Tuesday, September 09, 2003

Mikil eru völd Landsvirkjunar
Mikið væri það nú gaman ef þeir sem vilja fara sér aðeins hægar í að skemma náttúru landsins hefðu eitthvað af þessum völdum Landsvirkjunar.

Þegar Landsvirkjun fær vilja sínum ekki framgengt þá taka þeir sig bara til og ætla að láta breyta svæðisskipulagi. Og það sem er verst er að ég á ekki von á öðru en að það gangi fyrir sig eins og næstum allt sem það ágæta fyrirtæki tekur sér fyrir hendur. Þeir taka ákvörðun um að gera eitthvað og fraukurnar í ríkisstjórninni sem ráða þessu er að sjálfsögðu sammála þeim. Nú aðgerðin er auglýst eins og lög gera ráð fyrir. Eitthvað "lið" í þeirra augum fær að mótmæla eins og því sýnist en svo er að sjálfsögðu tekin sú ákvörðun sem löngu var búið að taka!

Þetta er víst líka kallað lýðræði.

No comments: