Tuesday, September 30, 2003

Blogg :-(
Ég veit ekki hvort ég geri nokkurn skapaðan hlut rétt eða hvort ég sé yfirhöfuð að gera réttu hlutina.

Kannski ætti ég að gera smá pásu á blogginu mínu . . . . . . . . . . . .


Af bændaglímugolfrmótinu
Það stendur sko yfir villt áróðursstríð í vinnunni hjá mér út af gólfmóti!

Þessi hér fer fyrir öðru liðinu, hitt liðið kallast Fríða og dýrin.

Monday, September 29, 2003

Hvers vegna drap hún systur sína?
Þetta er ekta sálfræði próf sem byrjar svona:

Það var einu sinni kona sem var í jarðaför móður sinnar.

Í jarðaförinni hitti hún mann sem hún hafði ekki séð áður. Þessi maður var svo fallegur að konan hafði aldrei séð annað eins. Hún hélt ekki vatni yfir þessum drauma prins og varð ástfangin upp fyrir haus. Hún komst þó aldrei í það að fá hjá honum símanúmerið vegna anna í jarðaförinni. Nokkrum dögum seinna drap konan systur sína.

Spurningin er: Hvers vegna drap hún systur sína?


Ég set inn svar og útskýringar á morgun en fram að þeim tíma má koma með gæfuleg svör í skilaboðakerfinu.

PS
Þeir sem hafa svarað þessu áður eiga ekki að sýna hvað þeir eru ferlega gáfaðir!


Lítill strákur
Það var einu sinni lítill strákur sem fékk þúsundkall í jólagjöf sem voru alveg rosalega miklir peningar fyrir lítinn strák. Strákurinn hugsaði um allt sem hann gæti keypt fyrir þúsundkallinn en ákvað að byrja á að fá sér flotta leikfangabílinn sem hann hafði langað til í langan tíma.

Og strákurinn fór í leikfangabúðina til að kaupa bílinn. Hann tók bílinn úr hillunni en gleymdi að skoða hvað hann kostaði. Síðan þegar hann kom að búðarborðinu og komst að því að bílinn kostaði eiginlega allan þúsundkallinn þá varð strákurinn alveg miður sín en hélt að hann gæti ekki skilað bílnum af því að hann var kominn með hann að búðarborðinu.

Þegar strákurinn kom heim til sín var hann eiginlega hágrátandi og sagði mömmu sinni frá því að bíllinn hefði kostað alla peningana hans og núna gæti hann ekki keypst sér neitt af öllu þessu hinu sem hann ætlaði að kaupa sér.

Mamma hans varð foxill og sagði honum að hann þyrfti aldrei að fá sér neitt sem hann vildi ekki fá sér og hann gæti alltaf skilað því sem hann væri ekki búinn að kaupa. Síðan hefur strákurinn ekki keypt sér neitt sem hann vildi ekki fá sér.

Sunday, September 28, 2003

hmmmmm
The Potion Maker
eiraggibium is an opaque, soapy black liquid extracted from the sap of a stunted oak.
Mix with eiraggi! Username:
Yet another fun meme brought to you by rfreebern

Ég segi nú bara eins og Stína, þetta hlaut að vera svart, þetta er nú ekki alvitlaust.
Prófa nú að blanda eiraggibium við hennar kristivium
The Potion Maker
eiraggibium is an opaque, soapy black liquid extracted from the sap of a stunted oak.
kristivium is an opaque, thin red liquid extracted from the eyeballs of a doppelganger.
Mixing eiraggibium with kristivium causes a violent chemical reaction, producing an opaque black potion which gives the user protection from electric shocks.
Yet another fun meme brought to you by rfreebern

Vá, ég fæ að ráða litnum en eins og einhverjum gat dottið í hug þá er útkoman stórhættuleg!

Og svo við Röggu
The Potion Maker
eiraggibium is an opaque, soapy black liquid extracted from the sap of a stunted oak.
rakreillium is a milky, pasty black gel drawn from the pollen of a burning bush.
Mixing eiraggibium with rakreillium causes a violent chemical reaction, producing a milky sky blue potion which gives the user protection from death.
Yet another fun meme brought to you by rfreebern

Hmmmm hvað fólki getur nú ekki dottið í hug, það er nú ekki margt held ég!
The Potion Maker
eiraggibium is an opaque, soapy black liquid extracted from the sap of a stunted oak.
Mix with eiraggi! Username:
Yet another fun meme brought to you by rfreebern



Ég vona að ég sé ekki svona mikill auli

Ég var verkfræðingur áður en ég fór að vinna við markaðssetningu svo ég kom með fáeinar tillögur um netverkshönnunina þína.Losaðu þig við þetta "Cisco" dinglumdangl, hvað sem það nú er, og skelltu þessu í valslöngvu úr innlendu timbri.Er langt síðan þú skiptir um starf?

-Ég er að minnsta kosti búinn að koma mér upp góðum samskiptahæfileikum, lúðulakinn þinn.

En þá ætti ég kannski að gerast sköllóttur og skella mér svo í markaðsmálin!

Friday, September 26, 2003

Hljóðskilaboð um farsíma slá í gegn í Bandaríkjunum
Ja, mikill er nú máttur tækninnar! Í henni Amríku er víst búið að finna upp síma sem hægt er tala í!

Ég velti fyrir mér hvað komi næst. Kannski munu þeir finna upp blýanta sem hægt er að skrifa með á svona þunnt efni sem unnið er úr trjám.....
Þegar fólk kann ekki að leita á internetinu!!!

Einhver ætlaði að finna mynd af Kofi Annan og sló inn leitarstrenginn picture of kaffi annan.

Sá/sú fann nú líklega ekki margar myndir af framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna en fékk töluvert af vefsíðum íslenskra kaffifríka.

Og t.d. var það sem kom fram á fyrstu síðunni sem finnst þarna:


I keep a picture of Mypenis ... 1/2 bolli kakó 1 egg vanilludropar heitt kaffi Meðhöndlun: BOTNARNIR ... Botnarnir eru síðan settir ofan á hvern annan og kremið ...


Alveg sérstaklega áhugavert verð ég að segja! Sérstaklega þetta með botnana sem eru settir hvor ofan á annan og svo hvernig Mypenis kemur inn í þetta sem ég reyndar fatta ekki alveg en það er allt í lagi þar sem þetta er greinilega ákaflega merkilegt allt saman!

En af hverju viðkomandi þvældist inn á síðuna mína sem kom þarna svona....


Sona laggalegt blogg - ... En hvað um það, kaffi er gott. ... caught up in the details and miss the bigger picture ..... ... Svo hann hringir í annan prest, tilkynnir veikindin, nær svo ...

Skil ég ekkert í
Föstudagsgrín dagsins kemur frá Davíð


Jói og Siggi, sáu að þeir voru komnir á endastöð í lífinu og ákváðu að fara í skóla til að komast eitthvað áfram. Þeir byrja á því að fara til námsráðgjafa og Jói fer inn fyrstur. Námsráðgjafinn ráðleggur Jóa að taka stærðfræði, sögu og rökfræði.

"Hvað er rökfræði?" spyr Jói.

Námsráðgjafinn svarar: "Leyfðu mér að koma með dæmi. Áttu sláttuvél?"

"Hana á ég," svarar Jói.

"Þá geri ég ráð fyrir; og nota rökfræði, að þú eigir garð," svarar námsráðgjafinn.

"Mjög gott," segir Jói hrifinn.

Námsráðgjafinn hélt áfram, "rökfræðin segir mér líka, að fyrst þú átt garð, þá áttu líka hús."

Yfir sig hrifinn hrópar Jói: "FRÁBÆRT!"

"Og fyrst þú átt hús, þá má jafnvel giska á að þú eigir konu."

"Hana Mæju! Þetta er ótrúlegt!"

"Og að lokum, fyrst þú átt konu, þá er rökrétt að gera ráð fyrir að þú sért gagnkynhneigður," segir námsráðgjafinn.

"Það er alveg hárrétt! Þetta er það magnaðasta sem ég hef nokkurn tíma heyrt! Ég get ekki beðið eftir að byrja í rökfræði."

Að því búnu fer Jói fram þar sem Siggi bíður ennþá.

"Hvaða fög tekurðu?" spyr Siggi.

"Stærðfræði, sögu og rökfræði," svarar Jói.

"Hvað í veröldinni er rökfræði?" spyr Siggi.

"Leyfðu mér að koma með dæmi. Áttu sláttuvél?" spyr Jói.

"Nei."

"Þú ert hommi er það ekki?"

Það er orðið skammt stórra högga á milli hjá manni
Í gær var ég bara heimsfrægur í Brasilíu en í dag er ég víst líka orðinn heimsfrægur á Íslandi! Hmm ég er nú reyndar bara á blasíu 34 þarna en það er náttúrulega ekki hægt að komast á forsíðu á íslensku stórblaði í fyrstu atrenu... eða þannig!

Já, það er ekki slæmt að hafa öflugan umboðsmann!

Wednesday, September 24, 2003

Fékk póst frá Brasilíu áðan
Sem er svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir að þetta var sko ekki email heldur dagblað í svona bréfapakkapósti með umfjöllunum myndirnar mínar á fotologginu. Ja kannski ekki allt um myndirnar mínar en það voru að minnsta kosti þær sem voru notaðar þarna. Ef þú ert á leiðinni til Brasilíu þá tvennt. Bið að heilsa Coru og ef þú lendir í vandræðum, nefndu þá bara nafnið mitt og þá hlýtur þetta að bjargast allt saman!
Að fara til Tannsa
Veiiiiijjjj átti tíma hjá tannlækninum mínum í morgun og það var engin hola .... Jibbíí

Fékk annars þessa undarlegu hugdettu. Þar sem Jón Biergir er eldri en ég, ætli hann endist þá sem minn tannlæknir þangað til ég verð tannlaus eða ætli ég þurfi að fá mér nýjan. Þetta gæti orðið spennandi kapphlaup. Hann ennþá við hestaheilsu og ég loksins búinn að ná tökum á að bursta í mér tönnurnar. Hef að minnsta kosti aldrei áður fengið jafn mikið hrós fyrir hreinar tennur. Síðast þegar tannburstun bar á góma hjá tannsa þá var ég skammaður fyrir að bursta of fast Ég sem get látið tannburstann minn endast í hálfan mannsaldur!

Tuesday, September 23, 2003

Já gleymdi næstum að blogga um partý helgarinnar
Sem má að sjálfsögðu ekki gera því þetta voru hvílík tíðindi að eiginlega skil ég ekki í af hverju fréttastofur voru ekki mættar. Ég vinn nefnilega með svona brjáluðum partýdýrum að ég held sveimérþá að það sé næstum því partý á hverju ári hjá þeim hluta vinnunnar sem ég tilheyri. Sem betur fer tekst mér reyndar að snýkja mér einhver önnur partý svona inn á milli.

Þetta var reyndar stutt gaman og að hluta skemmtilegt en byrjaði með einhverjum þeim almestu ósköpum sem ég hef lent í. Hélt að ég væri afturganga í gömllu Júrósvisjónpartýi því það þurfti að byrja að horfa á Idol keppnina. Hvíkík óskapar hörmung. Má ég þá frekar biðja um stillimyndina. Mikið svakalega er ég annars heppinn að vera ekki með áskrift að þessari stöð dvö!

Síðan snarrættist úr þessu þegar slökkt var á þættinum og Sköllótti strákurinn fór að stjórna grægjunum og útdeilt var eplasnaffs í langabaner. Þurfti síðan að fara um leið og þetta var að byrja að vera skemmtilegt því Ragga kom og sótti mig í mína stórgóðu smalaóveðursferð á Snæfellsnesið.

En það ætti að gera meira af þessu partýdóti. Kannski ætti maður að halda eins og eitt sjálfur því það er auðvitað við mann sjálfan að sakast ekkert síður en alla hina sem nenna ekki að halda partý.
Ég er sérstaklega ánægður með dverganafnið mitt

Miðað við Rauðskinnu Westmarks þá myndi ég heita Prancing Longbeard í Miðgarði.

En sem álfur mætti ég velja úr nöfnunum: Pelladring og Pelladringion.

Sem Hobbiti væri ég Freddy Bracegirdle from Buckland

en sem dvergur væri ég sko Thrór Songbow og er ég að hugsa um að ganga undir því nafni þangað til ég ákveð eitthvað annað, sem gæti orðið eftir svona 300 ár, enda lifa dvergar held ég nokkurn veginn að eilífu eða að minnsta kosti ákaflega lengi á mælikvarða okkar bráðdauðlegra vera.

Ef ég væri svo óheppinn að vera orki þá væri ég hins vegar Gromuk the Testy, sem mér líst auðvitað ekkert á enda held ég að það sé ekkert gaman að vera slík skepna.

En þetta er annars allt að finna hérna: The Middle-earth Name Generator
Best að blogga smá þannig að það haldi ekki allir að maður sé kominn til Hogwarts í raun og veru
Nei ég bara segi sona.

Fór með fullt af fólki í smalamennsku um helgina austur á Snæfellsnes. Fyrsta má nefna Röggu og svo Þórhildi og svo Ragnhildi og svo Kristján. Síðan kom auðvitað Sigþór og Villi fór með honum. Þetta var allt voða gaman og fullt af rolluskjátum sem var smalað í hávaðaroki. Sönnunargagnið er t.d. hér.

Var annars í heildina alveg hræðilegt rok en samt bara gaman. Það var svo mikið rok að ég hélt að ég væri að fjúka nokkrum sinnum. Áttum í mesta basli með að komast inn og út úr Einbúanum sem við gistum í.

Það voru þarna síðan fastir liðir eins og venjulega. Læir og hryggur hjá Lalla og súpukjöt hjá foreldrum Sigþórs. Ég meina, úr því að maður er að smala þessu þá verður maður að smakka líka.

Sit núna í rólegheitunum og hlusta hugfanginn á fyrsta Madonnudiskinn minn sem ég eignast. Fjárfesti í honum áðan á amrískum dögum í Hakaup..... nei þetta hljómar nú ekki sérlega spennandi, ætti kannski að fara að hætta að blogga þangað til ég finn eitthvað krassandi að blogga
um.

PS
Þessi Madonnudiskur rokkar alveg rosalega. Þetta er ekki bara fyrsti Madonnudiskurinn sem ég eignast heldur fyrsti Madonnudiskurinn sem ég hefði átt að eignast líka (eða LP) en það hefði bara átt að gerast fyrir svona tæpum 20 árum. Hann kom nebblega út 1984 sýnist mér og takturinn var hvílíkur að það hálfa væri nóg. Rifjuðust upp gamlar stundir úr Undirheimum í FB og einhverjum undarlegum skemmtistöðum frá þeim tíma! Já svona er maður orðinn gamall!

Monday, September 22, 2003

Hvar er brautarpallur níouogþrírfjórðu??
i'm in gryffindor!

be sorted @ nimbo.net

Thursday, September 18, 2003

Kannski er manni farið að förlast
Fór alveg svakalangan skokkhring í hádeginu. Alveg heila 5 km og meirasegja aðeins meira af því að ég rugglaðist smá.

Miðaði við að ef ég næði þessu á 30 mín þá væri það sko alveg frábært að geta hlaupið hvern km á 5 mínútum. Kepptist við eða það fannst mér! Nei annars fór þetta nú bara á mínum hraða. Síðan þegar ég var að vera búinn með hringinn [annars ótrúlegt hvað þessi staðlaði 5 km hringur er leiðinlegur, liggur aðallega einhver staðar uppi á Suðurlandsbraut og úti í Glæsibæ en eiginlega minnst niðri í Laugardalnum sjálfum sem miklu flottari] þá sá ég mér til mikillar gleði að ég myndi ná þessu á innan við hálftímanum.

Fór svo að skoða kortið eitthvað betur eftirá og skildi þá ekkert í því að þeir kalla 6km hringinn hálftímahring en fattaði þá allt í einu æ-æ fimmsinnumfimm er víst bara tuttuguogfimm og ég ennþá jafn lélegur hlaupari og alltaf.

Minnti mig annars á þegar ég ætlaði að synda 800 metra og fannst ég svakalega duglegur alveg þangað til ég fattaði að laugin var bara 25 metrar en ekki 50 metrar!

Wednesday, September 17, 2003

Skil nú ekki alveg hvernig ég fór að þessu en kannski er þetta bara satt!
You are historical fiction!
What fiction genre are you?

brought to you by Quizilla
Stuðmannatónleikarnir
Auðvitað algjört æði!

Smá vangavelta
Kemur okkur þetta eitthvað við?


A: Kaupa jarðgöng og stíflu
Íslenskt fyrirtæki kaupir jarðgöng og stíflugerð af ítölsku verktakafyrirtæki . . .

B: Kaupa stálgrindarbragga
Ítalska verktakafyrirtækið kemur með einhvern mannskap til landsins til að vinna verkið einhverjir svona kaddlar sem eru vanir að bora jarðgöng og reisa stíflur annars staðar í þriðja heiminum og ákveður af rausnarskap sínum að kaupa stálgrindarbragga fyrir kaddlana sína til að sofa í . . .

C: Það koma einhverjir kaddlar til að setja upp stálgrindarbragga
Nú stálgrindarbraggarnir koma ósamsettir og fyrirtækið sem selur braggana kemur auðvitað með sína kaddla til að setja þá upp . . .

Hvurn þremilinn kemur það þá okkur við hvaða laun þessir kaddlar fá borguð? Þetta eru ítalir að kaupa ítalska bragga og það er uppsetning innifalin. Er mjög trúlegt að t.d. uppsetningarkaddlar frá Marel sem ferðast út um heiminn til að setja upp vogir frá Marel hér og þar í heimunum þurfi endilega að fá greidd laun í samræmi við það sem tíðkast í þeim löndum sem þeir eru að vinna í þá stundina. Einhvern veginn held ég ekki.

Fólk verður bara að fara að átta sig á því að ef það er tekið í rassgatið þá er það tekið í rassgatið!
Stafaruggl
Það er einhver undarlegur rúmor sem gengur núna um netið a.m.k. í tölvupósti sem ég hef fengið og á bloggsíðum að það sé óþarfi að hafa stafina í réttri röð. Það sé nóg að hafa bara fyrsa og síðasta stafinn í hverju orði á réttum stað en hinir megi bara vera þar sem þeim sýnist þar á milli. Sýndist reyndar þegar ég sá enskan texta að þetta ætti betur við um enskuna en íslenskan aðeins flóknari. Sko textinn:

But did yiu konw taht aoccdrnig to a rscheearch at an Elingsh uinervtisy, it deosn''t mttaer in waht oredr the ltteers in a wrod are, the olny iprmoetnt tihng is taht frist and lsat ltteer is at the rghit pclae. The rset can be a toatl mses and you can sitll raed it wouthit porbelm. Tihs is bcuseae we do not raed ervey lteter by it slef but the wrod as a wlohe.



Er ekkert mjög erfiður en setningin:


Bbsssnuaaateelðjrar vrou rnkaer hiem á Bðssstaaei um kiövldð?



Gæti verið erfiðari. Sá sem segir mér hvað Bbsssnuaaateelðjrar er fær annað hvort karmelu eða rauðvín í verðlaun......
Kannski ætti ég að hætta að drekka kaffi vinnunni
Þetta er svo súrt skolp sem ég er með í bollanum mínum núna að mér verður næstum því íllt af því. Gæti gubbað en held reyndar að ég finndi engan mun á því og kaffinu. Ojbjakk!!!

Monday, September 15, 2003

Dark side of the moon
Í dag ku maður vera að hlusta á 30 ára gamla tónlist. Sumt eldist bara ekki!
Ætli ég endi á að verða heimsfrægur í Brazilíu?

Það á víst að setja regnbogamyndina mína í eitthvað blað í Ríó og svo er verið að blogga um hana líka. Svakaspennandi fyrir svona nörd eins og mig!

Sunday, September 14, 2003

Alltaf jafn fyndið að skoða hvaðan fólk kemur á síðuna manns
Í dag og gær kom komu t.d. einhverjir sem voru að ljósna um alsaklaust fólk. Og fyndið hvaða fólk það var. Leitarstrengirnir voru annars vegar Sigga + Vala og hins vegar "Anna Sigga"

Vona að sá á höttunum á eftir þeim hafi fundið eitthvað sem hann var að leita að. En kannski voru þetta einhverjar allt aðrar Siggur sem verið var að leita að en ég þekki. Hver veit.

Annars eru vinsælustu leitarorðin síðustu tvo mánuðina hjá mér þessi:

2 4.08% sigga
2 4.08% þórhallur
2 4.08% heimisson
2 4.08% verktakafyrirtæki
2 4.08% sturtu
2 4.08% allsber
Að koma heim frá Köben og allt í ískápnum orðið ónýtt
Já frekar óyndislegt. Gaf góða ástæðu til að smakka viskíið sem ég keypti í tollinum. Nei smakkaði bara smá, bara svona rétt yfir botninn í glasinu.

En ég sem sagt kom heim rétt áðan frá Köben frá Stuðmannatónleikunum með öllum hinum Íslendingunum. Það hafa oft verið margir íslendingar í Köben en ég held aldrei eins og um síðustu helgi. Borðaði á Herefor fyrir tónleikana og ég held að svona 70% af matargestunum hafi verið mörlandar. EF maður rakst óvart utan í einhvern eða eitthvað svona þá sagði maður ekkert unskuld eða sorry heldur bara fyrirgerðu og afsakið! Innrás Íslendinganna var ótrúleg.

Síðan voru tónleikarnir mega frábærir. Komst reyndar ekki á seinni hlutann í Illum þar sem ég var ekki kominn með miða áður en þeir kláruðust allir en ég verð að lifa við það. Var gott stuð líka á tónleikunum sjálfum þó hitt hafi eflaust verið æðislegt líka.

En alveg mega frábær ferð. Var meira og minna á hjóli alla helgina [takk alveg æðislega Halla og Tom]. Svaf í danskri íbúð sem samnýtir eina sturtu með 20 öðrum íbúðum. Bæði dálítið spes og fábært í senn.

Fór í svakafínan mat til Ragnheiðar og Matta á föstudagskvöldinu og í ekki síðri morgunmat á hverjum degi hjá Höllu og Tom.

Fór á línuskauta ogdatt bara einu sinni en reif bara lítið gat á buxurnar mínar. Sólbað á ströndinni og alles. Lét mig detta niður úr turninum í Tívolí en varð þar eiginlega fyrir mestum vonbrigðum að þurfa að taka af mér gleruaugun og hafa þá eiginlega ekkert séð almennilega hvert ég var að detta. Fannst reyndar eiginlega mikið meira gaman í rússíbananum samt.

Ragga, takk fyrir æðislega!

Vona núna bara að ég fái ekki matareitrun útaf sniglunun sem afþýddust í helvískum ískápnum og ég tímdi ekki að henda og ætla að elda bara núna strax í náttverð.

Ef ég lifi sniglana af þá koma myndir úr ferðinni á fotologgið en líkleega ekki fyrr en á morgun.

En já annars, þetta með ísskápinn. Uppþvottavélin og ísskápurinn eru sko saman á rafmagnsgrein og algjörir óvinir þannig að ef bæði eru að derra sig í einu þá á rafmagnið það til að sla út. Þrautalendingin verður þá oft sú að taka ísskápinn úr sambandi og það gerði ég sem sagt rétt áður en ég fór út í Köben. Annars þá tímdi ég ekki að henda öllu úr honum en þetta varð svona eiginlega mjög öflut tiltekt hjá mér.
Moi blog est bi!!!
your site is fashionably bisexual
Fashionably bisexual. Your page wins the coveted
award of fashionable bisexuality. It's fresh
and funky, without overdoing it. Your page
likes male and female websites, in a totally
non-skanky way. You're slightly alernative, and
very cool.


What is your website's sexual orientation?
brought to you by Quizilla

Wednesday, September 10, 2003

Jæja, einn og hálfur dagur í Köben.....
Ætli ég hafi töskupróf eins og ég hafði síðast þegar ég fór til Köben......

Ætli fólk sé ennþá með hallærislegar skoðanir á því hvernig töskur eiga að líta út eða ætli ég verði að kaupa mér nýja tösku?

Tuesday, September 09, 2003

Mikil eru völd Landsvirkjunar
Mikið væri það nú gaman ef þeir sem vilja fara sér aðeins hægar í að skemma náttúru landsins hefðu eitthvað af þessum völdum Landsvirkjunar.

Þegar Landsvirkjun fær vilja sínum ekki framgengt þá taka þeir sig bara til og ætla að láta breyta svæðisskipulagi. Og það sem er verst er að ég á ekki von á öðru en að það gangi fyrir sig eins og næstum allt sem það ágæta fyrirtæki tekur sér fyrir hendur. Þeir taka ákvörðun um að gera eitthvað og fraukurnar í ríkisstjórninni sem ráða þessu er að sjálfsögðu sammála þeim. Nú aðgerðin er auglýst eins og lög gera ráð fyrir. Eitthvað "lið" í þeirra augum fær að mótmæla eins og því sýnist en svo er að sjálfsögðu tekin sú ákvörðun sem löngu var búið að taka!

Þetta er víst líka kallað lýðræði.

Monday, September 08, 2003

Mér líst ekkert lengur á þessa þingmenn okkar

Á seinasta þingi varð einn að hætta af því að hann var búinn að stinga svo miklu undan fyrir sjálfan sig og sína vini. Situr hann á Kvíabryggju.

Fyrir örfáum mánuðum var einn kosinn sem búið var að dæma fyrir kvótasvindl og alls kyns skattalagbrot. Hann er víst í grjótinu núna. Var víst líka að koma í ljós að hann er með alls konar smáafbrot, umferðalagabrot og þess háttar á sinni sakaskrá þannig að hann þarf kannski að vera eitthvað lengur inni. Það er svo sem ekkert slæmt því varaþingmaðurinn fyrir hann er örugglega ágætur.

Nú síðan var einn stuttbuxnastrákurinn sem nái kosningu með glæsibrag eitthvað að keyra svona verulega þunnur skilst mér. Já greyið, það er auðvtiað alls ekki hans skök en líklega bara mjög gott innlegg í hans baráttu fyrir að léttvín og bjór verði seldur í matvörubúðum. Hann ætti kannski frekar að berjast fyrir því að úrval þynkumeðala yrði aukið eða kannski það sem hefði getað bjargað honum að svona áfengismælingarblöðrur væru settar í hvern bíl.

Ég verð eiginlega að segja að mér finnst að Alþingi hafi sett niður og það all verulega. Þetta er fólk sem ég efast um að gæti t.d. fengið vinnu þar sem ég vinn!

Heyrði annars einhvers staðar að það ætti að fara að eyða einhverjum peningum í að byggja nýtt fangelsi. Það væri kannski bara nóg að setja rimla i þinghúsið?!
Ætli þetta sé svarið við Línu.net?
Dilbert








Keppinautar okkar fundu leið til að senda breiðbands netumferð um rafmagnslínur.   Ég vil að þú finnir leið til að senda gögn um holræsakerfið.   Ég hélt að ég væri þegar byrjaður á því.
Misþyrmingar á hundum
Hvers konar fólk fer í sund í hádeginu og skilur hundinn sinn eftir geltandi alveg óðan úti í bíl? Jú það er þessi á græna hyunday accent bílnum með númerinu AE-956 sem fór í Laugardalslaugina í hádeginu. Það var reyndar glampandi sólskin og svona 30-40 gráðu hiti inni í bílnum!
Þegar Raggi fór á völlinn
Það verður eiginlega að blogga aðeins um það þegar skrákurinn fór á fótboltaleikinn sinn í fyrsta skipti í heil 20 ár, ef ekki 25 ár!

Í þá gamla daga var þetta aðeins öðruvísi. Bara stúka öðrum megin við völlinn en við litlu skrákarnir að sjálfsövðu bara geymdir í "stæði". Reyndar var aðal sportið að reyna að svindla sér inn í stúkuna en það tókst mér nú reyndar aldrei þrátt fyrir ótrúlega kjánalega tilburði sem fólust helst að hanga í frakkalafinu á einhverjum köddlum og þykjast vera eitthvað skyldir þeim.

Síðan fór leikurinn að hefjast. Allt í einu átti maðru að standa upp af því að það var farið að spila þjóðsöngva. Í gamla daga þurfti maður nú ekki að vera að vesenast svoleis þar sem stæðisaularnir máttu standa allan tímann. Jæja gott að komast að því eftir 20 ár að hluta af tímanum þurftu stúkudýrin líka að standa!

Mér fannst reyndar ekki mikið til þessa þjóðsöngsgaulsa koma. Þetta var bara einhver hallæristenór að syngja í hátalarakerfinu. Öðru vísi mér hér áður brá þegar lúrðasveit arkaðu um völlinn með berleggjaða gellu í broddi fylkingar sem sveiflaði sprota í gríð og erg.

Leikurinn var síðan náttlega bara eins og þeir vita sem vilja vita. Svona verið að sparka boltanum og reyna að koma honum í markið sem gekk náttúrlega ekki neitt. Datt reyndar í hug að það mætti kannski reyna að auka eitthvað fjölbreyttnina í leiknum með að hafa tvo bolta inná í einu. Er nokkurn veginn viss um að þeim hefði þá tekist að skora eitthvað. Reyndar þá sýndist mér að völlurinn væri orðinn mun grænni en í gamladaga þegar hann var eiginlega eitt moldarflag meirogminna og jú líklega hefur fóboltinn eitthvað batnað líka. Reyndar var íslenski þjálfarinn í liðinu þegar ég fór síðast og pabbi fyrirliðans var það líka.
Fór í bíltúr um helgina og sá heilan landsleik
Hef reyndar ekkert mátt vera að því að blogga um þetta ennþá en þarf nauðsynlega að blogga um þennan landsleik.
En bíltúrinn var fínn og kannski sérstaklega regnboginn sem ég tók mynd af:

Smella til að fá stærra

Friday, September 05, 2003

Segi farir mínar enn ekki sléttar úr hjólaumferðinni í henni Reykjavík
Ef maður er á hjóli, uppi á gangstétt einhvers staðar á Stórhöfðanum og svo kemur svona innkeyrsla að einhverri sjoppu og það keyrir bíll beint fyrir mann þannig að maður hjólar aðeins á hann, hvor er þá í rétti? Á hann að biðjast afsökunar eða á ég að borga fyrir ímyndaða rispu á bílnum hans? Á þessi á bílnum eitthvað með það að elta mann uppi og verða voða reiður? Átti ég að vera reiður eða hann?

Breytir það síðan einhverju ef sá hjólandi er kominn aðeins lengra þannig að þessi keyrandi keyrir beint yfir hjólamanninn? Þá reyndar þarf þessi keyrandi ekkert að elta hjólamanninn uppi!

Ég bara spyr af því að ég lenti í þessu fyrrnefnda í gærkveldi í ausandi rigningu, svarta myrkri, hávaðaroki en ég með ljós bæði framaná og líka aftaná og hjálm í ofan ílag.

Er reyndar líka að velta fyrir mér hvort þessi sem hafði lagt við einhverja sjoppu á Langholtsveginum hafi verið eitthvað betri eða verri þegar hann bakkaði út á Langholtsveginn (reyndar við sömku erfiðu umvherisaðstæðurnar) og beint í veg fyrir einn á hjóli (sem var sko með ljós í bak og fyrir og var ég) og næstum yfir tvo skokkara sem voru þarna á gangstéttinni með mér. Ég og skokkararnir vorum a.m.k. sammála um að þessi á bílnum hefði ekki verið alveg með fulle fem!

Ökumenn: Takið ykkur á!

Thursday, September 04, 2003

Gestur númer 5000
Ótrúlegt nokk. Gestur númer 5000 er enginn annar en Ragga.



Verður hún heiðruð sérstaklega með að fá að njóta nærveru minnar á Stuðmannatónleikum í Köben eftir viku!!!
Kann ekki lengur á strætó og þarfnast endurhæfingara
Fór með ventilinn minn á verkstæði í dag til að láta endurnýja innbrotarúðuna. Keyrði eftir saddur og sæll eftir hádegissteikina hans Tobba upp á Höfða. Var óratíma að finna þetta í Vagnhöfðanum aðallega af því að þetta var í Viðarhöfða. Fékk síðan þá undarlegu flugu í höfuðið að þetta væri nákvæmlega dagurinn til að endurnýja kynnin við strætókerfi borgarinnar.

Dagurinn náttúrlega mjög vel valinn Þar sem veðrið var með eindæmum gott. Þurfti sem betur fer ekki að fara nema svona 30 metra til að komast í strætóskýlið en tókst samt að verða hálfblautur. Sem betur fer þurfti ég ekki að bíða nema í svona 15 mínútur eftir næsta vagni. Enda eins gott því rokið var þvílíkt að ég sver það að strætóskýlið það var farið að lyftast með steypuklumpinuim sem það stóð á þarna á Stórhöfðanum.



Nú. Þessi strætólufsa keyrði mig á einhverja aðalstöð þarna í Höfðanum. Svakasnjallt að hafa svona Hlemm þarna somewhere-in-themidde-of-nowhere. Var reyndar búinn að finna það út að líklega myndi ég þurfa að ganga styst með að taka vagn númer 10 eða 11 en var eiginlega ekki klár á í hvora áttina hann væri að fara. Myndi líklega byrja á að fara út í Mjódd eða einhverja aðra sveit. Ákvað svo bara þegar ég sá vagn númer hundrað og eitthvað að taka hann og fara úr honum við Kringluna. Þyrfti bara að ganga svona nokkur hundruð metra í góðaveðrinu.

Lufsaðist sem sagt upp í vagninn en fattaði um leið og hann var farinn af stað að þetta var náttúrlega kolrögn stefna sem hann tók. Rétt tókst að komast út úr honum áður en hann bókstaflega hvarf inn í hinar strjálu byggðir í Grafarvoginum.´

En nú voru góð ráð dýr. Raggurinn stóð þarna í roki og rignignu á Höfðabakkanum, ætti með öllu réttu að vera að gera eitthvað skemmtilegt í vinnunni sinni en var algjör strandaglópur. Þá sannaðist það að þegar neyðin er stærst er hjálpin næst og hvar sú hjálp fólgin í GSM síma, 5885522 og leigubíl sem kom innan nokkurra mínútna og bjargaði mér gegn hóflegu gjaldi í vinnuna.

Það sem eftir stendur er að ég er greinilega orðinn að strætólegum aumingja og þarf á endurhæfingu að halda. Veit einhver um námskeið fyrir svona aula eins og mig???

PS.
Er að hugsa um að fara hjólandi í kvöld og sækja drússluna á verkstæðið!

Wednesday, September 03, 2003

Fimm gestir í fimmþúsund
Skoðaðu neðst, já alveg neðst. Ef þú ert gestur númer fimmþúsund þá verður þín sérlega getið í the Hall of Fame á blogginu mínu!
Schwarzenegger er frábær
Segir að sitt helsta átrúnaðargoð í pólitík og áhrifavaldur hafi verið Nixon rétt í þann mund sem Nixon þurfti að segja af sér. Þorir ekki í kappræður í sjónvarpi nema að fá allar spurningarnar fyrirfram (svona eins og var á Íslandi fyrir 30 árum skilst mér) og biðst afsökunar á því að hafa sagst verið að dópa og stundað meira kynlíf en meðalmaðurinn. Skil bara ekki hvort hann er að biðjast afsökunar á að hafa sagt þetta og þá gengið fram af einhverjum hugsanlegum kjósendum eða hvort hann sé að biðjast afsökunar á að hafa verið að skrökva þegar hann sagði þetta.

Held að tortímandinn ætti bara að halda sig við hvíta tjaldið!
Innbrotsþjófi er þökkuð snyrtimennskan um leið og hann er beðinn afsökunar
Rummungunum sem brutust inn í bílinn minn s.l. nótt er þökkuð alveg sérstök einstök snyrtimennska en eins og sjá má á þessum myndum hér og hér. Ég verð síðan að koma auðmjúklegri afsökunarbeiðni á framfæri vegna þess hve fátæklega bíllinn var búinn. Engar almennilegar grægjur í honum og ekkert fémætt til að taka og breyta í péninga. Reyndar þá reyndi ég að hafa þarna eitthvað með að skilja eftir lítinn handsjónauka í bílnum en hann var víst ekki nógu fínn fyrir delana og skildu þeir hann bara eftir.

Það eina sem ég hef út á þessa elskulegu óvni mína að setja er að þeir skuli ekki hafa halað rúðuna upp aftur þar sem að hefði auðveldlega getað ringt inn í bílinn og það hefði að sjálfsögðu verið frekar leiðinlegt.

En þetta kennir mér kannski að leggja ekki bílnum svona alveg í hvarfi frá húsunum sem eru þarna í kring. Það var sko ekki brotist inn í hina bílana sem voru þarna líka. Nema ég sé kominn á einhvern svartan lista hjá rummungum Reykjavíkur. Vona ekki!

Monday, September 01, 2003

Góðar fréttir frá Kárahnúkum
Það er víst rífandi gangur í framkvæmdum á Kárahnúkasvæðinu og uppbygging vinnubúða er að fara fram úr björtustu vonum. Það er nú þegar búið að reisa meira en 60 af þeim 122 einstaklingsstokkum sem átti að vera búið að gera ekki nema fyrir svona einum mánuði. Og það er búið að lofa hátíðlega að þeir verði allir tilbúnir ekki seinna en á morgun, ja nema svona 20 held ég að ég hafi verið að heyra í fréttunum.

Ég skil þetta nú reyndar ekki alveg. Þetta er framkvæmd upp á 100 þúsund milljónir og hver vinnuskápur kostar svona kannski hálfa. Finnst að það hefði nú átt að vera hægur vandi að koma þessu dóti upp þarna.

Vona bara þeirra vegna að það verði almennilegt veður hjá þeim á fjöllunum í vetur. Þegar ég var þarna í júlí kom bara allt í einu slydda svona upp úr þurru!
I'm in trouble














I am 37% evil.
Take the test :: koolplace.com


Skokkhópurinn Raggi og stelpuranr
Ég ætti kannski að fara að stofna skokkhóp þar sem ég er alltaf að veða var við meiri og meiri áhuga ótrúlegasta fólks á að fara út að skokka. Gæti t.d. heitið Raggi og stelpurnar.

Stelpurnar Sigþór og Haukur myndu verða í sérstöku heiðurssæti þar sem þeir hafa verið skokkandi að minnsta kosti lengur en ég. Síðan myndu Ragga og Stína verða í sérstökum sætum líka sem sérlegir hvatamenn....

Ralldiggnur myndi náttúrlega fá þarna sérstakan sess líka.

Aðrir verða boðnir velkomnir sérstaklega ef þeir geta tryggt það að hlaupa ætíð hægar heldur en ég sjálfur.... Er reyndar smá vandamál með Sigþór þar sem hann hefur verið að fikta við að hlaupa hraðar en ég á endasprettinum en það stafar nú held ég bara af ofþjálfun hans sem hefur minnkað til muna núna upp á síðkastið eftir að hann fór að passa meira.
hjááálp
Verð að fara að drífa mig í klippingu og láta klippa öll gráu hárin burt. Varð það á að líta í spegil áðan á meðan ég var frekar úfinn eftir skokk og sundtúr hádegisins og hárlufsan minnti helst á svona sígildan íslenskan ullarsokk, sem notabene er grár!

PS
Ef þið sjáið mig með hár eins og sköllóttastrákinn einhvern næstu daga þá vitið þið hvað hefur gerst!