Kannski er manni farið að förlast
Fór alveg svakalangan skokkhring í hádeginu. Alveg heila 5 km og meirasegja aðeins meira af því að ég rugglaðist smá.
Miðaði við að ef ég næði þessu á 30 mín þá væri það sko alveg frábært að geta hlaupið hvern km á 5 mínútum. Kepptist við eða það fannst mér! Nei annars fór þetta nú bara á mínum hraða. Síðan þegar ég var að vera búinn með hringinn [annars ótrúlegt hvað þessi staðlaði 5 km hringur er leiðinlegur, liggur aðallega einhver staðar uppi á Suðurlandsbraut og úti í Glæsibæ en eiginlega minnst niðri í Laugardalnum sjálfum sem miklu flottari] þá sá ég mér til mikillar gleði að ég myndi ná þessu á innan við hálftímanum.
Fór svo að skoða kortið eitthvað betur eftirá og skildi þá ekkert í því að þeir kalla 6km hringinn hálftímahring en fattaði þá allt í einu æ-æ fimmsinnumfimm er víst bara tuttuguogfimm og ég ennþá jafn lélegur hlaupari og alltaf.
Minnti mig annars á þegar ég ætlaði að synda 800 metra og fannst ég svakalega duglegur alveg þangað til ég fattaði að laugin var bara 25 metrar en ekki 50 metrar!
No comments:
Post a Comment