Monday, September 01, 2003

Góðar fréttir frá Kárahnúkum
Það er víst rífandi gangur í framkvæmdum á Kárahnúkasvæðinu og uppbygging vinnubúða er að fara fram úr björtustu vonum. Það er nú þegar búið að reisa meira en 60 af þeim 122 einstaklingsstokkum sem átti að vera búið að gera ekki nema fyrir svona einum mánuði. Og það er búið að lofa hátíðlega að þeir verði allir tilbúnir ekki seinna en á morgun, ja nema svona 20 held ég að ég hafi verið að heyra í fréttunum.

Ég skil þetta nú reyndar ekki alveg. Þetta er framkvæmd upp á 100 þúsund milljónir og hver vinnuskápur kostar svona kannski hálfa. Finnst að það hefði nú átt að vera hægur vandi að koma þessu dóti upp þarna.

Vona bara þeirra vegna að það verði almennilegt veður hjá þeim á fjöllunum í vetur. Þegar ég var þarna í júlí kom bara allt í einu slydda svona upp úr þurru!

No comments: