Monday, September 08, 2003

Þegar Raggi fór á völlinn
Það verður eiginlega að blogga aðeins um það þegar skrákurinn fór á fótboltaleikinn sinn í fyrsta skipti í heil 20 ár, ef ekki 25 ár!

Í þá gamla daga var þetta aðeins öðruvísi. Bara stúka öðrum megin við völlinn en við litlu skrákarnir að sjálfsövðu bara geymdir í "stæði". Reyndar var aðal sportið að reyna að svindla sér inn í stúkuna en það tókst mér nú reyndar aldrei þrátt fyrir ótrúlega kjánalega tilburði sem fólust helst að hanga í frakkalafinu á einhverjum köddlum og þykjast vera eitthvað skyldir þeim.

Síðan fór leikurinn að hefjast. Allt í einu átti maðru að standa upp af því að það var farið að spila þjóðsöngva. Í gamla daga þurfti maður nú ekki að vera að vesenast svoleis þar sem stæðisaularnir máttu standa allan tímann. Jæja gott að komast að því eftir 20 ár að hluta af tímanum þurftu stúkudýrin líka að standa!

Mér fannst reyndar ekki mikið til þessa þjóðsöngsgaulsa koma. Þetta var bara einhver hallæristenór að syngja í hátalarakerfinu. Öðru vísi mér hér áður brá þegar lúrðasveit arkaðu um völlinn með berleggjaða gellu í broddi fylkingar sem sveiflaði sprota í gríð og erg.

Leikurinn var síðan náttlega bara eins og þeir vita sem vilja vita. Svona verið að sparka boltanum og reyna að koma honum í markið sem gekk náttúrlega ekki neitt. Datt reyndar í hug að það mætti kannski reyna að auka eitthvað fjölbreyttnina í leiknum með að hafa tvo bolta inná í einu. Er nokkurn veginn viss um að þeim hefði þá tekist að skora eitthvað. Reyndar þá sýndist mér að völlurinn væri orðinn mun grænni en í gamladaga þegar hann var eiginlega eitt moldarflag meirogminna og jú líklega hefur fóboltinn eitthvað batnað líka. Reyndar var íslenski þjálfarinn í liðinu þegar ég fór síðast og pabbi fyrirliðans var það líka.

No comments: