Wednesday, September 03, 2003

Innbrotsþjófi er þökkuð snyrtimennskan um leið og hann er beðinn afsökunar
Rummungunum sem brutust inn í bílinn minn s.l. nótt er þökkuð alveg sérstök einstök snyrtimennska en eins og sjá má á þessum myndum hér og hér. Ég verð síðan að koma auðmjúklegri afsökunarbeiðni á framfæri vegna þess hve fátæklega bíllinn var búinn. Engar almennilegar grægjur í honum og ekkert fémætt til að taka og breyta í péninga. Reyndar þá reyndi ég að hafa þarna eitthvað með að skilja eftir lítinn handsjónauka í bílnum en hann var víst ekki nógu fínn fyrir delana og skildu þeir hann bara eftir.

Það eina sem ég hef út á þessa elskulegu óvni mína að setja er að þeir skuli ekki hafa halað rúðuna upp aftur þar sem að hefði auðveldlega getað ringt inn í bílinn og það hefði að sjálfsögðu verið frekar leiðinlegt.

En þetta kennir mér kannski að leggja ekki bílnum svona alveg í hvarfi frá húsunum sem eru þarna í kring. Það var sko ekki brotist inn í hina bílana sem voru þarna líka. Nema ég sé kominn á einhvern svartan lista hjá rummungum Reykjavíkur. Vona ekki!

No comments: