednesday, March 31, 2004

Ótrúlegt


Þessi snjór reyndist nú ekki jafn gagnslaus og ég hélt í morgun. Fór nefnilega til fjalla í foreldrahús mín uppi í Breiðholt og sá þá mér til mikillar undrunar að þar er bókstaflega allt á kafi í snjó.

Varð bara úr að eldamennsku var slegið á frest, hálft hvítlauksbrauð étið í snarhasti og svo bara ætt á skíði upp í Heiðmörk. Það var svakafínt. Fór með brójanum sem gat elt mig á hvítlaukslyktinni. Það er víst ótrúlegt hvað það getur komið mikil hvítlaukslykt af einu brauði sem maður skóflar í sig.

En þetta var megafínt nema reynda fannst mínum eðla bíl það ekki. Honum fannst nóg um snjóinn og endaði á því að skilja stóran hluta pústkerfisins eftir. Núna mega aðrir ökumenn fara að vara sig þegar ég kem askvaðandi, brúmmmm brúmmmmmm!

Þessi snjór er náttúrlega fáránlegur


Bæði út frá náttúrulegu sjónarmiði og ekki síður mannlegu.

En ég verð samt að játa að hvítu trén eru ógisslega flott. Af hverju er ekki bara aðfangadagur í dag?

Tuesday, March 30, 2004

Stundum veit ég ekki hvort ég á að hlæja eða gráta



En mér finnst þetta eiginlega vera ógeðslegt:





Hefur fókið virkilega enga hugmynd um út á hvað miðbæir ganga?

þessi bílabrúarhryllingur á að vera á því svæði sem átti að verða lykilatrði í uppbyggingu miðbæjar Reykjavíkur til frambúðar og allir almennilegir miðbæir sem ég hef séð eða heyrt ganga út á fólk og þá gangandi fólk en ekki fólk sem er lokað inni í bílum. Ætli þessir spekingar sem eru ábyrgir fyrir þessum ósköpum í skipulagi hafi einhvern tíman fengið sér göngutúr undir brúnum í Elliðaárdalnum? Nei ekki á ég von á því. Ætli þeir hafi fengið sér göngutúr undir brúnum í miðbæ Kópavogs, já þessum í "Hjarta Kópavogs" í Hamraborginni þar sem ég held að fasteignaverð sé einna lægst á öllu höfuðborgarsvæðinu vegna skipulagsklúðurs. Nei ég held ekki.

Skipulagsfræðingar: Hvernig væri að fá sér göngutúr?
það er nóg pláss fyrir svona brýr einhvers staðar annars staðar.

þegar ég horfi á myndina þá sé ég líka annað einkar skemmtilegt. Uppbyggingin miðast greinilega við það að tryggja örugga hraðbrautarumferð vestur í bæ og síðan líka niður Snorrabrautina. Þar tekur við Grettisgata, Laugavegur og Hverfisgata. það á greinilega ekki að vera mikið um það að fólk fái sér göngutúr í framtíðinni þarna. Enda miðast líka flest annað í uppbyggingunni í miðbænum við það að breyta honum í Ármúla eða Skeifu.

þessi Err listi er greinilega gjörsamlega handónýtur en spurning hvort það bjóðist eitthvað betra. ég veit eiginlega ekki hvert maður á að flytja til að flýja þessi ósköp. Og ekki heldur hvað maður þarf að kjósa til að breyta þessu.

Neibb.
Miðbærinn skal fá að þróast. Þar skulu fá að rísa upp umferðarmannvirki eins og á Elliðaárvog og þar skulu vera byggð nútíma verslunarhúsnæði eins og þetta sem Top Shop var næstum farið á hausinn eftir að vera ? (eða út af einhverju fóru þeir þaðan). Lengi lifi byltingin. Amen.

Nei þetta þýðir líklega ekkert. Reykjavík á að verða ljót bílaborg sem lítur út eins og eitt stórglæsilegt úthverfi.

Annars er Ármúlinn svo sem ágætur eins langt og hann nær. Ég vinn þar og það er ágætt að fara í göngutúr eftir vinnuvikuna út á Jensen en það á ekkert sameiginlegt við kráarrölt í miðbænum fyrir utan bjórinn.

Og ég hef ekkert á móti úthverfum í sjálfu sér en þau eiga bara að vera þar sem úthverfi eiga að vera.

Sjá nánar mbl.is

hahahahahahaha ..... ég er vatnaskrímsli



Hydra Banner
You're a hydra. You have many different outlooks on
life, and know how to utilize each one to make
the best of any situation. Others may mistake
this for hypocrisy or even insanity, but you
know yourself better than that. Indecision is
your greatest flaw. Your alignment tends
slightly towards *evil*.


What mythical beast are you?
brought to you by Quizilla

Ég man síðan að í stjörnufræðinni fyrir margt löngu þá var þetta sagt vera uppáhalds stjörnumerkið mitt. Langt mjótt og ljótt og liðast yfir suðurhimininn einhvers staðar minnir mig. Hefur aldreigi sést frá Íslandi.

Þetta snilldarbragð er annars frá Stínu sem var reyndar eitthvað dularfullt Gryphon.


PS..............
Dálítið:
Þegar ég veit ekki hvort eitthvað orð er með svona "y" eða svona "i" þá fer ég oft bara á google prófa að leita að báðum útgáfum. Það reyndust vera 263 skrýmslasíður til á íslensku en heilar 703 skrímslasíður. Þar með er fyrirsögning "vatnaskrímsli" en ekki vatnaskrýmsli. Ég ýtti annars reyndar fyrst á rangan takka þegar ég var að leita og fékk það staðfest að enginn íslendingur heitir Skrímsli hvorki í þjóðskrá né símaskrá!

Já ég veit, mig vantar meira vit!

Mig langar í meira vit


Einhvern tíman heyrði ég að greind ykist á meðgöngu. Ég er að hugsa um að fara að verða óléttur svona frekar af því að mig langar í meiri greind.

Kannski myndi minni duga til. Veit einhver hvað megabætið af mannaminni kostar núna í BT? Ég bara spyr sko. Gæti reyndar alveg hringt sjálfur en man bara ekki símanúmerið hjá þeim. Sem er íllt í efni. Vantar minni og hef ekki nóg minni til að fá meira minni. Má að minnsta kosti ekki hugsa til þess að vera með minna minni.

Annars kom þessi pæling nú til hjá mér af því að mér finnst stundum að ég geti bara fundið fullt af vandamálum en lausnirnar láti standa á sér... sem er nú reyndar ekki alveg rétt þar sem það er rífandi gangur í sumu hjá mér.


Monday, March 29, 2004

Þessi árshátíð og allt!


Ég held svei mér þá að ég sé ennþá hálf þreyttur eftir árshátíðina en það er allt í lagi því ég man líka ennþá hvað það var roslega gaman. Ég lifi örugglega lengi á henni. Og samt skandalíseraði enginn, ekki mikið að minnsta kosti.

Svo rifjuðust upp fyrir mér IMG árshátíðirnar tvær sem ég fór á áður en ég byrjaði að vinna hjá Skýrr. Ekki voru þær nú par skemmtilegar. Sú fyrri hálf vansköpuð þar sem enginn þekkti ekki neinn eftir sameiningu Gallup og Ráðgarðs. Eða sú seinni þar sem ég var látinn gista á nær gluggalausu hótelherbergi á Hótel Örk og stelpan sem ég hefði gefið af mér a.m.k. vinsti höndina fyrir sá ekkert nema einhverja ólukkans hljómsveitartöffara og hef ég eiginlega ekki séð hana síðan.... Æji ekki veit ég nú af hverju ég er að skrifa þetta núna :( .. .. . Einhvern veginn fílaði ég þá árshátíð alls ekki og man bara enn hvað hún var ekki skemmtileg. Eða afkáranlegt skemmtiatriðið á þeirri árshátíð sem fólst í að botna fyrripart og þar sem flestir botnarnir voru fyrir neðan belti þá þorði dómnefndin ekki að lesa neinn seinnipartinn upp og sagði að þetta hefði bara ekki verið boðlegt. Annan eins aulaskap hef ég ekki heyrt um á árshátíð og held að hún hafi verið áberandi verst þeirra árshátíða sem ég hef farið á. Kannski af því að ég var einhvern veginn hættur að vinna þar í huganum eða kannski frekar út af öllu þessu hinu.

Síðan verð ég nú að monta mig því gerðist ég svo framtakssamur að koma árlegrgi Fimmvörðuhálsferð Skýrrara á dagskrá í dag. Er strax kominn með heila 12 þátttakendur. Verður örglega frábært. Það hefur að minnsta kosti alltaf verið það hingað til. Sem t.d. má sjá frá því í fyrra og frá því í hittiðfyrra! En í fyrri ferðinni var reyndar dálítið blautt, hroðalega hvasst og síðan var búið að éta allan matinn okkar þegar við komumst loksins niður í Bása. En það var samt alveg frábært!

Og svo þarf ég að gera eina alvarlega athugasemd:
Fyrir hvern er þessi hallærislegi snjór sem er allt í einu kominn hér í höfuðstaðnum. Veðurguðirnir gátu ekki drusslast til þess að snjóa almennilega þegar það átti að snjóa eða láta snjóinn sem kom haldast af einhverju viti. Núna þegar það á að vera að koma vor og maður er búinn að afskrifa þennan vetur sem einhvern mesta aulavetur allra tíma þá kemur einhver snjóómynd í henni Reykjavík af öllum stöðum. Hallærisföl sem gerir ekki annað en að gera hálku í Reykjavík og láta mann fara að leita bölsótandi að sköfufjáranum.

Og hana nú!

Sunday, March 28, 2004

Éf gór á árshátíð í gær - JOLLYWOOD !


Svaka stuð. Snillingurinn hann Stebbi fékk þá flugu í höfuðið að við ættum að vera með James Bond þema og endaði það með því að við tróðum okkur í mörgæsarbúninga a la Bond. Ótrúlega kjánalegur klæðnaður en hvað um það.

Það var svo gott framboð af partýum að mér tókst að komast í heil tvö partý áður en árshátíðin hófst. Fyrst hjá Hreini og síðan Hilmari. Forstjóranum og húsverðinum!

Á árshátíðinni var síðan boðið upp á hefðbundin skemmtiatriði með myndbandi um mig sjálfan og svona ýmsu öðru skemmtilegu. Í aðalrétt borðuðum við bamba og verð ég að játa að hann smakkaðist bara afbragðsvel.

Ég veit nú síðan ekki hvað á að segja um Gerifuglana sem héldu uppi stuðinu eftir skemmtiatriðin. Þeir voru góðir á meðan þeir voru en mér fannst nú verulega slappt að þeir voru hættir fyrir klukkan tvö held ég. En jújú, þeir voru meirasegja svo góðir að ég tók upp á þeim óskunda að fara að dansa. Þetta var sem sagt stuð og ég dansaði minn frístæl dans um öll gólf við mikla undrun viðstaddra.

Nú síðan á eftir þá bauð Ína þeim skemmtanaglöðustu í partý til sín og þar var maður eitthvað fram undir morgun. Ég held að það hafi eiginlega verið farið að birta þegar ég skrönglaðist heim á leið!

ATH


Já og fyrir forvitna þá henti ég myndum á netið

Saturday, March 27, 2004

Jónas fær bjartsýnisverðlaun vikunnar


Hann nefnilega var eitthvað að brasa með innflutning á bjálkahúsum frá Litháen og fór þá að bjástra við að aðstoða litháíska samfélagið á Íslandi.

Síðan út af því að þá var hann eitthvað að fara til Keflavíkur að taka á móti einhverjum manni. Honum varð síðan eitthvað illt í maganum en hann veitti því svo sem enga sérstaka athygli. Fór víst bara út að labba eða eitthvað. Síðan ætlaði hann að keyra hann til Keflavíkur ístaðinn fyrir að keyra hann til læknis en hann var svo sem ekkert að spekúlera neitt sérstaklega í því. Síðan hættu þeir við það. Og eitthvað voru þeir og hann alltaf að hringja í einhverja menn en það kemur nú svo sem oft fyrir að það þurfi að hringja eitthvað.

Fór síðan að kaupa teppi og límband í Bykó svona af því að þeir ætluðu að fara í einhverja múraravinnu. Og þá var þessi veiki skyndilega horfinn. Svo var hann með í að þrífa íbúð hátt og lágt, ælur og blóðblettir og svona alls konar.
Síðan fóru þeír í bíltúr og keyrðu bara á Neskaupstað um hávetur til að heimsækja mömmu vinar hans eða eitthvað svoleiðis. Kemur ekki á óvart að þeir hafi fengið skyndilegan áhuga á að heimsækja gömlu konuna. Af einhverjum undarlegum ástæðum voru þeir síðan hættir við að nota teppið við múraravinnu og voru í staðinn búnir að vefja því uppí undarlega stóran göndul og höfðu það með sér þarna austur. Nei það er náttúrlega daglegt brauð að keyra þarna austur með bláan teppisstranga í aftursætinu svona 100 kg eða svo.

Síðan fóru þeir þarna austur og hvort þeir hittu einhvern tíman mömmuna fylgir ekki sögunni en hins vegar var teppisrusslan skyndielga horfin. Þeir keyrðu eitthvað niður að höfn og Jónas göngugarpur fór svona eitthvað út að labba og þegar hann kom aftur var teppið horfið. Eða hann man að minnsta kosti ekki neitt annað.

Síðan nokkrum dögum seinna heyrði hann einhverjar fréttir um eitthvað lík og guð má vta hvað og af einverjum dularfullum ástæuðum fór löggan að tala við hann út af því. Nei þetta skilur enginn en ég held að þessi Jónas hljóti að vera bjartsýnasti maður aldarinnar að halda að einhver trúi honum og þeir þrír eða reyndar fjórir með þessum sem drapst hljóta að vera óheppnustu menn sögunnar!

Og reyndar kannski líka með þeim vitgrannari.

Friday, March 26, 2004

Var að lesa ...

Vetrardrottningin eða Fyrsta mál Fandorins, eftir Boris Aknúnin
Svona glæpó af betri gerðinni sýnist mér! Sem brást samt alveg hroðalega. Þetta var ríflega 200 síðna glæpómannasaga og ég var búinn að fatta plottið í henni á síðu 80. Svona einhver smáatriði sem voru ekki alveg ljós en í megindráttum kom ekkert á óvart í bókinni eftir það! Og þetta á að vera eftir einhvern besta spennusagnahöfund nútímans.

Það er ekki furða að Arnaldur hefur slegið í geng. Ég á a.m.k. ekki von á að ég nenni að lesa meira um þennan Fandorín ríkisráð í náinni framtíð!

Thursday, March 25, 2004

Ég elti mann í dag


Fyrir líklega þremur árum eða svo gekk ég Fimmvörðuháls með Útivist um miðja nótt um Jónsmessu reyndar. Svo sem ekki í frásögur færandi fyrir utan kannski að ég var að þykjast vera "gæd" hjá Útivist í þessari ferð. Stóð mig líklega illa þar sem enginn á þeim bæ hefur nokkurn aftur minnst á það við mig að gæda neitt með þeim. En hvað um það. Jú annars ferðin var líka aðeins öðruvísi þar sem ég svona eiginlega lenti á séns í Básum en það var bara þá.

En það sem dagurinn í dag tengist þessu er að þegar ég var þarna við varðeldinn fyrir þremur árum í svakagóðum fíling að syngja og hafa stuð með öllum hinum þá hitnaði okkur fljótlega í hamsi og það endaði á því að ég og Ralldiggnur systir fórum að fækka fötum eða stökkum. Lögðum okkar eðal góretexstakka frá okkur og sungum aðeins meira. Snérum okkur svo við og þá voru þeir bara horfnir.

Stakkurinn minn var mjög sjaldgæfur grænn Karrimor stakkur sem kostaði auðvitað morðfjár. 30 þúsund kall held ég fyrir svona 8 árum síðan. Þeta var því alveg hroðalegur skaði og hef reyndar ekki enn eignast jafn mikla eðalflík.

En sem ég var í dag að úða í mig pulsu á Bæjarins bestu kom þá ekki einhver kaddl arkandi í nákvæmlega eins stakk. Og ég á eftir honmum. Ég glápti svo mikið á hann að hann hélt líklega að ég væri brjálaður eða eitthað þaðan af verra. Reyndi að sjá einhverja þekkta skurði á honum eftir ísaxir og önnur tól. Sá reyndar ekkert sem gat leyft mér að ráðast á manninn. Gekk svo langt að elta hann inn í ríkið í Austurstræti. Reyndi eitthvað að njósna en gafst að lokum upp. Tók ekki sénsinn á að maðurinn kallaði á lögguna út af því að einhver óður maður í leðurjakka væri að elta sig.

Held annars eftirá að þetta hafi verið einhver annar alveg eins jakki kannski líka þar sem minn var líklega einu númeri stærri. En ef einhver sér svona stakk þá er hann minn sérstaklega ef það er ísaxarsár á hægri vasanaum á honum!

En snökkt, hér er ég í hinum tapaða stakki mínum annars:


Og ennþá meira snökkt, þarna er ég í nýju drússlunni sem ég lét þennan í Útlilífi sem ég þoli ekki plata mig til að kaupa:


Ég er lengst til vinstri sko, þessi í fótabaðinu fyrir þá sem ekki þekkja mig. Rakstursgæjarnir eru KK og Friðrik.

Akkuru skyldi einhver lesa blógginn minn?


shortmessage
I post weird poetic stuff no one understands


why is YOUR livejournal annoying?
brought to you by Quizilla

Wednesday, March 24, 2004

Mmmmm árshátið


Nú er maður sko farinn að hlakka til árshátíðarinnar um næstu helgi. Komin plaköt upp um alla veggi. Verulega skondið síðan að myndefnið á plakötunum var að hluta til myndir af síðustu árshátíð og þar sem enginn fann neinar myndir þá benti ég á eitthvað sem ég vissi um og núna gengur þýðingarhópurinn hér aftur af myndasíðum Liljunnar. Og auðvitað hin hroðalega mynd af mér og Gústa! Ekki skil ég af hverju verið er að gera manni þetta. Hún er reyndar voðalega lítil á plakatinu. Held að það þekki mig enginn á henni ..... eða er það ekki trúlegt?

Goldfinger !

Jám og ég er búinn að leika í árshátíðarvídjóinu og allt saman!

Fór í morgun í heimsókn í IMG og fékk eins og vant er mitt venjulega nostalgíukast!

Tuesday, March 23, 2004

grrrrrr Þegar maður er með allt á hornum sér



Ég held að þetta hafi byrjað með hörmungarþjónustunni sem ég fékk í Aktu Taktu sjoppunni. Ég meina Aktu bídu, bíddu lengur, bíddu lengur en þú nennir og þá getur þú tekið annars getur þú bara farið tómhentur.

Sko, þegar ég kaupi mér pulsu, kók og franskar þá ætla ég að borða þetta saman. Ég ætla ekki að hafa kókina sem forrétt, pulsuna sem aðalrétt og frönskurnar sem eftirrétt. Þetta þrennt á að fá að sjá hvert annað áður en ég borða það og þessir þrír félagar eiga að fá að kynnast mjög náið uppi í munninum á mér en ekki bara í maganum eða einhvers staðar aftarlega í görninni. Þetta var reyndar svo slæmt að það fékk enginn að kynnast frönskunum (nema kannski næsti kúnni). Við þrjú (ég pulsan og kókið) vorum einfaldlega bara farin þegar frönskurnar létu loksins sjá sig, ef þær létu þá sjá sig. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem ég fæ hörmunar þjónustu þarna í Aktu taktu bíddu bíddu lengur. Einu sinni bókstaflega gleymdist ég bara. Beið og beið. Þá var ég hins vegar hinn rólegasti, eitthvað annað en núna þegar ég bræddi næstum úr flautunni áður en ég gafst upp. Neibb, ef þú Gulla lest þetta þá er þetta bara alls ekki í lagi hjá ykkur!

Síðan ágerðist þetta bara hjá mér og geta mín til að þola heimsku, frekju og tillitleysi samborgaranna fór síminnkandi og varð líklega a' lokum engin. Ég veit ekki hver var verstur.

Hvort það var aulinn í WorldClass sem þurfti endilega að velja sér ónýtt stigbretti sem heyrðist í eins og hverju öðru trommusetti. Verst að ég kunni ekki að meta tónverkið (þetta var einhver anskotans mars hjá honum). Þetta var síðan eitthvert fjárans vöðvatröll, annars hefði ég líklega bara hjólað í hann.

Eða hvort það var jólasveinninn sem hélt að 50m sundlaugin í Laugardalnum væri göngusvæði og gekk beint í veg fyrir mig þegar ég kom svamlandi eins og búrhveli.

Eða allt þetta öskrandi og æpandi lið í heitapottinum. Getur fólk ekki talað saman á rólegu nótunum þegar það er komið í heitapottinn. Það þurftu flestir að vera einhvers staðar í hundrað desibilnum. Þeir einu sem voru síðan að tala um eitthvað áhugavert töluðu síðan svo lágt að ég missti alltaf þráðinn. En það voru strákpjakkar að tala um hvernig best væri að hakka sig inn á hinar og þessar netsíðurnar. Dálítið áhugavert fyrir mig. Komst reyndar aldrei að því hvaða síður þeir voru að tala um.

//////////////Til að kóróna allt mitt andstreymi þá réðist Blogger helvítið að mér rétt áðan ogbreytti öllum íslenskum stöfum í þessari færslu í hroðalega ljót spurningamerki. Nei, það verður andstæðingum míns góða skaps allt að vopni hér í kvöld.

En
Ég hlakka til að sjá Björk of kors í sjónvarpinu um helgina. Var rosalegt á sviði og sýnist að þetta verði áhugavert líka í imbanum.


Sunday, March 21, 2004

Klassískt rokk


Hmmmm
Frá Stínu sem er Indie Rokk, það hlýtur að vera rosalega kúl en ég var bara:
Led Zeppelin
Classic rock! Without you the other genres
wouldn't exist! You are the raw and original
sound of rock! Other genres may try to imitate
your rawness, but they can never be like you!


What genre of rock are you?
brought to you by Quizilla

Jám, best að fara að drífa sig í hádegismat til mömmu úr því að hún fékk þessa undarlegu hugmynd að bjóða fullt af fólki í hádegismat á sunnudegi. Er að velta fyrir mér hvort það sé normale!

Saturday, March 20, 2004

Pizzan var fín


Bauð heim til mín í pizzu a la moi í kvöld. Ekki slæmt. Eftir að hafa farið að púla í World Class. Mætti stelpunni sem ég vildi að væri skotin í mér á leiðinni þangað. En hún var líklega bara að keyra heim til sín úr vinnuni og sá mig ekki einu sinni. Ekki frekar en ég væri hvergi til. Hljóp svona smá. Sá minn forstjóra fara þar líka hamförum á hlaupabrettinu. Bara nokkið góður. Sýndist hann hlaupa á svaka fart.

Synti síðan út um alla laug og allan pott enda orðinn almenniléga sjáandi í lauginni. Alveg ótrúlega flott að gára vatnið þegar það lítur út eins og málverk. Ætti kannski að láta af gleraugnaslap mínum og fara í svona aðgerð eins og sumir sem ég þekki hafa farið í með góðum árangri. Var hent uppúr heitapottinum eftir að hafa synt hann með bægslagangi fram og til baka. Vörðurinn kom alveg brjálaður og skipaði mér uppúr ásamt þremur öðrum. Allir sendir beina leið í kalda sturtu. [nei auðvitað ara djók] Nema ég sem þurfti að ganga heljarmennabrautina til baka í WorldClass. Mikið svakalega var hún köld.

Eldaði síðan dýrindis pizzu fyrir Ralldiggni og Kidda og síðan líka Gúnnan sem kom ekki fyrr en eftir dúk og disk reyndar og fór ekki fyrr en enn seinna. Gaman að því.

Fyrir forvitna um mína eðlu matargerð þá var pizzadeigið einhvernveginn svona:


Fjögurhundruð g hveiti
Ein&hálf tsk salt
Ein tks sykur
Tvær tks olia
Tveir dl vatn
Einn dl mjólk
Eitt ger af bréfi


Vokvadódið hitað upp í svona 35-40°C
Öllu hrært saman og hnoðað deig.
Sett út á tvær plötur og eitthvað dómatsósujukk sett þar ofaná.

Síðan Steiktur kjúklingur og ristaðar furuhnetur á aðra
en fullt af skinku [svona gúrme sem maður sker niður sjálfur eftir smekk] og beikoni á hina
Og síðan tómatar, paprkikur, Gaudaostur, Gullostur, Kreolakrydd, Oregano Krydd, Sveppir, kapers, svartar ólívur, svartur pipar, paprikukrydd og kannski eitthvað sem ég man ekki sett þarna ofaná í massavís á þær báðar. Að hluta til steikt áður en surtað út á pizzurnar.

Skolað síðan niður með kóki og góðum slurk af rauðvíni. Nammi nammi namm!!!!

Þrátt fyrir góða tilburði þá varð nú samt afgangur af herlegheitunum.
Ætti kannski að gera alvöru úr því sem var stungið uppá að fara með afganginn í vinnuna og gefa Tobbu sem var eitthvað að kvarta yfir því að fá ekkert af mínum ærlegu veitingum. Ætti kannski bara frekar að bjóða henni og öllum hinum í mat. Það væri nú ærlegt!

Friday, March 19, 2004

Hippi himpigimpi ....


Frá þessari Stínu ... sem ég þekki nú svo sem ekkert en samt ... þær eru líklega út um allt Stínurnar!

I am a Hippy



Which America Hating Minority Are You?


Take More Robert & Tim Quizzes
Watch Robert & Tim Cartoons




Thursday, March 18, 2004

Mikið afskaplega get ég stundum verið feginnnnn


Að vera með sæmilega heilsu og ekki að deyja úr offitu eða einhverjum ægilegum sjúkdómum. Smellti áðan á link á mbl.is þar sem einhver kona er að lýsa ógurlegu megrunarátaki með herbalife. Borðar bara Herbalife í flest mál sýnis mér. Ég gæti það nú líklega ekki heldur. En ef þetta hjálpar þá er það eflaust ágætt þó ég sé nú þeirrar skoðunar að afarsælast sé að borða bara almennilegan mat í öll mál. Enda ég bæði matgæðingur og snillldarkokkur. Hef annars sjálfur alltaf borðað það sem mig langar í en reyndar þá er það yfirleitt svona einhver almennilegur matur. Borðaði að vísu bara pulsur í gærkvöldi en það var bara undantekningin sem sannar regluna eða óregluna.

Man reyndar að þegar ég var svona 14 ára þá var franskbrauð eitthvað alveg rosalega spennandi. Á mínu æskuheimili var borðað almennilegt kjarngott heilhveitibrauð. Franskbrauð var bara eitthvað sem samrýmdist ekki hugmyndum mömmu minnar um hollustu og almennilegan mat. En einhvern tíman stalst ég til að kaupa mér sjálfur heilt franskbrauð og stóra flösku af fanta appelsínði. Lokaði síðan að mér og át þetta með bestu lyst þangað til mér varð svo íllt í maganum að ég bókstaflega varð að fá einhvern almennilegan mat. Hef síðan varla keypt franskbrauð og held að fanta hefur eiginlega ekki komist inn fyrir mínar varir nema síðan það var farið að selja það í þessari kúl hálfslítraflösku sem það er í núna.

Er annars að hugsa um að bjóða í pizzu annað kvöld. Á einhvern skinkuhleif sem þarf að koma í lóg og kjúkling. Fæ strax vatn í munninn.

Já og Ralldiggnul, nemendurnir þínir eru nú ekki svo svakalega vitlausir sýnist mér. Ég man ennþá hvað var gaman þegar FB vann MR fyrir líklega svona 18 eða 19 árum og partýið á eftir var svakalegt! Til hamingju bara!

Mér sýnist meira að segja að þetta sé alveg eins nema þá var það Hemmi Gunn sem sagði nei við svari MR og við trylltumst gjörsamlega! Og að sálfsögðu vann FB alla keppnina, meira að segja tvíburana úr MS í úrslitunum ef ég man rétt. Eða að minnsta kosti vann FB þetta allt saman þá. Eflaust vinnur Borgarholtið núna! Nema að MR ingarnir þá voru ekki jafn flinkir að tapa og MR ingarnir núna!

Tuesday, March 16, 2004

Gleraugnaglámasundgleraugun


Virkuðu hvílíkt flott. Komst nebblega í sund í kvöld.

Þetta var svona svipaður fílíngur og þegar maður fékk sér gleraugu fyrst og fór allt í einu að sjá almennilega í kringum sig. Alveg með ólíkindum hvað það er "flott" að vera í sundlaug sem er öll í fókus, jafnt yfir sem undir vatnsyfirborðinu. Og reyndar til að gera þetta enn betra þá eru þetta fyrstu sundgleraugu sem ég eignast í háa herrans tíð sem halda almennilega vatni fyrir utan augun á mér. Þetta rokkar alveg út í gegn! Sem sagt, allir með hinar minnstu sjóntruflanir út í Optical Studio í Smáralind. Þetta kostar ekki nema rétt tæplega fjörug þúsund kall! -8 til +8 en reyndar alvöru sjónskekkjufólk þarf víst að éta það sem úti frýs nú sem endranær.

Helsti gallinn er að eiginlega er maður dálítið of nördalegur með sundgleraugu þegar maður er í heitapottinum. En hvaða máli skiptir það, maður er nú einu sinni svoleis er mér sagt!

Gerði mér síðan sér ferð í vinnuna til að prófa nýju kaffivélarnar. Snilld á öllum hæðum. Nú verða sko alvöru afköst!

Monday, March 15, 2004

Gleraugnaglámasundgleraugu


Snilld dagsins eru tvímælalaust gleraugnaglámasundgleraugun sem ég sá auglýst í einhverjum fermingargjafabæklingu um helgina. Fór í Smáralindina eftir vinnu og verslaði mér eitt stykki (eða eitt par ætti maður kannski frekar að segja 8-). Ekki svo að skilja að ég sjái neitt hræðilega illa en það er náttúrlega nauðsynlegt að sjá skvísurnar í laugunum í fullkomnum fókus eða er það ekki hmmm.... er þetta kannski ekkert svo góð hugmynd. Jú víst.

Fór síðan rakleiðis með dýrðina í sund. Eða öllu heldur í WorldClass þar sem er líka hægt að fara í sund. Það gekk reyndar ekki þrautalaust fyrir sig því ég læsti lyklana mína inni heima hjá mér þegar ég var að fara af stað og þar með bíllyklana mína líka. Breytti þessu þá bara í allsherjar heilsurækt og hjólaði á staðinn. Sko minn, ekki málið!

Síðan reyndist þetta vera tóm ógleði og óhamingja. Því Sigþór meðhlaupagarpur var sundskýlulaus og þar sem það er víst bannað að synda alveg ber þá varð sundspretturinn að bíða betri tíma. Fórum reyndar í gufu þar sem ég prófaði fínu sundgleraugun. Verð að lýsa hálfgerðu frati á þau. Sást ekkert almennilega í gegnum þau voru bara öll í móðu. Og það litla sem ég sá var auk þess ekkert spennandi. Það voru nebblega engar skvísur þarna bara eikkurr skrákar. Flýtti mér að fela þessi gleraugu áður en ég væri sakaður um einhvern perraskap þarna í gufunni.

En það kemur væntanlega dagur eftir þennan dag og þá dagur með sundskýlu!

Ætti kannski að reyna að koma nýju trendi af stað með að fara að ganga með sundgleruagu dags daglega. Þetta er reyndar aðeins eins og lestrargleraugu úr plasti. Kosta lítið meira og maður bara segist vilja fá einhvern styrkleika og prófar síðan bara!

Sunday, March 14, 2004

Lord Voldemort


Ég veit ekkert hvort ég á þetta skilið en prófin ljúga þó aldrei eða hvað?

Pirate Monkey's Harry Potter Personality Quiz
Harry Potter Personality Quiz
by Pirate Monkeys Inc.

Saturday, March 13, 2004

Lítill frami í bloggheimum held ég ........


Æi
Stundum er hef ég hugsað til hvers maður bloggar.
Ekki lesa þetta margir
Þessir fáu eða reyndar .............

OG HVAÐ MEÐ ÞAÐ?


...........

Til nánari útskýringar á kommentunum þá var hér sko eitthvert þunglyndisblogg um að það nennti enginn að lesa bloggið mitt og allir væru eitthvað vondir við mig, sem er auðvitað alls ekki alveg satt.

En það er sem sagt komið allt of gott veður til að hafa svoleis bull á blogginu mínu

Og hananú!



Thursday, March 11, 2004

Máttur bloggsins


Hefur einhver tekið eftir því að megnið af rokinu í Reykjavík er fokið út í veður og vind? Ég held í alvörunni að kveinstafir og bölbænir bloggara til veðurguðanna hafi haft þessi áhrif. Verst að ég hef misst af vini mínum og hálfnafna Gesti Einari á morgnanna. Er nokkurn veginn viss um að hann hefur dásamað þessi frábæru hlýindi, býsnast í svona kortér yfir tveggja stafa hitatölum og talað um blíðuna með lotningu ef hann hefur ekki getað dásamað veðrið á sínu svæði sérstaklega (ótrúlegt hvað þessir Akureyringar geta verið kotrosknir ... "kotroskinn" þetta er alveg ótrúlega fyndið orð að vera roskinn í kotinu? Hmmm kannski málvísundar og þýðingarsérfræðingar tjái sig um uppruna orða... )

En í alvörunni þá er veðrið orðið það gott að ég gat opnað út á svalir án þess að þurfa að fara í regngalla og ákalla tryggingarfélag vegna vatnsskaða.

Og ojbara, kaffið sem ég var að malla mér er of sterkt. Það er næstum því rammt á bragðið og ef mér finnst kaffi of sterkt þá má gera að því skóna að það sé í alvörunni sterkt! Er einhver með hrúta til tjörgunar? Ég er með tjöruna sko!

Á nefnilega við það vandamál að stríða að verða stundum eitthvað hroðalega þreyttur einhvern tíman um mitt kvöld. Lét það reyndar eftir mér að sofna yfir gettu betur hraðaspurningunum. Spennan náði greinilega ekki inn í heilann á mér. Er greinilega orðinn gamall. Á síðan ekki von á að ég verði neitt syfjaður fyrr en undir morgunn. Hvar endar þetta eiginlega?

En æ, varst of seinn... Er eiginlega búinn með allt kaffið, það vandist nefnilega bara nokkuð vel eins og allt gott.


PS
Ef einhver ætlar að benda mér á að ég sé orðinn jafn slæmur með veðurblaður og sjálfur Gestur Einar, þá er það of seint, ég er búinn að benda á það sjálfur... hí á þig !

Þetta guðsvolaða vesældar veður


Einhvern veginn held ég að einhver veðurfræðingsómyndin hafi um helgina reynt að tala fallega um veðurpá vikunnar. Sagt að það yrðu hlýindi að minnsta kosti út vikuna. Það væri ekkert annað að sjá í veðurkortunum nema óvenjuhlýtt veður. Hann sá líklega ekki í veðurkortunum flottasta togara þjóðarinnar rekinn undan ofsaveðri lengst upp í fjöru. Hann sé ekki fyrir sig mig mættan rennandi blautan á fund þrátt fyrir að ég hafi lagt í stæði sem hefði átt að vera merkt fötluðum. Hann sá ekki heldur fyrir stelpuna sem ég sá í kvöld flýta sér svo mikið út úr bílnum sínum til að komast inn á Söbvei að hún gætti ekki að kápulufsunni sinni sem var ennþá hálf inni í bílnum. Það var annars dálítið fyndið.

Bíll stoppar í Austurstrætinu. Það gengur á með sunnan hvassviðri og ógurlegu vatnsveðri. Bílhurð opnas skyndilega. Ung stúlka snarast út úr bílnum og fýkur hurðin aftur um leið og hún er komin út úr bílnum. Hún tekur á rás en er nær dottin á hausinn þegar kápan klemmd við bílhurðina rykkir henni til baka......


Nei veðurfræðingar sem geta talað fallega um þetta hroðalega veður eiga að skammast sín sem og allri aðrir sem mæla þessum ósköpum bót. Ég hef ekkert með 8 stiga hita, 18 m/s og 18 mm úrkomu að gera. Má ég þá frekar biðja um 8 gráðu frost og hinu hvoru tveggja má alfarið sleppa en setja heiðskíran himinn í staðinn.

Síðan er dagurinn í dag búinn að vera ennþá meira áberandi veðurdagur þar sem ég var á þvælingu meira og minna. Var eiginlega í ráðgjafaleik og rifjaðst þá upp fyrir mér hvað þetta ráðgjafalíf var óttalegur þeytingur. Er kannski að verða allt of mikið allt of góðu vanur í innivinnunni.

Annars er þessi rokvika búin að vera óttaleg félagsmálavika hjá mér. Aðalfundur í starfsmannafélaginu hjá mér.... já frekar ótrúlegt, ég sem er eitthvað mest félagslega fatlaði íbúi þessa lands er þar sko formaður. Fötlunin var reyndar næstum búin að setja mig í verulegan bobba þar sem allir hinir í stjórninni voru búnir að ákveða að hætta og alls konar annað fólk sem hefur verið að gera eitthvað þarna ætlaði líka að yfirgefa mig. Einhverjir gáfust nú reyndar upp en það kom bara annað frábært fólk í staðinn. Síðaner búið að vera að snúa upp á hendina á mér um að verða formaður í einhverjum fleiri félögum. Ef svo heldur fram sem horfir verð ég orðinn formaður í öllum félögum sem ég er í, nema kannski Ferðafélaginu. Gekk svo langt að því var stungið að mér hvort ég yrði ekki formaður í félagi formanna. Líst nú reyndar ekki alveg á það. Reyndar er einhver félagsskapur formanna starfsmannafélaga til en mér líst eiginlega ekkert á slíka samkundu þannig að ég er ekki á leið í slíka formennsku. En ef þig vantar formann með reynsu þá er bara að hafa samband!

Svo ég slútti deginum með stæl, þá komst ég að því að það er eiginlega ekki eftir neinu að bíða. Það er hægt að kaupa þetta (Nikon d70) núna strax!

Sunday, March 07, 2004

Bókamarkaðurinn í rokki og riggningu


Ef einhver heur verið kominn á þá skoðun að bókaþjóðin væri hætt að lesa bækur þá held ég að sá hinn sama fari villur vegar. Bókaþjóðin er að minnsta kost ekki hætt að kaupa bækur svo mikið er víst.

Ég hélt að það yrðí nú bara þægilegt að fara í bókamarkaðinn á sunnudagseftirmiðdegi þegar veðrið var með þeim hætti að einunis brálað fólk lætur narra sig út fyrir hússins dyr. En það var ekki aldeilis. Þegar ég kom á bílastæðið við Perluna leit það út eins og mikilvæur landsleikur stæði yfir. Þurfti næstum að fara yfir á bílastæðið hjá Veðurstofunni til að finna einhvern sæmilega löglegan stað fyrir bílinn. Hefði kannski átt að leggja þar og skamma þá í leiðinni fyrir þetta veður. En nei það er líklega ekki hægt. Þetta er er bara heiðarlegt íslenskt veður, rok og rigning og við stödd á Íslandi. Það er því ekki til neins að kvarta yfir þessu.

Þetta var svona langur gangur og eftir að hafa náð að læsa bílnum og hlaupa frá honum áður en hann opnaði sig aftur uppgötva ég mér til mikillar furði að hægri skórinn minn sem hefur reynst mér vel til margra ára og ekki rifnað nema tvisvar er farinn að verða eitthvað lasinn í rigningu. Var reyndar búið að gruna þetta en langlabb í vatnsveðri af verstu gerð virtist endanlega reynast honum um megn. Var því búinn að fá í aðra stórutána [vatn sko] og rúmlega það þegar ég kom inn í bókamarkaðinn.

Inni var allt yfirfullt af fólki sem mér sýndist að æddi í allar áttir. Fór strax að undrast það að ekki væru búnar til umferðarreglur þarna til að hafa eitthvað skipulag á galskapnum. Áttaði mig reyndar fljótlega á því að það voru einhverjar dularfullar reglur þarna og allir virtust vera að fara eftir þeim nema ég. Varð það til þess að það var alveg sama hvar ég fór, alltaf þurftu allir að ganga í öfuga átt miðað við mig og vera einhvers staðar fyrir mér þar sem ég ætlaði mér að skoða bækur. Þegar ég reyndi að standa aðeins álengdar til að vera ekki klesstur ofan í bókaborðið þá var alltaf einhver asni sem þurfti að troðast fyrir framan mig og skyggja á mig. Og síðan þegar ég reyndi að láta lítið fyrir mér fara og vera fremst við borðið þá var einhver algjör frekja búin að planta sér fyrir aftan mig og leit á mig illileg á svip þegar ég leit við.

Þetta allt saman varð samt ekki til þess að ég endaði með fangið fullt af einhverjumn bókum sem ég les örugglega aldrei. Var reyndar kominn með fangið svo fullt á köflum að ég var farinn að vekja athygli og fólk líklega haldið að ég væri í einhvers konar hamsturskepni. Eða einhver sveitamaður sem hefði aldrei fyrr séð meira en tvær bækur í einu. Endaði með því að arka um með stóreflis körfu undir bókasafnið.

En hvað um það, er kominn heim að hita upp afganginn af kjúkling gærdagsins. Eins gott að það komu ekki fleiri í mat því þá ætti ég ekkert til að borða núna og myndi svelta heilu hungri. Svona er fátt svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott.

Verð síðan upptekinn fram á kvöld við að komast að því hvaða afsakanir ég þurfi að búa til, til að útskýra af hverju í ósköpunum ég hafi keypt allar þessar bækur sem ég muni örugglega aldrei lesa. Svo fer mig líka að vanta svona einhvers konar bókaskáp. Ætli þeir fáist í IKEA?

Og af þvi að ég nennti náttúrlega ekki að fara að lesa einhverjar bækur þá fann ég mér próf á netinu í gegnum Stínu:

CWINDOWSDesktopFightclub.jpg
Fight Club!


What movie Do you Belong in?(many different outcomes!)
brought to you by Quizilla

Held að ég hljóti að hafa misskilið þetta próf eitthvað eða prófið misskilið mig meira en lítið. En það er svo sem ekkert skrítið, það skilur mig enginn, ekki einu sinni ég sjálfur!

Hvað er að þessu símafyrirtæki, getur það ekki haldið úti vefsíðu???


Vegna tæknilegra örðugleika er síðan sem þú baðst um ekki aðgengileg í augnablikinu. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda. Varði erindi þitt einstaklingsþjónustu Símans getur þú haft samband við Þjónustuver Símans í gjaldfrjálsu númer, 800 7000. Þú getur einnig sent tölvupóst á netfangið 8007000@siminn.is.

Fyrirtæki geta haft samband við Fyrirtækjalausnir Símans í gjaldfrjálsu númeri, 800 4000. Netfang Fyrirtækjalausna Símans er 8004000@siminn.is.


--------------------------------------------------------------------------------
The page you requested is not available at the moment. We apologize for the inconvenience this may cause. If your query concerns our Personal Services you can contact our Service Centre at 8007000 toll free if you are calling from within Iceland. If you are calling from abroad the number is +354 550 8200. You can also send an e-mail to 8007000@siminn.is.

Corporate clients can call our Corporate Solutions toll free on 800 4000 if they are calling from within Iceland. If calling from abroad please dial +354 550 7991. You can also send an e-mail to 8004000@siminn.is.

Saturday, March 06, 2004

Matarblogg


Einhvern tíman var ég beðinn um að skrifa aftur matarblogg. Þetta er nú reyndar í styttra lagi en þar sem karl faðir minn er núna sjókonuekkill þá ætla ég að bjóða honum upp á þetta í kvöld! Já hann er víst sá eini tiltækilegur þegar allir eru upp um fjöll og fyrnindi að skoða vatnafar, að djamma í Köben eða úti á sjó. Auglýst er eftir einhverjum fleiri lysthafendum til að koma í mat, það verður örugglega nóg til handa svona 4-5!

Reyndar mun ég líklega sleppa þessum kúrbít, bæta við risasveppum og papriku og var auk þess að hugsa um að malla með þessu einhvern suðrænan ávöxt ættaðan frá Asíu held ég sem ég man ekki einu sinni hvað heitir. Já og náttúrlega eitthvað fjölbreyttara krydd heldur en uppskriftin stingur uppá og reyndar aðeins meira úrval af hvítlauk.

En verður örglega rosa gott!

Allir elska íþróttafréttir, allir nema ég!


Stundum skil ég þetta ekki. Annað hvort er ég eitthvað allt öðruvísi innréttaður í höfðinu en allir aðrir eða þá að þeir sem ráða uppbyggingu fréttatímans í útvarpinu eru kjánar.

Fréttatíminn hefst alltaf á þessu helsta. Það er gott og blessað að fá upplýsingar um það að skip hafi sokkið og President Bush hafi gert einhvern óskunda af sér. Síðan má auðvitað gera ráð fyrir að eitthvað hafi sprungið í í Írak og það séu einhverjar merkilegar fréttir af rannsókn skrokksins frá Neskaupstað.

Síðan taka við mismunandi áhugaverar fréttir af kjaradeilum, breytingum á verði landbúnaðarvara og annarri óáran. En það er alt í lagi þetta eru jú allt fréttir og maður veit að það koma einhverjar mjög merkilegar fréttir strax á eftir. Kannski fréttir af einhverjum að gera eitthvaf alveg ofboðslega merkilegt, kannski eitthvað sem maður gæti farið og skoðað eða eitthvað sem maður þekkir eitthvað sjálfur.

Ég hef alltaf staðið í þeirri trú að fréttir séu það útvarpsefni sem sé almennt séð hvað vinsælast og jafnvel að margir þeirra sem hlusta á fréttir séu frekar torsóttir að útvarpstækjunum að öðru leyti. Ég einhvern veginn hef alltaf líka staðið í þeirri trú að það sé markmið útvarpsstöðvanna að halda í þessa hlustendur og láta þá helst hlusta á a.m.k. einn auglýsingatíma í lok fréttanna og hafnvel að láta þá hlusta á eitthvað í næsta þætti.

En nei, til til að tryggja það að, a.m.k. ég verði líklega farinn að hlusta á eitthvað annað eða gera eitthvað annað þá skal fréttatímanum alltaf ljúka með fréttum af því að Pétur eða Páll hafi skorað svo og svo mörg mörk í hinum eða þessum leiknum. Skósmiðurinn á Ferrari hafi staðið sig vel í einhverri tímatöku og farið fljúgandi hring og einhver Jón sem var að að vinna hjá einhverjum fótboltaklúbbi sé farinn að vinna hjá einhverjum öðrum fótboltaklúbbi. Óskiljanlegt að þetta geti verið áhugavert og af reynslu veit ég að þegar þessar "fréttir" eru búnar þá komi ekkert sérstaklega skemmtilegar auglýsingar þannig að vesalings útvarpsstöðin er líklegast búin að missa mig og græðir ekki meira á mér. Úr því að það þarf að þylja þessar íþróttafréttir af hverju í óskupunum hafa mennirnir þá ekki vit á því að hafa þær framar í fréttatímanum þannig að að maður haldi áfram að hlusta til að heyra eitthvað á eftir þeim?


Ef ég virka ergilegur í þessu bloggi er það annars vegar út af því að ég fann enga skemmtilega útvarpsstöð þegar íþróttafréttavaðlinum lauk en reyndar ekki síður því að ég þurfti að pikka þetta inn 10 sinnum þar sem ég rak mig alltaf í einhvern andsk. takka á lyklaborðinu sem varð til þess að textinn hvarf jafn harðan!

Annars, mikið óskaplega getur verið þreytandi að hlusta á FM!


Friday, March 05, 2004

Var einhvern tíman að lesa


Guð hins smáa, eftir Arundhati Roy
Vil eiginlega bara segja þrennt um hana:
- 1: Hollywood gæti aldrei gert
svona sorglega bíómynd
- 2: Hún var sums staðar asnalega illa þýdd
- 3: Ég ætlaði aldrei að klára að lesa hana og komst ekki almennilega inn í bókina
fyrr en hún var að verða búin!
Var reyndar ekkert að lesa hana akkurat þennan dag en varð að koma einhvers staðar fram

Ætli maður ætti að verða göllóttur?


Tók einhver eftir því að sumarið eða a.m.k. vorið kom í gær? Ég gerði það. Alltaf þegar það kemur vor í skyndingu þá dettur mér í hug lagið hans Bubba um sólargeislann sem hann myndi alltaf hleypa út ef hann ætti hann. Á plötuumslaginu (já þessu sem var 30cm á kant í gamla daga) var útskýring á laginu um að hann hefði samið það á einhverjum björtum fallegum degi þegar honum fannst að það væri komið sumar. Hann hefði farið út að hjóla og hjólað í þessu frábæra veðri bæinn þveran og endilangan þangað til honum var orðið svo kalt að hann var nær dauða en lífi. Einhvern veginn dettur mér þetta frá Bubba alltaf í hug þegar það virðist vera komið vor. En það var bara í dag.

Fékk síðan þá undarlegu flugu í höfuðið (í hádegisskokkinu í góðaveðrinu) að í staðinn fyrir að þurfa að eyða tíma mínum í klippingar einu sinni í mánuði eða svo [það vex sko nokkuð vel á mér ennþá þetta gráa strí] þá gæti ég allt eins farið að dæmi Stebba og bara orðið sköllóttur. Þá þyrfti ég aldrei aftur að eyða tíma mínum í miður skemmtilegar klippingarferðir. Gæti bara rennt sköfunni yfir kollinn eða einhverri rakmaskínu aðra hverja viku eða svo. Þyrfti þá heldur aldrei aftur að þvo mér um hausinn með sjampói (nema kannski þegar fúavarnarefni slettist á hausinn á manni, ekki svo að skilja að það gerist mjög oft en það gæti gerst).

Eftir hádegisskokkið tók ég síðan eftir því að það var eitthvað frekar rólegt að gera á pönkarastofunni í Laugum og skellti mér bara þangað og með því þá er eiginlega hægt að flokka klippingarferðir undir líkamsrækt og aðra vellíðan. Enda kjaftaði klippikonan svo mikið við mig á meðan hún klippti að setan í klipparastólnum gæti með réttu flokkast sem æfing kjálka og tunguvöðva! Veit reyndar ekki hvort það sé einhver þörf á að æfa þá vöðva á mér sérstaklega, jú annars, get þagað stundum út í hið óendanlega.

Leist reyndar ekkert á klippinguna til að byrja með því mér sýndist að konan hefði lesið hugsanir mínar og ætlaði að gera mig algjörlega sköllóttan en það varn ú bara óskhyggja hjá mér. Það er ennþá eitthvað af hári þarna ofan á hausnum á mér.


Thursday, March 04, 2004

En alveg er þetta undarlegt


Bush ætlar að halda tigninni með auglýsingaherferð sem gengur út á myndasýningu af bráðum þriggja ára hryðjuverki sem kostaði 3000 mannslíf á nokkrum mínútum og síðan margfalda þá tölu víðs vegar um heiminn vegna öflugra varnaraðgerða forsetans.

Og ef auglýsingaherferðin dugar ekki til þá treystir hann líklega á öflugan stuðning þegnanna fyrir að setja í stjórnarskrána bann vð því að samkynhneigt fólk fái að giftast hvert öðru!

Ég þekki svo sem ekki marga Bandaríkjamenn en ég get ekki trúað því að það séu til nógu margir aular þarna í USA til að kjósa manninn áfram yfir sig. Fólkið hlýtur að sjá að sér. EF það er eitthvað vit eftir þarna þá held ég að Ástþór Magnússon myndi eiga góðan séns í manninn! Ég veit a.m.k. ekki hvern skrambann ég myndi gera ef ég yrði að velja á milki þeirra tveggja. Reyndar líklega skila auðu.

............ég nennessekki ........




Hmmmm
þetta er ekki gott, ég er að þykjast skrifa einhverja grein um það sem á að heita mínar ær og kýr, a.m.k. í atvinnulegu tilliti og nenni þvi ekki og fer bara að setja Snata inn á bloggið mitt. Veit annars einhver af hverju í ósköpunum Mogginn er farinn að birta Smáfólk án enska textans. Og til að steininn taki nú úr þá hetir Snati ekki Snati í þeirri "íslensku" þýðingu heldur Soopy eða hverngi sem á að skrifa það. Já það er rétt, ég er bæði gamall og vanafastur, a.m.k. á skrýtlur þær sem ólu mig upp á þrítugsaldrinum!

Umhverfisiðnaðarráðherrann okkar


Við erum lánsöm þjóð að hafa þvílíka ríkisstjórn sem við höfum valið okkur. Ég sá hana reyndar bara álengdar slæðukonuna hana Sif í sjónvarpinu í gær, enda var hún í yfirleitt þessum drepleiðinlega þætti þeirra pressukveldi. En ég heyrði eftir henni haft úr þættinum í fréttum í dag um frumvarpið hennar um verndun Mývatns og Laxár að:

ef ásættanleg lausn fyndist fyrir nátturu Laxár að þá yrði lögunum breytt í þá veru eða framkvæmdin miðuð við það.

Þetta er kannski ekki orðrétt en ef hún sagði eitthvað í líkingu við þetta þá er hún búin að segja þarna sé hún umhverfisráðherrann að leggja fram frumvarp sem hún veit að er ekki ásættanlegt frá náttúrverndunar sjónarmiðum! Einhvern veginn hélt ég að hennar hlutverk væri að leggja fram frumvörp sem miðust til að vernda náttúruna og reyna með ráðum og dáð að koma í veg fyrir önnur. En þetta er líklega allt einhver rangur misskilningur hjá mér og líklega misheyrðist mér hvað hún var að segja!

Þetta er auðvitað bilun


Ég held að það megi segja að það sé bilun hvernig bíllinn minn þykist vera bilaður núna. Ja sko fyrir utan það að ég þarf að starta honum svo lengi á morgnanna að flestir nágrannarnir eru löngu vaknaðir og farnir að henda í mig gömlum skóm áður en hann kemst í gang og ég skrönglast í burtu. Ja reyndar kannski dálítlar ýkjur þar sem þeir eru líklega flestir vaknaðir löngu áður og hugsanlega farnir eitthvað sjálfir en hvað um það, þetta hljómaði bara betur svona.

En skryngilega bilununin hún er fáránleg. Það er svona hurðalæsingafjarstýring á bílnum eins og er dálítið móðins núna. Nema það að fjarstýringin mín drífur stutt og hefur alltaf staðið á sér af og til. Meira að segja svo mikið að einu sinni brotnaði hún á skapinu á mér og er síðan þá tjaslað saman með límbandi. En ég tók sem sagt eftir því einhvern tíman í vikunni að hún var farin að verða mun viljugri en áður. Ég var varla búinn að koma við takkann á henni þegar ljósin fóru að blikka og hurðirnar komnar úr lás. Í gær gat ég ekki betur séð en að hurðarófétin færu úr lás áður en ég gerði nokkurn skapaðan hlut nema að nálgast bílinn í sakleysi mínu. Þetta fannst mér frekar undarlegt í alla staði. Þegar ég kom síðan heim úr vinnunni áðan og var að bauka við það að draga út úr bílnum Hagkaupspoka, íþróttatösku fulla af illa þefjandi hlaupagalla og tölvuna þá sá ég að ljósin blikkuðu í sífellu og hurðir læstust og aflæstust sem ákafast. Fjarstýringarófétið hefur sem sagt öðlast sjálfstæðan vilja og leggur hart að sér við æfingar!

Lofaði ég nú guð fyrir að fjarstýringin er sú skammdrægasta norðan Alpafjalla, læsti bílnum, fullvissaði mig um að hann væri ennþá læstur og tók svo til fótanna þangað til ég var kominn í örugga fimm metra fjarlægð.

Já það minnir mig á það. Þegar ég var að leggja af stað í vinnuna í morgun þá sá ég allt í einu að stefnuljósin voru farin að blikka báðum megin í einu. Það er svo sem auðvitað. Fjarstýringin slær ekki slöku við þó ég sé þrælupptekinn við aksturinn heldur hamast á læsingunum eins og ég veit ekki hvað. En ef þú sérð bláan skítugan Ventó með skíðabogum sem eru festir saman með grænu snæri, þá ekki láta þér bregða þó ökumaðurinn virðist vera að skella neyðarljósunum á annað slagið. Það er "ekkert að" það er bara fjarstýringin á sýrutrippi! [er annars nokkuð y í svona sýrutrippi? Ég held að ég hafi aldrei skrifað þetta orð áður, sýrutryppi eða tryppi... nenni ekki að gá í orðabók, kannski getur einhver hestamaður/kona svarað mér, þetta er eflaust sams konar tryppi og hestatrippi.... ]

Wednesday, March 03, 2004

æji


Vaknaði upp með andfælum í nótt.

Eilífar símhringingar fólks utan úr bæ geta verið dálítið þreytandi. Sérstaklega þar sem tilgangur símtalsins er yfirleitt að selja manni einhvern fjárann sem mann vantar ekki neitt og langar ekki neitt í eða þá það er verið að gera einhverja fjárans könnunina.

Yfirleitt er ég mjög fær í að enda þessi símtöl og með andvarpi eins og "nei ekki núna", "nei hef ekki áhuga" eða ef ég hef einhvern örlítinn áhuga: "Vilti ekki senda mér bækling um þetta?".

En í gær var hringt til að gera könnun og ég stóðst ekki mátið þar sem þetta var Tækniskólanemi að gera könnun fyrir Íslenska Fjallaleiðsögumenn. Greip að sjálfsögðu tækifærið og lét uppi allar mína jákvæðar og neikvæðar skoðanir á því annars ágæta fyrirtæki, sem m.a. koma fram í þessari ferðasögu.

Var nú ekki meira að frétta af því fyrr en ég hrökk upp með andfælum löngu áður en ég ætlaði að vakna og þá var undirmeðvitundin búin að segja mér að gúlp, ætli ég hafi átt að þekkja spyrilinn úr Tækniskólanum?! Eiginlega fyndið ef það er raunin!

Tuesday, March 02, 2004

Blog à la Gestur Einar


Þannig að bloggið mitt sem er augljóslega orðið aumingjablogg færist ekki yfir á það voðalega stig "dauðablogg" þá verð ég að bíta á endajaxlinn og blogga eitthvað. Dettur reyndar ekkert annað í hug en alhallærislegasti (en reyndar líka dáltið skemmtilegi) morgunútvarpsmaður Gestur Einar talar um út í eitt, þ.e. veðrið.

Það er alveg undarlegur þessi þáttur hans. Það eru svona sérstakir þættir í útvarpinu sem heita "Veðurfréttir". Þær koma frá Veðurstofunni og þar er þulið upp hvernig veðriði er búið að vera á hinum og þessum bóndabæjum landsins (Hæll, Hóll Vatnskarðshólar og önnur höfuðból) reyndar auk nokkurra kaupstaða. Ég hefði haldið að Veðurstofan sinnti þessu hlutverki sínu alveg ágætlega en það er Gestur Einar ekki svo viss um. Milli klukkan hálfníu og níu á hverjum morgni þegar ég skal hlustsa á hann með öðru eyranum á meðan ég er að átta mig á því að dagurinn verður ekki lengur umflúinn þá skal hann tönlast á því hvernig veðrið er eiginlega alls staðar. Hann byrjar á "sínu" svæði þar sem veðrið er yfirleitt "best" eða svo rosalega vont að það er "verst". Síðan eru það helstu nærsveitir og loks allur heimurinn. Yfirleitt endar hann á að býsnast yfir hitanum sem er alltaf í Færeyjum. Reyndar er hitinn í Færeyjum held ég rannsóknarefni, það hefur bara ekki komið frost þar í allan vetur (heimild: Gestur Einar, morgunútvarp kl. 9:40 alla virka daga ársins).

Síðan þegar Gestur Einar fær til sín viðmælanda þá skal yfirleitt hvert einasta viðtal byrja á kjánalegu spjalli um veðrið. Hann setti síðan eiginlega persónulegt met í gær held ég þegar hann talaði við fréttaritarann í London (sem ég man ekki hvað heitir en er sér kapítuli út af fyrir sig) og umræðuefnið varð veðurlýsingar útvarpsmanna. Þar kom nefnilega í ljós að Gestur Einar heldur að það séu allir eins og hann því hann sagði að það byrjaði ekki nokkur þáttur í útvarpinu öðru vísi en að það væri fjallað um veðrið! Gestur, það er þátturinn þinn sem byrjar þannig ekki aðrir.

En síðan verðir líka að koma fram að þessi þáttur hans Gests er sá yndislegasti hallærislegasti þáttur sem heyrist í útvarpinu og það er ekkert betra til að komast til meðvitundar á morgnanna og fara að takast á við nýjan dag. Og líka, það er hægt að gera grín að þættinum alveg út í eitt og hneikslast á því hvað hann er hallærislegur.

En það sem ég ætlaði að segja um veðrið: Hvaðan kemur öll þessi skelvilega rigning, af hverju má ég ekki komast á skíði eins og almennilegum Íslendingi sæmir hér á Íslandi? - snökkkt snökkkkkkt :(