Wednesday, September 17, 2003

Stafaruggl
Það er einhver undarlegur rúmor sem gengur núna um netið a.m.k. í tölvupósti sem ég hef fengið og á bloggsíðum að það sé óþarfi að hafa stafina í réttri röð. Það sé nóg að hafa bara fyrsa og síðasta stafinn í hverju orði á réttum stað en hinir megi bara vera þar sem þeim sýnist þar á milli. Sýndist reyndar þegar ég sá enskan texta að þetta ætti betur við um enskuna en íslenskan aðeins flóknari. Sko textinn:

But did yiu konw taht aoccdrnig to a rscheearch at an Elingsh uinervtisy, it deosn''t mttaer in waht oredr the ltteers in a wrod are, the olny iprmoetnt tihng is taht frist and lsat ltteer is at the rghit pclae. The rset can be a toatl mses and you can sitll raed it wouthit porbelm. Tihs is bcuseae we do not raed ervey lteter by it slef but the wrod as a wlohe.



Er ekkert mjög erfiður en setningin:


Bbsssnuaaateelðjrar vrou rnkaer hiem á Bðssstaaei um kiövldð?



Gæti verið erfiðari. Sá sem segir mér hvað Bbsssnuaaateelðjrar er fær annað hvort karmelu eða rauðvín í verðlaun......

No comments: