Að koma heim frá Köben og allt í ískápnum orðið ónýtt
Já frekar óyndislegt. Gaf góða ástæðu til að smakka viskíið sem ég keypti í tollinum. Nei smakkaði bara smá, bara svona rétt yfir botninn í glasinu.
En ég sem sagt kom heim rétt áðan frá Köben frá Stuðmannatónleikunum með öllum hinum Íslendingunum. Það hafa oft verið margir íslendingar í Köben en ég held aldrei eins og um síðustu helgi. Borðaði á Herefor fyrir tónleikana og ég held að svona 70% af matargestunum hafi verið mörlandar. EF maður rakst óvart utan í einhvern eða eitthvað svona þá sagði maður ekkert unskuld eða sorry heldur bara fyrirgerðu og afsakið! Innrás Íslendinganna var ótrúleg.
Síðan voru tónleikarnir mega frábærir. Komst reyndar ekki á seinni hlutann í Illum þar sem ég var ekki kominn með miða áður en þeir kláruðust allir en ég verð að lifa við það. Var gott stuð líka á tónleikunum sjálfum þó hitt hafi eflaust verið æðislegt líka.
En alveg mega frábær ferð. Var meira og minna á hjóli alla helgina [takk alveg æðislega Halla og Tom]. Svaf í danskri íbúð sem samnýtir eina sturtu með 20 öðrum íbúðum. Bæði dálítið spes og fábært í senn.
Fór í svakafínan mat til Ragnheiðar og Matta á föstudagskvöldinu og í ekki síðri morgunmat á hverjum degi hjá Höllu og Tom.
Fór á línuskauta ogdatt bara einu sinni en reif bara lítið gat á buxurnar mínar. Sólbað á ströndinni og alles. Lét mig detta niður úr turninum í Tívolí en varð þar eiginlega fyrir mestum vonbrigðum að þurfa að taka af mér gleruaugun og hafa þá eiginlega ekkert séð almennilega hvert ég var að detta. Fannst reyndar eiginlega mikið meira gaman í rússíbananum samt.
Ragga, takk fyrir æðislega!
Vona núna bara að ég fái ekki matareitrun útaf sniglunun sem afþýddust í helvískum ískápnum og ég tímdi ekki að henda og ætla að elda bara núna strax í náttverð.
Ef ég lifi sniglana af þá koma myndir úr ferðinni á fotologgið en líkleega ekki fyrr en á morgun.
En já annars, þetta með ísskápinn. Uppþvottavélin og ísskápurinn eru sko saman á rafmagnsgrein og algjörir óvinir þannig að ef bæði eru að derra sig í einu þá á rafmagnið það til að sla út. Þrautalendingin verður þá oft sú að taka ísskápinn úr sambandi og það gerði ég sem sagt rétt áður en ég fór út í Köben. Annars þá tímdi ég ekki að henda öllu úr honum en þetta varð svona eiginlega mjög öflut tiltekt hjá mér.
No comments:
Post a Comment