Já gleymdi næstum að blogga um partý helgarinnar
Sem má að sjálfsögðu ekki gera því þetta voru hvílík tíðindi að eiginlega skil ég ekki í af hverju fréttastofur voru ekki mættar. Ég vinn nefnilega með svona brjáluðum partýdýrum að ég held sveimérþá að það sé næstum því partý á hverju ári hjá þeim hluta vinnunnar sem ég tilheyri. Sem betur fer tekst mér reyndar að snýkja mér einhver önnur partý svona inn á milli.
Þetta var reyndar stutt gaman og að hluta skemmtilegt en byrjaði með einhverjum þeim almestu ósköpum sem ég hef lent í. Hélt að ég væri afturganga í gömllu Júrósvisjónpartýi því það þurfti að byrja að horfa á Idol keppnina. Hvíkík óskapar hörmung. Má ég þá frekar biðja um stillimyndina. Mikið svakalega er ég annars heppinn að vera ekki með áskrift að þessari stöð dvö!
Síðan snarrættist úr þessu þegar slökkt var á þættinum og Sköllótti strákurinn fór að stjórna grægjunum og útdeilt var eplasnaffs í langabaner. Þurfti síðan að fara um leið og þetta var að byrja að vera skemmtilegt því Ragga kom og sótti mig í mína stórgóðu smalaóveðursferð á Snæfellsnesið.
En það ætti að gera meira af þessu partýdóti. Kannski ætti maður að halda eins og eitt sjálfur því það er auðvitað við mann sjálfan að sakast ekkert síður en alla hina sem nenna ekki að halda partý.
No comments:
Post a Comment