Wednesday, September 03, 2003

Schwarzenegger er frábær
Segir að sitt helsta átrúnaðargoð í pólitík og áhrifavaldur hafi verið Nixon rétt í þann mund sem Nixon þurfti að segja af sér. Þorir ekki í kappræður í sjónvarpi nema að fá allar spurningarnar fyrirfram (svona eins og var á Íslandi fyrir 30 árum skilst mér) og biðst afsökunar á því að hafa sagst verið að dópa og stundað meira kynlíf en meðalmaðurinn. Skil bara ekki hvort hann er að biðjast afsökunar á að hafa sagt þetta og þá gengið fram af einhverjum hugsanlegum kjósendum eða hvort hann sé að biðjast afsökunar á að hafa verið að skrökva þegar hann sagði þetta.

Held að tortímandinn ætti bara að halda sig við hvíta tjaldið!

No comments: