Mér líst ekkert lengur á þessa þingmenn okkar
Á seinasta þingi varð einn að hætta af því að hann var búinn að stinga svo miklu undan fyrir sjálfan sig og sína vini. Situr hann á Kvíabryggju.
Fyrir örfáum mánuðum var einn kosinn sem búið var að dæma fyrir kvótasvindl og alls kyns skattalagbrot. Hann er víst í grjótinu núna. Var víst líka að koma í ljós að hann er með alls konar smáafbrot, umferðalagabrot og þess háttar á sinni sakaskrá þannig að hann þarf kannski að vera eitthvað lengur inni. Það er svo sem ekkert slæmt því varaþingmaðurinn fyrir hann er örugglega ágætur.
Nú síðan var einn stuttbuxnastrákurinn sem nái kosningu með glæsibrag eitthvað að keyra svona verulega þunnur skilst mér. Já greyið, það er auðvtiað alls ekki hans skök en líklega bara mjög gott innlegg í hans baráttu fyrir að léttvín og bjór verði seldur í matvörubúðum. Hann ætti kannski frekar að berjast fyrir því að úrval þynkumeðala yrði aukið eða kannski það sem hefði getað bjargað honum að svona áfengismælingarblöðrur væru settar í hvern bíl.
Ég verð eiginlega að segja að mér finnst að Alþingi hafi sett niður og það all verulega. Þetta er fólk sem ég efast um að gæti t.d. fengið vinnu þar sem ég vinn!
Heyrði annars einhvers staðar að það ætti að fara að eyða einhverjum peningum í að byggja nýtt fangelsi. Það væri kannski bara nóg að setja rimla i þinghúsið?!
No comments:
Post a Comment