Best að blogga smá þannig að það haldi ekki allir að maður sé kominn til Hogwarts í raun og veru
Nei ég bara segi sona.
Fór með fullt af fólki í smalamennsku um helgina austur á Snæfellsnes. Fyrsta má nefna Röggu og svo Þórhildi og svo Ragnhildi og svo Kristján. Síðan kom auðvitað Sigþór og Villi fór með honum. Þetta var allt voða gaman og fullt af rolluskjátum sem var smalað í hávaðaroki. Sönnunargagnið er t.d. hér.
Var annars í heildina alveg hræðilegt rok en samt bara gaman. Það var svo mikið rok að ég hélt að ég væri að fjúka nokkrum sinnum. Áttum í mesta basli með að komast inn og út úr Einbúanum sem við gistum í.
Það voru þarna síðan fastir liðir eins og venjulega. Læir og hryggur hjá Lalla og súpukjöt hjá foreldrum Sigþórs. Ég meina, úr því að maður er að smala þessu þá verður maður að smakka líka.
Sit núna í rólegheitunum og hlusta hugfanginn á fyrsta Madonnudiskinn minn sem ég eignast. Fjárfesti í honum áðan á amrískum dögum í Hakaup..... nei þetta hljómar nú ekki sérlega spennandi, ætti kannski að fara að hætta að blogga þangað til ég finn eitthvað krassandi að blogga
um.
PS
Þessi Madonnudiskur rokkar alveg rosalega. Þetta er ekki bara fyrsti Madonnudiskurinn sem ég eignast heldur fyrsti Madonnudiskurinn sem ég hefði átt að eignast líka (eða LP) en það hefði bara átt að gerast fyrir svona tæpum 20 árum. Hann kom nebblega út 1984 sýnist mér og takturinn var hvílíkur að það hálfa væri nóg. Rifjuðust upp gamlar stundir úr Undirheimum í FB og einhverjum undarlegum skemmtistöðum frá þeim tíma! Já svona er maður orðinn gamall!
No comments:
Post a Comment