Að fara til Tannsa
Veiiiiijjjj átti tíma hjá tannlækninum mínum í morgun og það var engin hola .... Jibbíí
Fékk annars þessa undarlegu hugdettu. Þar sem Jón Biergir er eldri en ég, ætli hann endist þá sem minn tannlæknir þangað til ég verð tannlaus eða ætli ég þurfi að fá mér nýjan. Þetta gæti orðið spennandi kapphlaup. Hann ennþá við hestaheilsu og ég loksins búinn að ná tökum á að bursta í mér tönnurnar. Hef að minnsta kosti aldrei áður fengið jafn mikið hrós fyrir hreinar tennur. Síðast þegar tannburstun bar á góma hjá tannsa þá var ég skammaður fyrir að bursta of fast Ég sem get látið tannburstann minn endast í hálfan mannsaldur!
No comments:
Post a Comment