Sunday, December 15, 2013

Aðventuferð í Fellsmörk þegar himnarnir hrundu

Aðventuferð í Fellsmörk 2013

Undir norðurljósahimni Fellsmerkur

Það var farin árleg aðventuferð bræðra í Fellsmörk. Dimm él á leiðinni þar sem hann hreytti úr sér aðallega samt á milli Selfoss og Hellu. Orðið stjörnubjart þegar komið var í fellsmörk og svo birtust norðurljós. En áður en það gerðist, gerðist nokkuð undarlegt. Sem ég stend við stóru brúna sem er á myndinni neðst í færslunni og lít í áttina að Búrfellinu þá er eins og einhver sé þar úti á áreyrunum með kúlublys með einni grænni kúlu. Hún fer ekki hratt yfir, eiginlega bara frekar hægt og það standa neistar aftan úr henni. Hún kemur að sjá úr austri, þ.e. frá hægri þegar horft er í suðurátt eða suðaustur að Búrfellinu og hallinn á brautinni sem kúlan fór virtist vera um 20° eða svo. Brennur upp og hverfur en ekkert hljóð heyrðist sem ég varð var við. Gunninn sá ekki neitt, enda var hann að bjástra eitthvað annað en ekki að glápa svona bara út í loftið. Það sem var merkilegast er að ég er eiginlega alveg viss um að þessa sýn bar í Búrfellið þannig að þetta var yfir áreyrum Fellsmerkur þar.

Ekki veit ég hvort eitthvað féll niður á áreyrarnar en gat ekki útilokað það þannig að það var farinn einhver smá könnunarleiðangur í tunglskininu vopnaður höfuðljósi. Varð einskis var en aðstæður voru góðar þar sem snjór var yfir að minnsta kosti sums staðar. Nokkuð ljóst að þetta var lítill loftsteinn sem náði þá ekki að brenna upp fyrr en hann var kominn nær alveg niður að jörðu, ef hann þá náði ekki alveg niður - sem ég fæ líklega aldrei að vita. Til viðbótar má halda því til haga að þetta kvöld átti að vera talsvert mikið loftsteinaregn.

Aðventuferð í Fellsmörk 2013

Séð til Búrfells undir tunglinu,
sömu stefnu og það sást til fljúgandi grænnar kúlu

Tuesday, December 10, 2013

Að gera eitthvað skemmtilegt

Mosfell með FÍ

Allir aðal gæslarnir í kirkjunni við Mosfell: Örvar, Ólafía, Ævar, Pétur, Sigrún og maður sjálfur með stóru húfuna.

Það eru líklega rétt að verða þrjú ár síðan mín þáverandi Anna María uppástóð það að Ferðafélaga Íslands væri að fara af stað með einhverjar ofboðs sniðugar gönguferðir, eitt fjall í mánuði. Hún vildi og þá vildi ég líka en samt kannski ekki alveg fara að borga mig inn í eitthvað svona prógramm og hringdi þess vegna bara í Pál Ásgeir og spurði hvort það vantaði ekki einhvern í hópinn til að gæda. Jú, það reyndist auðsótt mál. Anna María komst reyndar aldrei með áður en því sambandi lauk en ég geng enn einu sinni í mánuði með þessum frábæru félögum og öllum hinum sem eru með í ferðunum! En núna er best að halda áfram að læra fyrir þetta skrambans haffræðipróf!

Sunday, December 01, 2013

Síðbúin afmælisveisla

Afmæli

Ég verð að ját að ég var farinn að hafa hálfgerðar áhyggjur af afmæli þeirra frænkna minna, Hrefnu Völu og Margrétar. Margrét átti afmæli í september og það bólaði bara ekkert á afmælinu. Ég reyndar ekki sá ínáanlegast að mæta í afmæli og hef stundum þurft að mæta á mínum eigin tíma með Gunnanum einhverjum dögum of seint. En núna var mér hætt að standa á sama. Svo átti stóra systirin Hrefna Vala afmæli líka og ekkert virtist ætla að gerast. Svo fór að kvisast út að það stæði til að hafa sameiginlegt afmæli núna um helgina og það kom fyrst á Fésbók og svo var haft fyrir að hringja í mann. Skemmtilegt að fara að velja afmælisgjafir og skemmtilegt að hitta fólk og frænkur.

Sú eldri að fá risaeðlubók en sú yngri að fá Brosbarnabók sem ég fékk hint um að væri sniðug. Vona að það sé sniðugt.

Saturday, November 30, 2013

Sannleikanum er hver sárreiðastur

Í vikunni sem er að líða spurðist allt í einu út að það ætti að segja upp svo og svo mörgum á Ríkisútvarpinu - útvarpinu okkar eða a.m.k. útvarpinu mínu. Mér þótti það miður og það þótti útvarpsstjóranum líka miður sem kallaði einn starfsmann öllum illum nöfnum þegar starfsmaðurinn lét að því liggja að uppsagnirnar væru leikur í einhverri skák útvarpsstjórans við stjórnvöld. Skák þar sem óbreyttir starfsmenn væru bara peð.

Einu sinni var ég þátttakandi í framkvæmdastjórn í stóru þekkingarfyrirtæki, reyndar ekki alveg jafn stóru þá og útvarpið er - þó það sé reyndar orðið stærra núna og það var ekki í fjölmiðlun heldur upplýsingatækni - sem er eiginlega næsti bær við fjölmiðlana. Það kom hrun og það þurfti að hagræða og einhverjum en sem betur fer fáum var sagt upp. En þegar starfsfólki var sagt upp þá var hugsað um alla hagsmuni eins og hægt var. Bæði út frá starfsmanninum og út frá fyrirtækinu. Ef starfsmaðurinn var stjórnandi var ekki álitið líklegt að hann gæti sinnt starfinu sínu af nokkru viti eftir uppsögnina og því var þá yfirleitt miðað við að stjórnendur myndu láta strax af störfum. Þegar um starfsmenn sem voru að sinna mikilvægum verkefnum var tekið mið af því að hægt yrði að sinna verkefnunum áfram - enda var yfirleitt ekkert að verkefnunum en það þurfti hins vegar að spara og það var gert með að draga saman seglin. Því var það þannig að fyrst var fundin út leið sem tryggði það að verkefnin héldu áfram áður en uppsögn átti sér stað og það var tryggt í öllum tilfellum að uppsagnir kæmu ekki beint fram í þjónustunni við viðskiptavinina.

Þar sem RUV er annars vegar þá lít ég aðallega á mig sem viðskiptavin. Þegar ég vaknaði í morgun var klukkan rétt að verða 9. Ég er reyndar oft dálítið ruglaður á morgnanna og ekki hvað síst um helar. Flítti mér að kveikja því ég ætlaði að heyra í Ævari Kjartanssyni - en eftir að hafa hlustað í korter á endalausa klassíska tónlist. Hvur fj... hugsaði ég, ráku þeir Ævar Kjartansson. Svo áttaði ég mig á því að það var laugardagur og Ævar ekki fyrr en á sunnudegiu. Hvur fj... þeir ráku þá Steinunni Harðardóttur... og það til að spara peninga! Núna hef ég orðið vitni að því hvernig Steinunn Haðrardóttir vinnur þegar hún býr til ferðatengda þætti á íslenskum fjöllum. Hún fer í ferð sem er ókeyps af hálfu RUV og er með upptökutækin með sér í bakpokanum og dregur svo bara upp hljóðnemann þegar einhver býr sig undir að segja eitthvað gáfulegt. Ég kem því ekki heim og saman hvernig það er hægt að spara mikla peninga með að segja henni upp!

Það að þátturinn hennar var ekki í morgun fæ ég ekki skilið öðru vísi en að henni hafi verið sagt upp. En af hverju hún vinnur ekki út uppsagnarfrestinn og getur þá gengið frá efni vetrarins því ekki er þetta í beinni útsendingu hjá henni er algjörlega óskiljanlegt. Af hverju fólki er sagt upp á þennan hátt út af fjárlagafrumvarpi sem er ekki einu sinni búið að samþykkja og bara hætt við þætti á dagskránni fyrirvaralaust er mér algjörlega óskiljanlegt. Það er að minnsta kosti ekki verið að hugsa um að reyna að draga úr áhrifunum á þjónustu við viðskiptavini.

Ég bíð spenntur eftir að vita hvort Ævar Kjartansson hafi verið rekinn, vona ekki en það kæmi mér ekki á óvart. Ég er hins vegar farinn að skilja af hverju Páll Magnússon varð svona reiður við Helga Seljan. Sannleikanum verður nefnilega hver sárreiðastur.

Thursday, November 21, 2013

Bloggfærsla á blogginu sem líklega allir voru búnir að afskrifa ...

... og kannski eitthvað fleira afskrifað en þó vonandi ekki alveg

Það er líklega bara búið að vera of margt að gera til að blogga nokkurn skapaðan hlut en allt gengið sinn vanasta gang. Kannski það sem ég vildi færa til bóka á þessu bloggi þar sem það er víst líka mín dagbók sem ég á að það bar til tíðinda á föstudag fyrir einni viku að ég dröslaði mér út í Öskju í HÍ til að láta eitthvað gerast með þetta mastersverkefni mitt. Á að halda fyrirlestur í næstu viku um það og líklega betra að vita eitthvað í minn haust um hvað verkefnið raunverulega er.

Í Öskju var fyrst MTG upptekinn að á fundi með Hregganum og þá var rölt áfram nokkra metra og ræskt sig og sagt góðan dag... hmmm... ég held að það standi eitthvað til að þú verðir mér eitthvað innan handar í mastersverkefni... kannski var þetta ekki svona orðrétt eins og það kom út úr mér en held að það hafi varla hljómað neitt skárr samt. Jújú, Leó kannaðist eitthvað við það en samt ekkert allt of mikið. Lofaði að tína til einhver sérprent og láta mig hafa og senda mér kynningarfyrlesturinn sem hann flytur í almennri jarðfræði fyrir Hreggvið. Samtalið var ekki neitt mjög langt en ég ætlaði að koma eftir helgina og fá hjá honum eitthvað til að lesa þá sem hann hefði tekið saman fyrir mig.

Svo um helgina á eftir þá fékk ég pósta frá honum og sótti bunka á mánudeginum. Var svo eftir hádegið í dag að fá kynningu á mælitækjum misfornun - sum hver bara svona 10 ára gömul en önnur á aldur við mig sjálfan.

Ætli það sé svo ekki nokkuð góðs viti að núna þegar ég á annað hvort að vera að reikna út eitthvað dót í haffræði í verkefni sem á að skila á morgun eða helst að fara yfir kröfur í ISO 27001 staðli fyrir fund í fyrramálið - þá var ég allt í einu sokkinn í að gera fyrirlestur um duarfull mælitæki til að henda reiður á ennþá dularfylltra segulsviði jarðarinnar!

Sunday, October 06, 2013

Snúið hné og smá sár svona

Námskeið HSSR: Ferðast á jökli

Brölt yfir gjótuna sem varð mér frekar erfið í skauti!

Eftir æfintýr helgarinnar sem voru reyndar ekki nein sérstök æfintýri er ég með bólginn stífan fót og snúið hné. Var í jöklabrölti og maður stóð sig ekki neitt sérlega vel. Endaði á því að hálfpartinn panikera og tókst að ná einhverju leiðinda álagi á vinstra hné sem snéris. Er allt svona frekar aumt og svo er kálfvöðvinn einhvern veginn á dularfullan hátt stokkbólginn. Er nú samt alveg göngufær en ekkert of góður samt. Þó líklega ósáttastur við sjálfan mig fyrir frammistöðuna. Held annars að ég sé eitthvað að breytast því eiginlega langaði mig mikið meira til að skoða jökulinn betur og ummerkin í kringum hann en að vera að bröla á honum sjálfum eitthvað sérstaklega.

Sporðamæling Hagafellsjökull Vestari

Jaðar Hagafellsjökuls vestari mældur á kafi í snjó.

Um síðustu helgi var síðan farið að mæla Vestur-Hagafellsjökul. Gekk ekki allt of vel. Vantaði hluta af búnaði til að geta sett upp base stöðina almennilega en það sem verra var er að jökulsporðurinn var á kafi í snjó. Skekkjumörk mælingarinnar voru því helst til of mikil eða áætluð +/- 10m.

Sporðamæling Hagafellsjökull Vestari Sporðamæling Hagafellsjökull Vestari Í kringum jökulinn voru ummerki hans sem oft áður skoðuð. Mjög flott klöpp sem hefur brotnað upp og líklega jökullinn fært neðri hluta hennar til um ca 10 cm eða svo.

Farið í göngur og réttir á Snæfellsnesi Helgina þar á undan var farið göngur og réttir á Snæfellsnesi. Fyrsta sinn í heil 3 ár líklegas sem ég fór í svoleis. Var skemmtilegt að vera ekki alveg kominn úr allri æfingu þar!

það sem samt kannski helst er í frásögur færandi er að ég fór í smá skoðunartúr í Undirhlíðar þar sem ég held að til standi að fara fljótlega til að taka kjarna til bergsegulmælinga. Veit reyndar ekki alveg hvar ætlunin er að fara en ég fór þarna í námu þar sem verið er að vinna möl úr bólstrabergi. Finnst þá líklegt að það verði farið þangað.

Sunday, September 08, 2013

Að vita ekki sitt rjúkandi ráði... eða bara kortagerðarhelgi

Þessa helgi hafði upphaflega átt að fara í HSSRíska hjólaferð. Það varð samt ekkert af því þar sem verkefnin sem þurfti að leysa var einhvern veginn búin að hrannast upp í það óendanlega að mér fannst... og þau eru þar eiginlega ennþá. Veit ekki hvort ég hafi fært allt of mikið í fang or ráði bara ekki neitt við neitt. En þessa helgi hefði ég eiginlega þurft að spekúlera eitthvað í mastersverkefninu mínu þannig að ég virki ekki alveg eins og álfur út ´r hól vegna þess í hvert skipti sem mig langar til að vera ekki einsog álfur út úr hól. Svo hefði ég þurft að lesa einhvern helling um alls konar sprungumyndanir og svo hefði ég þurft að vinna eitthvað í ráðgafarverkefninu fyrir Veurstofuna og svo hefði ég þurft að vinna eitthvað helst líka fyrir Staka og jafn vel lesa eitthvað í Haffræði... en það hefði nú svo sem mátt mæta afgangi.

Og hvað var gert... það var reynt að lesa eitthvað um tektónískar sprungumyndanir en bara ekki nándar nærri nóg og ekkert var gert af neinu öðru þessa helgina a.m.k. ekki ennþá og er helgin að verða búin. það eina sem eftir stendur er samt mikil og góð vinna við að segja alls konar kort inn í Ozi Explorer. Fullt af jarðfræðikortum og svo líka eitt gamalt kort af austur hluta Reykjavíkur... upphaflega herforingjaráðskortið frá upphafi síðustu aldar. Það var gaman og fór áðan bíltúr til að skoða núverandi gatnakerfi Reykjavíkur miðað við gatnakerfið frá því fyrir rúmum 100 árum síðan. Það var einhver slóð þar sem Bústaðavegurinn er, svona nokkurn veginn. Suðurlandsbrautin var leiðin út úr bænum, aðalleiðin væntanlega, Sogavegurinn og Grensásvegurinn lá frá suðurlandsbraut og upp á Sogaveg. Svo var Vatnsveituvegurinn á leið upp úr Elliðaárdalnum og að Rauðavatni til staðar líka.

En ég veit eiginlega ekki alveg hvernig þetta verður þarna í þessu mastersnámi mínu í vetur. Finnst ég vera helst til mikið úti á þekju. Skil það eiginlega samt ekki alveg því ég er ekki vanur öðru en að skija allt sem þar fram fer svona nokkurn veginn í botn. Þetta hlýtur að koma hjá mér. Það sem annars er að trufla mig er að mér finnst einhvern veginn eins og ég þurfi að vita svo rosalega mikið og vera með allt svo einhvern veginn hroðalega mikið á hreinu. Held samt varla að ég geti verið svona mikið meira úti á þekju en allir aðrir. Þegar upp var staðið í kúrs þarna síðasta vor þá var ég nú ekkert mikið

Sunday, September 01, 2013

Það var keypt sér ökutæki: Norðlendingurinn

Norðlendingurinn Það gerðist svo bara allt í einu. Ventó greyið er búinn að vera að daprast hægt og rólega og núna er kúplingiin í honum vart á brekkur setjandi og svo gæti hann tekið upp á því líka að detta í sundur út af ryði ef marka má fúlar yfirlýsingar skoðunarmanns. Svo dreif hann ekki nóg og eiginlega ekki neitt með kúplinguna í klessu.

Í vor einhvern tíman líklega þegar ég var að gera skattframtalið mitt allt of seint þá allt í einu fattaði ég að einhver peningur sem ég átti í einhverjum gömlum verðbréfasjóði hafði ekkert gufað upp í hruninu heldur gæti bara alveg dugað til að kaupa sér einhvern bíl. Eitthvað var skoðað af bílum á netinu með hangandi hendi en það var ekki fyrr en bara í vikunni að einhverjir bílar voru prófaðr.

Fyrst var það landvarðabíllinn, hvítur Terranó jeppi á 33" dekkjum. Ágætur bíll fyrir utan það að hann var dálítið sjúskaður og að auki ryðgaður hér og hvar þannig að t.d. þegar vélin var skoðuð þá sást í gegnum innri brettin til að skoða dekkin! Svo var það jafn stórdekkjaður Grand Vitara Súkkujeppi. Var ágætur svo sem en hins vegar dálítið út í hött að ef manni varð það á að gefa stefnuljós þá kviknaði á öllum mögulegum og ómögulegum rafmagnstækjum í bílnum. Rúðuþurkkur út um allt og blikkandi ljós í allar áttir. Nei ekki fyrir mig.

Svo var allt í einu einhver annar svona Terranó jeppi, sæmilega nýr (tvöþúsund og eitthvað) og lítið keyrður... en hann seldist áður en ég náði að prófa hann. En svo var þarna annar dökkblár en hann var bara á Akureyri. Ég var ekki viss um hvern ég gæti þekkt þar til að prófa fyrir mig bíl. Var að hugsa um að auglýsa bara á facebook eftir bílaskoðara á Akureyri en það kom ekki til þess því Gunninn þekkti einhvern Hjalta sem býr þar og er að auki bifvélavirki! Hann skoðaði fyrir mig bílinn og gaf grænt ljós og svo var hann bara verslaður samdægurs enda eigandinn á leið í bæinn og kom þá á bílnum úr því að kaupandinn var fundinn.

Eiginlega ótrúlega vel með farinn bíll sem ekki sér ryð í þó hann sé orðinn eldri en tvævetur, fæddur árið 1999 og ekinn næstum 200 Megametra. En hann er á ónýtum dekkjum :-(

Tuesday, August 27, 2013

Kúl eða bara hallærislegt

Fyrir 8 árum skrifaði ég bloggfærslu með þessum titli. Þá þóttist ég hafa sett met... heimsmet jafnvel í því sem é þá kallaði mónórómantík... ætti kannski frekar að vera sólórómantík. Eftir að hafa gengið upp á Esju, mýrina kennda við mig eða kannski frekar einhvern nafna minn á rétt innan við 39 mínútum þá datt ég í það að grilla úti í garði. Það var komið myrkur þannig að ég sat einsamall úti í garði, grillaði einhverja lambalærisskanka, sötraði rauðvín, hafði bakaðan tómat og sætar kartöfflur og svepp með ekkert vanþroskuðum osti og svo reyndar líka ostinn með kexköku og sultu í bæði eftirrétt og forrétt og það var kertaljós í garðinum. Nei, manni er varla viðbjargandi.

Esjugangan var annars fín. Það var gott veður og ég ákvað að taka slitnar hlaupabrækur og klippa rifrildi neðan af skálmunum á þeim og fá þá svona stuttbuxur. Já ok, lúkkar ekki vel á miðaldra kaddli að vera í þröngum spandex stuttbuxum en það er mega þægilegt að skondrast á Esju þannig klæddur. Svo þegar ég var kominn á bílastæðið við Esjuna þá sá ég að buxurnar voru meira rifnar en ég hafði gert ráð fyrir og svona þar sem ég er ekki of hrifinn af sveittum nærbuxum þá var eiginlega útséð með það að ég varð að snúa við til að einhvers velsæmis yrði gætt þarna í Esjunni. En ég fór í hlaupabuxum. Gekk ágætlega upp eða þannig. Fór sem sagt stuttu leiðina og stytti hana eins og ég gat og niðurstaðan varð sú að ég varð 3 mínútum fljótari upp núna en um helgina þegar lengri leiðin var farin. Vaar rétt tæpar 39 mínútur núna en þá var ég rétt tæpar 42 mínútur. Það munar hins vegar töluverðu á vegalengdinni og meðalhraðinn hjá mér á lengri leiðinni var töluvert meiri. Held 4,9km/klst á móti 4,4km/klst í dag.

Monday, August 26, 2013

Hvað varð eiginlega um þetta sumar

Two swans walking in the land of lava to left and right

Álftir tvær í Ódáðahrauni sumarið 2006

Stundum hugsa ég að eitthvað ár eða eithvað sumar eða einhver vetur eða bara einhver tími verðii svona ár sem ég geti hugsað til... já smarið 2006... það var gott sumar. Ekkert endilega svo gott veður heldur sumar eða tími sem margs skemmtilegs er að minnast frá. Sumarið 2006 er þannig sunmar... svona sumar sem ég mun vonandi muna svo lengi sem ég lifi. Sumarð 2013 var hins vegar svona sumar sem einhvern veginn hvorki kom né var og það eina sem er hægt að segja er að það er að verða búið ef það er ekki búið... og enn á ég eftir að mála útidyrnar hjá mér. Ætli ég verði ekki bráðum lögsóttur af Hæðargarðslöggunni

Samt var þetta ekkert alvont sumar. það var farið norður í hann Skagafjörð, svona fjölskylduferð og líklegast verður þessa sumars minnst fyrir það um ókomin ár. Það var líka farin ein ágæt hjólaferð í Strútslaug og ein gönguferð um Hellismannaleið með HSSR. Skipulagði sjálfur báðar ferðirnar mest megnis þannig að ekki er ég dauður úr öllum æðum - en samt er ég allt í einu að fatta að það er bara komið haust. Eittvað sem hafði staðið til að gera ekki gert og bíður haustsins sumt, verarins annað, næsta vors og næsta sumars. Jæja - það verður þá eitthvað að gera í framtíðinni. Ekkert alvont það.

ER2_0253

Bróðir Gunni og félagi Dosti fara yfir læka á leið í Strútslaug.

Strútslaugarhjólaferðin var auðvitað ekkert nema unaður. Eitt og annað bar til sem sumt átti ekki að mega segja frá. lækurinn á myndinni að ofan stal tappanum af camelbagnum hans Dosta. Það mátti svo sem alveg segja frá því - það var hans eigin poki og hann þurfti bara að stoppa alls staðar til að bæta vatni í pokann þar sem pokinn lak dálítið út um stútinn. Hinu átti ekki að segja frá var að þegar farið var yfir Ófæruna í eitt skiptið missti hann símann sinn í ána. Hann varð símalaus það sem eftir lifði ferðar eins og stundum áður en svo var nú bara allt í lagi með símann þegar heim var komið.

ER2_0717

Spáð í öskulög á Hellismannaleiðar Fjallabaksins

hellismannaleiðargangan heppnaðist ekki illa. Reyndar það sem mér fannst áhugaverðast við allan göngutúrinn voru þessi öskulög sem við rákumst á í námunda við Dómadal. það eru sérstaklega tvö frekar þykka lög (tugir cm) sem mér þóttu áhugaverð. þau voru bæði nákvæmlega eins að sjá. Mjög grófkorna (kornastrð 0,5 til 1 cm) og algjörlega tvískipt þar sem neðar var ljóst (líklega súrt) lag og ofar dökkt (væntanlega basískt) lag. Gæti verið úr Heklu og mér fróðari bekkjarfélagi um Heklulög var á þeirri skoðun. Mér fanns lagið hins vegar vera of grófkornótt til þess. Algjört klúður að hafa ekki tekið sýni með sér til byggða en það er þá kannski bara ástæða til að fara aftur og þá hugsanlega með félaga Haraldi Gunnarssyni sem fannst þetta held ég alveg eins skemmtilegt í að spá og mér, þó hann hafi ekkert verið með í ferðinni.

HSSR fer á Kirkjufell Og það var farið á Kirkjufell. það var bratt en ekki eins bratt og ég hafði reiknað með. Samt hangið í spotta á einum stað. þar eins og í öskulaginu fórst alveg fyrir að taka jarðfræðileg sýni til byggða. það er spurning ef eitthvað verður af smalamennsku núna í haust að skreppa þangað til að skoða betur og taka eitthvað með sér. Mig langaði alltaf eitthvað líka til að skoða þar betur skeljasteingervina. En það er erfitt að ætla sér að gera eitthvað slíkt bíllaus eða hálf bíllaus.
HSSR fer á Kirkjufell

Það er nefnilega sumt sem ekkert hefur almennilegt verið gert með. Ventó er að verða ónýtur og ég vil ekk gera við hann. Hann er eiginlega kominn út frir viðgerðir greyið. Horfi ég nú eiginlega helst til þess að versla mér súkkujeppa fyrir pening sem ég fattaði allt í einu að ég átti frá velmektarárunum þegar maður stráði peningum í hlutabréfakaup hingað og þangað. Ekki svo sem ónýtt að finna allt í einu einhver staðar vel rúma hálfa milljón á einhverjum löngu gleymdum rekningi!

Við Hrómundartind

Svamlað í heitri laug milli Hrómundartinds og Hengils

Já og svo má líka alveg muna eftir ferð upp í Hengil sem átti að vera hjólatúr en ég þóttist sjá ský og einhvern þokuslæðing og fór eitthvað stutt hjólandi en varð þeim mun blautari þegar ég fann tvo frábæra baðstaði. Annar frekar brennisteinsmengaður og er sundskýlan angandi ennþá. Var samt ekki í henn nema rétt á meðan eitthvað förufólk fór framhjá. Annar staður sem sésta á myndinni að ofan ekki jafn brennisteinsmengaður en það reyndi svo sem ekkert of mikið á sundskýluna þar játa ég.

Já og ætli ég láti þess svo ekki getið að það var kúnstsmíðuð koja í músahús í Fellsmörk. Verður væntanlega gaman að sofa þar í framtíðinni. Og svo ku ma og pa ætla sér að fara að byggja þar líka a sínu landi. það er náttúrlega allt að gerast.

Svo má líka alveg halda til haga einu og öðru eins og að ég á núna tvær nýjar lopapeysur sem eru reundar svo litlar að ég verð að hlaupa í þvotti helst á alla kanta til að passa almennilega í þær. En samt þá gætu þær nú alveg stækkað líka við notkun - gera það yfirleitt eitthvað hefur mér fundist. Ef vel liggur á manni þá kemur mynd af þeim einhvern tíman. Svo er ég ekkert mjög ósáttur við Esju-Steins-göngutúr sem ég fór í gær á innan við 42 mín. Ekkert minn besti tími en Ottó undanfari var þar rétt á undan mér og var lengur á leiðinni. Danni landneminn var reyndra ekki nema eitthvað 38 mínútur. En ég er sáttur... með það en reyndar ekki alveg sáttur við sjálfan mig að hafa skrópað algjörlega í Reykjavíkurmaraþoninu sem var í fyrragær. Var reyndar bara núna að átta mig á því að hlaupabuxurnar mínar þær skástu urði líklega viðskila við mig í Svíþjóð í sumar - eða viðskila a.m.k. einhvers staðar einhvern tímann. þær finnast í ölu falli ekkineitt.
Svo merkilegt nokk þá las ég bók um daginn. Kannski ætti ég aftur að fara að taka upp á því að bloggpósta bókadómum. Bókadómarnir eru svona almennt þær færslur sem flestir álpast til að lesa hjá mér á þessiu bloggi.

Svo ætlaði ég að láta þess getið að núna er ég gjörsamlega húkkt á tveimru syngjandi sænskum systrum, First aid kit kalla þær sig eða ég held a.m.k. að þær séu systur og ég er einmitt að hlusta á þær núna.

kannski var þetta sumar 2013 ekkert svo alslæmt. Núna átti að byrja skóli í dag en kennarinn Jón Ólafssn haffræðingur ætlar ekki að mæta fyrr en eftir viku. Svo reyndar er ég skráður í tvo aðra kúrsa sem ég veit ekkert um. Ekkert var segulmælt í sumar sem þó hafði staðið til. Verð víst að senda MTG einhvern póst þannig að ég verði ekki í algjöru rugli með þetta allt saman!
En núna svona þegar búið er að skrifa það sem gæti kallast blogg sumarsins þá verður kannski hægt að fara að skrifa eitthvað meira styttra og lesanlegra eða ekki.

Wednesday, July 31, 2013

Letibloggarinn bloggar

ER1_9887

Sú yngsta og sá elsti á róluvellinum í Varmahlíð

Einu sinni las ég einhvers staðar eitthvað sem einn maður sagði að ef bloggið hans væri blóm þá væri það dautt... nema kannski ef það væri kaktus. Mitt blogg er líklega kaktus þar sem það er ekki vökvað nema mjög sjaldan og það lifir samt. Stundum sprellifandi en reyndar hálf dauðalegt á köflum. Nú skal blogga smá en ekki neitt mikið samt.

það var farið í reisu um síðustu helgina. Farið í Skagafjörð svona fjölskylduferð sem var eiginlega mjög gaman að koma í verk. Eitthvað næst þá að gera áður en allt verður um seinan. Það var gaman þó eitthvað hafi verið rifist helst til of mikið á köflum. Held að ég og sumir séu kannski ekki nógu mikið í samvistum þannig að við kunnum ekkert lengur að rífast.

Í þessari ferð var verið í tjaldi, stóru tjaldi og tjaldvagni á tjaldstæðinu í Lauftúni hvar Inda ræður ríkjum. Það var eitt og annað gert. Erlan heimsótt en verst hún gleymdi því líklega jafn harðan að nokkur hefði komið eða hvað veit maður. Ekki nógu gott. Svo var líka farið að skoða Grettislaug sem er búið að breyta í túrhesta eitthvað ekki mjög spennandi. Farið í sund tvisvar og síðast en ekki síst þá var farið í Vallholt og raunar Stokkhólma líka.

Það var eiginlega best að hafa komiðn í Vallholt. Verst hvað maður er hroðalega lélegur að halda sambandi við ættingjana. En mjór skal vera mikils vísir.

Í eldhúsinu í Syðra-Vallholti.  Þau þrjú sitjandi á bekknum góða sem þar er enn!

Friday, May 31, 2013

Skandinavískt jarðfræðitripp

Hópurinn í jarðfræðiferð til Borgundarhólms og Skáns

Allur hópurinn í námu á Borgundarhólmi hvar numið var gneiss.

Eitthvað átti að blogga um þessa ferð en það fórst bara allt of mikið fyrir. Kemur kannski ekkert að sök því það var gerð töluvert viðamikil ferðaskýrsla sem er hér.

ER1_7258

Maður sjálfur í gríðarstórri granítnámu á Borgunarhólmi. Ég er að klappa granítinu, pegmatít æð efst til vinstri og svo fyrir aftan mig er diabas gangur sem gengur í gegnum granítinnskotið.

Saturday, May 11, 2013

Kominn í sumarfrí frá einhverju

Gott að vera kominn í sumarfrí frá einhverju. Er kominn í frí fá náminu að mestu þangað til næsta haust. Reyndar útlandaferð framundan námsferð til Borgundarhólms og á Mön og svo eitthvað felt líklega þegar líður á sumar en ekkert til að hafa stórkostlegar áhyggjur af.

Við Goðastein

Kalli sem bauð upp á kaffi við Goðastein!

Fór um helgina ágætlega heppnaðan túr á Eyjafjallajökul með Stakafólki. Held þetta sé í fyrsta sinn sem ég fer með svo til alve óreynt lið á jökul og tókst bara ágætlega. Reyndar fór enginn í sprngu og það reyndi svo sem ekki á neitt enda ætti ég að vera farinn að þekkja Skerjaleiðina á Eyjafjallajökul eitthvað. Telst til að þetta hafi verið fjórða ferðin mín þangað upp fyrir utan tvo láglenda könnunartúra fyrir langalöngu.

Læt svo fylgja með mynd úr líklega eina feltinu sem ég fór á þessu vormisseri. Þægindatúr út á Reykjanes að setja upp og færa til GPS stöðvar. Þurftum bara að sjá um the labour part en svo sem ekki gera neitt!

GPS mælingakennsla á Reykjanesi

Nemar í jarð- og jarðeðlisfræði við GPS mælingar á Reykjanesi

Tuesday, April 23, 2013

Að klúðra fyrirlestri

Þetta var eiginlega dálítið meira en undarlegt. Ég á nú ekki að heita neinn algjör byrjandi í að flytja fyrirlestra eða segja frá einhverju en ég leit held ég út í dag eins og ég hefði aldrei staðið fyrir framan fólk að segja frá. Það má reyndar segja að ég hafi aldrei áður staðið svona einn fyrir framan eitthvað fólk að segja frá einhverju á ensku... en það var ég að gera núna.

Þetta var eignlega alveg grá-andskoti bölvað. Það er langt síðan ég var síðast búinn að undirbúa mig svona mikið, skrifaði meira að segja nótur inn í ppt skjalið og var alveg búinn að setja niður fyrir mér hvað ég ætlaði að segja. Svo stóð ég eins og auli þarna eða það fannst mér í öllu falli og gat eiginlega ekki sagt neitt af því sem ég hafði ætlað mér að segja frá. Gleymdi öllu og held að ég hafi virkað eiginlega algjörlega eins og auli. Eiginlega það eina sem ég gerði svona næstum því skammlaust var að lesa glærurnar.

Fyrirlesturinn er annars hér. Það var einnig búinn til vefur um þetta og minn hluti er hér.

Á fjöllum með nýliðum HSSR í jómfrúarferð

Séð yfir hólinn þar sem sig og línuganga fór fram

Séð yfir hólinn þar sem föndurhofnið og fólkið sem fékk að vera með þeim var að stjórna sigi og línugöngu

Kort sem sýnir allar gönguleiðir.  Ég fór þessa blágrænu en nýliðarnir hinar.Það var farið á fjöll og ekki í fyrsta skipti. Núna var skipulögð jómfrúarferð nýliða 1 í HSSR. Ferðin gekk að mörgum leiti rosalega vel og mikið gengið í djúpum snjó. Ég var lausríðandi um svæðið á meðan leiðbeinendur vor með fasta pósta til að sjá um og svo voru nýliðarnir að ganga þar á milli. Snjórinn kom mér ofboðslega á óvart. Tinni og Magnús Hlinur höfðu farið könnunarleiðangur helgina áður og þá var enginn samfelldur snjór á svæðinu. Núna var hann hins vegar að lágmarki í hné og sums staðar sökk ég upp að mitti. Held ég hafi nær aldrei gengið jafn mikið í jafn erfiðri færð... nema kannski á Fimmvörðhálsi í froststillu snemma árs 2005.

Alls konar púsl fór þess vegna af stað til að stytta leiðirnar og tókst það þannig séð ágætlega og allir fóri í alla pósta sem höfðu verið settir upp.

Með góðum kosti í föndurhorninuSvo var skemmtilegur metnaðurinn hjá sumum þarna að það var stanslaust veisluborð i föndurhorninu. Þegar ég kom þangað fyrst var mér boðið upp á jarðarber - eða kannski frekar að ég stalst í þau hjá þeim þar sem þau áttu víst að vera partur af eftirrétinum. Svo þegar ég kom til þeirra seinna sinnið þá var boðið upp á pulsur með sinnepi og ég fékk meira að segja rjóma með! Takk fyrir mig strákar ef þið villist inná að lesa bloggið mitt einhvern tíman.

Það sem mér er samt kannski eftirminnilegast er snjóflóðaatvkið. Við voum eitthvað frekar kærulaus og höfðum æfingar í ísaxarbremsu í brattri brekku með snjó og í slíkum brekkum er oftar en ekki einhver hætta á snjóflóðum, sérstaklega ef það hefur verið að snjóa. Eftir að hafa verið í brattri brekkunni góða stund kvað við brestur og við fundum hvernig flekinn sem við vorum á haggaðist. Hann fór nú samt ekki lengra en svo a það var ekki neinn sæens að sjá hvar hann hafði hreyfst, engin misfella sást eftir á. Mér finnst líklegast reyndar að eitthvað millilag hafi gefið sig og flekinn hafi farið lóðrétt niður á það en samt erfitt að segja. En við vorum frekar fljót að koma okkur á öruggara svæði. En núna veit ég hvað gerist á fyrstu sekúndunni sem líklega flekaflóð fer af stað.

Svæðið þar sem snjóflóðabresturinn hafði átt sér stað.

Svæðið þar sem snjóflóðabresturinn hafði átt sér stað. Við höfðum verið þar sem mestu förin eru. Áður hafði einn nýliðahópurinn þverað alla hlíðina.


En núna á ég víst að vera að undirbúa fyrirlestur um árstíðabundanar jarðskorpuhreyfingar þannig að það er best að hætta þessu skrifelsi og snúa sér að öðru.

Sunday, April 14, 2013

Hér um bil próflestur með ólíkindum

teiknimynd

Það er með ólíkindum hvað maður getur farið að gera þegar maður á að vera að gera eitthvað allt annað. Núna þessa helgina þá hef ég þurft að vinna og eiginlega klára tvö skólaverkefni. Eitt kortagerðarverkefni sem á víst að gilda helming af einkunninni í námskeiðinu og á því er ég eiginlega ekki byrjaður. Hef morgundaginn. Hitt verkefnið er að fjalla af einhverri vitrænu um hvernig jörðin beyglast upp og niður eftir því hvort þða er snjór á henni eða ekki. Eiginlega bara heilmikið áhugavert en einhvern veginn þannig að ég hef ekki almennilega haft mig í þetta verkefni. Er reyndar ekkert alveg það einfaldasta öll líkön sem eru notuð til að reikna þessar hreyfingar á henni jarðskorpu. Svo ef ég hefði ekki verið að gera þetta þá hefði ég farið á fjöll í dag, verið á árshátíð Skipta-Staka-Símans í gærkvöldi (sem ég bara skrópaði á) og verið að leita að týndri konu allan þann tíma sem eftir var. En nei, ég er búinn að vera að þykjast gera þessi verkefni. Er reyndar búinn að gera eitthvað með jarðskorpuhreyfingarnar en þess utan þá er ég búinn að hengja upp myndir, koma aftur upp Íslandskorti í 1:300 þúsund kvarða upp á vegg, saga niður brotin tré úti í garði og fór svo bara að teikna myndir og eins og kemur fram á myndinni að ofan ef vel er að gáð þá er líka eitthvað komið á prjónana!

En köttur úti í mýri, setti upp á sér stýri, úti er æfintýri. Á morgun mun ég hitta MTG og þarf að ákveða eitthvað hvernig ég ætla að hafa þetta!

teiknimynd

Monday, April 08, 2013

Fellsmörk, tvær helgar í röð

ER0_6438

Snilldin eina... það var kalt og þá er bara að setja arininn upp á borð til að hlýja sér!

Kemur reyndar ekkert til af góðu því síðast þá gleymdist þar linsuhlunkur sem kostar parhundruð þúsund og ekki gott að hafa slíkt í kofa einhver staðar úti í sveit. Svo myndi ég væntanlega líka vilja nota linsuna eitthvað. Annars helst það í frásögur færandi úr Fellsmerkurbúskap oss að kamargeymslukofinn er núna kominn með bárujárnsþak og þar er búið að tjóðra fyrir einnig Nikulásarhurð eina úr krossviði - ódrepandi með öllu.

Kíktum svo á vegastand á vesturhluta Fellsmerkur og það eru engar ýkjur að þar er allt ófært og í vitleysu. Klifandi rennur þar sem vegarslóðinn á að vera og verður þar væntanlega næsta árið eða árin ef ekkert verður að gert. Eins og sést á myndinni að neðan þá er þetta ekki mikilúðlegt vatnsfall en eða kannski frekar þegar eitthvað vex í ánni þá er eiginlega voðinn vís.

ER0_6664

Þar sem Klifandi nú fellur þar á að vera vegarslóði.

Saturday, April 06, 2013

Æfing í fjallabjörgun en bara ljósmyndun hjá sumum

HSSR Samæfing í fjallabjörgun

Örlítið mismunandi faglega útfærð björgun. Örn á myndinn lengst til hægr hangir bara rænulítill við hliðina á björgunarmanninum... ekki alveg viss um hversu gæfulegt það er á meðan Brynjar lengst til vinstri er alveg með þetta þar sem hann bjargar Bjarka.


Það var æfing í fallabjörgun í vikunni þar sem þremur nýliðum sem héngu uppi í klettum í Stardal var bjargað niður. Ég reyndar bara á myndavélinni og æfði mig ekki mikið. Hefði nú eiginlega haft betra af því að æfa mig almennilega þarna. Þetta var gaman á sinn hátt en alveg kristaltært að ef ég ætla eitthvað að gera með fjallabjörgun þá þarf ég að fara að læra eitthvað af viti um þessa endalausu línuvinnu. Veit ekki hvað ég ætla að gera með það. Var eiginlega alveg hræðilega mikið úti á þekju þarna og tókst að fara í klifurbeltið á röngunni. En myndirnar mínar voru held ég ásættanlegar og eru hér.

Annars dálítið sérstakt hvað þeir sem sem sigu niður náðu misjöfnum tökum á björguninni. Á meðan Bjarki er í fanginu á Brynjari lengst til vinstri þá er Örn hangandi eins og illa gerður hlutur fyrir neðan Magnús sem er að bjarga honum. En í öllu falli þá komust allir niður lifandi!

Er annars að reyna að lesa greinar um árstíðabundnar jarðskorpuhreyfingar vegna snjóálags. Dálítið vel athyglisvert sem er þar á ferð en hef einhverja 10 daga eða svo til að klára fyrirlestur og fleira um það. Svo á eftir væntanlega er Fellsmörk á dagskrá þar sem verkefnið er meðal annars að sækja linsu sem gleymdist þar síðast!

HSSR Samæfing í fjallabjörgun

Brynjar sígur fram af þrítugum hamrinum undir vökulu auga Danna til bjargar Bjarka.

Monday, April 01, 2013

Og stutt páskaferð í Fellsmörk

Páskablóm í Fellsmör

Einhver páskablómstur frá Gunna í Fellsmörk... eiga þau annars ekki að vera gul páskablómstrin... einhvern tíman skildist mér að páskaliljur væru gular en hvítasunnuliljur væru hvítar.

En það var þessi snilldarhugmynd að fara í Fellsmörk úr því að ekkert varð úr HSSR skiðaferð. Fyrst var hjólað á racer einhverja 35km eða svo og svo var ferðbúist. Alls konar dót sett niður því margt átti að gera en ekki var mikið hirt um að skoða veðurspá. Kannski maður hefði betur gert það og þá e.t.v. bara verið heima. Því í henni Fellsmörk kom regn úr heiðskírum himni um kvöldið á lauagardegi og svo á sunnudagsmorgni - páskadagsmorgni - var okkur svo fagnað með roki og rigningu. Ekki alveg eing og það átti að vera. Kannski dálítið kjánalegt að ákveða að gott veður á laugardegi í Reykjavík tryggi gott veður í Fellsmörk á sunnudegi.

Það rættist samt eilítið úr veðriinu og varð svona slarkfært eftir hádegið. Ætlun Gunnans hafði verið að setja járn á þak en það var ekki alveg veðrið til þess þannig að því var frestað. Ég hafði helst ætlað að fara í jarðfræðilegan göngutúr eitthvað um heiðarnar en það varð svo heldur ekkert úr því enda alls ekki veðrið til slíkrar skemmtigöngu. Skoðaði samt aðeins kantinn á mýrinni og sá fullt af alls konar öskulögum sem kannski verða skoðuð betur seinna. Kom reyndar helst á óvart að það var ekkert fyrirferðarmikið lagið úr Kötlu frá 1918. eina lagið sem var almennilega þykkt (tugir cm) var á meira en meters dýpi og líkelga um 10 lög fyrir ofan það. En má skoða betur seinna og þá kannski komast að því hvaða lag það er.

En svo verður að geta þess hvað húsið hjá okkur er orðið alveg edilonsfínt, klætt í hólf og gólf og barsta alveg edilonsfínt!

Nýtt landakort komið upp á vegg í músahúsi

Inni í Músahúsinu og athygli má vekja á ekki bara veggja, loft og gólfklæðningu heldur líka nýju landakorti sem var teiknibólað við vegginn.

Svo var bjótt upp á læri á Urðarstekk og við rétt náðum í skottið á frænkunum sem voru bara svona frekar óðamála og kátar eftir súkkulaðiát páskadagsins.

Friday, March 29, 2013

Helsærður eftir fjallgöngu...

... eða reyndar bara hælsærður

Snæfellsjökull, páskaferð HSSR 2013

Það sem var gengið. Rauði ferillinn er trackið sem kom úr GPS tækinu mínu en hinn ferillinn er einhver önnur slóð sem ég fann á internetinu og er líklega leiðin sem snjóbíllinn er vanur að fara þarna upp

Almenn páskaferð HSSR varð bara ein þetta árið. Það var farið á Snæfellsjökul og dagurinn vandlega valinn þannig að skyggni yrði ekkert og ekkert nema helvítis rok á fjallinu! Það var reyndar meinleysisveður þegar lagt var af stað en það hvessti eftir því sem ofar dró. Mættum vélsleðamönnum frá þeim sem eru vanir að rúnta með túrhesta þarna upp á jökulinn. Þeir sögðu aðstæður vera afleitar eða hafa verið það daginn áður. Jökullinn eitt klakastykki og erfiður yfirferðar. Ekki neitt harðfenni heldur bara klaki.

Snæfellsjökull, páskaferð HSSR 2013

Fyrsta pása eða svo á meðan veðrið var meinleysislegt

Við höfðum auðvitað ekki neinn sérstakan áhuga á því að elta snjóbílasóð og fórum okkar eigin leiðir áleiðs upp. Þar var boðið upp á góðan hliðarhalla og á köflum einhverja snjóflóðahættu en samt allt innan marka. Það hvessti alltaf meira og meira og varð svo að lokum skítkalt. Klakinn var hins vegar næstum alla leið upp hulinn góðu snjólagi sme hafði komið líklega nóttina áður. Það brást svo rétt fyrir neðan þúfurnar og varð það til þess að snúið var við. Þetta átti víst eftir allt saman mestmegnis að vera skemmtiferð en ekki bara æfing í að ganga á skíðum eða ekki skíðum upp brekku í vondu veðri án þess að sjá nokkurn skapaðan hlut. En jú, þetta endaði á að vera hvort tveggja!

Snæfellsjökull, páskaferð HSSR 2013

Hressa liðið sem skildi okkur hin eftir á leiðinni niður!

Niðurferðin gekk að sjálfsögðu bara vel og var skíðað af kappi. Reyndar dálítið eftir búnaði og getu hvers og eins. Margir voru á fjallaskíðum og kunnu með þau að fara. Það var aðallega hressa liðið sem skildi okkur hin eftir. Svo voru aðrir eins og undirritaður sem hafði ekki stigið á svigskíði í heilt ár og var einhvern veginn á dularfullan hátt kominn í plógskíðabeygjustílinn! Aðrir voru á gönguskíðum og var hver með sinn stíl en skinnastíllinn var vinsæll í efri hluta fjallsins þar sem brattinn var meiri. Nú og svo mátti líka alveg vera gangandi þarna líka. Sem sagt allt leyfilegt á fjöllum!

Fellsmörk og panell kláraður!

Fellsmörk og Músahús

Það var farið í Fellsmörk. Kannski ekki í frásögur færandi fyrir utan það að við bræður kláruðum loksins að drita panel innan í kofann á veggi og loft. það er sem sagt búið að klæða kofann að innan í hólf og gólf! Verk sem líklega hófst haustið 2006 eða a.m.k. ekki seinna en það þar sem kærustudagatalið mitt segir að það verk hafði hafist fyrir HK tímabil lífs míns!

Loðbrúskarnir

Svo voru loðbrúskarnir á trjánum og annar gróður bara mjög á sama róli ot þremur vikum fyrr, enda búið að vera kalt og ekkert almennilegt vor í gangi. Tíðarfarið í janúar og febrúar kannski þannig að það var bara eins og vor og hiti langt yfir meðallagi. Svo í mars búið að vera frekar kalt miðað við meðalárið. Svo sem engar skemmdir vegna kulda en laukarnir hans Gunna hins vegar hálf dauðalegir orðnir - enda kannski bara búnir að blómstra!

Það kom annars á óvart að það var snjór út um alla Fellsmörk. Líkur á snjósköðum eru raunverulegar og okkur til mikillar undrunar komumst við ekki alla leiðina upp að kofanum. Sáum einnig ummerki um að líklega Albrecht hafi lent í festu á leiðinni þarna upp. Kenndum festuna við Albreccht því viðkomandi hafði skilið eftir græðliinga og mjólkurfernutré eftir í mýrinni og var Albrecht þar líklegri en aðrir til að eiga hlut að máli!

Snjóskemmdir í uppsiglingu Ófærð!

Svo á bakaleiðinni þá sáum við skemmtilegar skaflamyndanir í Dalbrautinni þar sem skaflar höfðu myndast í kringum trjágróðurinn.

Snjóskaflamyndun kringum trjágróður

Sunday, March 17, 2013

Það var farið á fjöll í dag

Og það var sól!

Hengill með Staka í mars 2013
Fór í löngu planlagða ferð með Stakafólki. Það gekk að mestu leyti bara vel. Dálítið slakur samt á útbúnaðinum fyrir alla í hópnum. Hefði verið snjallara að allir hefðu verið á broddum og með exi. En það varð ekki á allt kosið. Þetta blessaðst samt. Veit ekki alveg hvort það var einhver hætta á ferðum. Í öllu falli ekki nein lífshætta - ekkert þannig fall inni í myndinni.

Ég hins vegar súr út í mitt eigið form. Var drulluþreyttur þegar ég kom niður og er ennþá núna mörgum tímum seinna hálf lurkum laminn og þreyttur í hné. Vona ég sé ekki að verða gamall. En veðrið var osom!

Í gær hafði ég átt að vera með mánðarfjalli FÍ á Akrafjalli en var í staðinn að læra að stjórna hjá HSSR með honum Eyþóri. Það var líka bara gaman!
Some hiking done today in a beautiful weather as one can see from the photo above. I went to the Mt Hengill with some fellows from the Staki work. It was supposed to be an exercise for a hike to Eyjafjallajökull in May. The hiking to day went well but was actually a little bit more difficult than I had expected.

My right knee is still sore and the whole body feels a little bit too tired. I think I will go early to bed this night!

Hengill með Staka í mars 2013

Thursday, March 14, 2013

Looking through the glass - Út um eldhúsgluggann

Út um eldhúsgluggann


Það er einhvern veginn vaninn minn að sitja við gluggann í eldhúskróknum og horfa út um gluggann á meðan morgunkaffið er sötrað. Núna gerist þetta í björtu og verður næstu mánuðina en yfir skammdegið er myrkur.

Í gluggakistunni eru eins konar skuggar fortíðar sem fá að vera þarna einhvern veginn endalaust. Granatepli og tvö ástaraldin sem eru búin að vera þarna lengur en ég kæri mig um að vita og leikskólalegur kertastjaki sem var hannaður sérstaklega þannig að þar væri hægt ða hafa tvö kerti. Svo af nýrra dóti eru líparitflögur sem ég þori varla að segja að séu af Fjallabaki en þær eru það samt alveg óvart. Kannski samt ekkert endilega teknar af friðlandinu. Svo er þarna stærðarinar pikrít moli ættaður frá Miðfelli við Þingvallavatn. Hann var nú bara tekinn úr námunni þar þannig að það flokkast ekki undir umhverfisspjöll en kannski þá frekar undir þjófnað frá námueigandanum.

Tveir kertastjakar úr Ikea ekkert sérlega merkilegir en samt mjög ágætir til að brenna kerti sérstaklega úr Tiger og loks einhverjir tveir undarlegir strangar sem ég man ekki hvaðan komu en annað hvort ég eða eitthvað sem var einhvern tíman bara skilið eftir hjá mér.


It's my habit, sitting in my kitchen in the morning, looking out of the window, drinking my cup of coffee and trying to find out if there is a life… somewhere… outside and perhaps inside my mind.

Now is the time of the year – very short time in Iceland – when I know when waking up if it is to late or if I can sleep a little bit longer. If it is dark outside, then it is still night but if it is not so dark – it is time to get up. In one month time I will not be able to use this light indicator of time because it will be light outside at 6 o’clock in the morning – 5 – 4 and 4 o’clock.

And I have all kind of everything in the windowsill. Most of it is some old stuff reminding me of some old days that will perhaps never come back or what. Those things are such as the glass pot for two candles. Specially made or selected for two candles for the two persons living together and the passion fruit from the same time. And then there are some newer rocks there. Both a rhyolite rock gathered in a great trip in Fjallabak and also a picrate rock from Þingvellir.

Monday, March 11, 2013

Lærdómsklúður

óumbeðinn, kærkominn eða hataður aukadagur til að fá að klára verkefni sem var byrjað allt of seint á... ætlar maður aldrei að læra!

Veit ekki alltaf hvað ég er að hugsa. Hafði alla síðustu viku til að vinna verkefni sem átti þá helst að skilast síðasta föstudag en annars í gær og ég auðvitað byrjaði ekkert á þessu fyrr en um helgina og það var allt of seint. Allt of viðamikið verkefni fyrir það.

Skilaði einhverju drasli í gær og fékk svo reyndar póst til baka um að ég mætti laga þetta til og skila aftur í dag... Gærdagurinn sem hefði átt að vera útivistardagur í frábæru veðri varð innivinnudagur og dagurinn í dag sem hefði nú kannski átt að vera vinnudagur í Staka verður aftur innivinnudagur við þetta verkefni og úti er þetta líka rosalega góða veður. Skil ekki hvað ég er að vesenast þetta!

Sunday, March 10, 2013

Hvernig væri að blogga meira... matarblogg einhvers konar.

Það var elt pasta til hátíðarbrigða á sunnudegi

something for dinner on sunday

Pasta í potti en alls konar góðgæti til að setja með því á pönnunni

Einu sinni fyrir langalöngu... ekki einu sinni heldur oft en það var svona einu sinni samt þ.e. einhvern tíman áður fyrr. Þá bloggaði ég stundum bara matarblogg. Kannski eldaði ég oftar þá... jú líklega. Er eitthvað latari við það núna en samt var þetta ágætt hjá mér núna áðan. Reyndar ekki alveg sáttur þar sem þetta varð ekki alveg eins gott og það átti að verða en slapp nú samt alveg til hjá mér. Pasta með kjúklingu, sveppum, paprikku og lauk. Kriddað með alls konar og svo gusað smá pestó út á.

Er svo annars að vesenast núna - og þess vegna kannski bara að blogga. Á að vera að bjarga því sem bjargað verður í verkefni í Geodýnamik. Veit ekki hvað verður með það verkefni þar sem ég byrjaði allt of seint að vinna það og næ því ekki að gera það að neinu viti fyrir skilafrestinn sem er í dag. Er dálítið súrt. Svo er rafsegulfræðin algjörlega orðin súr og eiginlega bara söltuð líka. Veit ekki lengur hvað verður úr þessu hjá mér.

Thursday, March 07, 2013

Hvernig væri að blogga smá

Fellsmörk - Gólflagning

Nýtt gólf í Músahúsi

Það var farið í Fellsmörk í fyrsta skipti á þessu ári um síðustu helgi. Það var sérstakt verkefni sem lá fyrir. Nú skildi henda inn gólffjölum ferlega fögrum og láta þær prýða gólfið í kofanum. Gunninn hafði kaupt spýtur enda maður sjálfur eiginlega staurblankur. Það gekk vel að segja gólfið í. Byrjuðum á að henda öllu draslinu út úr húsinu og svo var fjölunum bara raðað niður á gólfið - eftir að þær höfðu verið sagaðar í mátulegar stærðir. Þetta gekk því bara alveg eðalfínt. Vorum komnir á staðinn rétt fyrir hádegi og rétt eftir hádegi var stærstur hluti gólfsins kominn. Held að það hafi bara verið síðasta fjölin eða þannig sem var eftir þegar étinn var hádegismatur.

Af músum í Músahúsi er það hins vegar að frétta að þær láta húsið standa undir nafni. Núna var ein feit og pattaraleg dauð og önnur meira og minna étin og dauð og sú þriðja líklega löngu étin. Sú feita var frekar nýleg og því ekkert farin að lykta að ráði en verra var með þá sem fannst ofan í einhverjum taupoka þegar við vorum að fara að fara. Hún var líklega frá því í nóvember. Hafði komist í kaffi og var steindauð og frekar mjög illa lyktandi. Það þurfti að henda einhverjum tuskum en aðrar teknar heim til suðuþvotta. Ojbarsta!

Fellsmörk - vorið sem kom of snemma

Lauf að springa út í fyrstu viku marsmánaðar!

Veit annars ekki hvað ég á annað að blogga. jú þarna austur frá var hérumbil komið sumar eins og sést á myndinni að ofan. Það reyndist þó vera óttalegt frumhlaup því núna í vikunni er bæði búið að vera hörkufrost og hríðarveður. Stórt björgunarsveitarútkall í gær þar sem allt var í einni stórri klessu í henni Reykjavík.

Svo um daginn eða í febrúar var farið á Ingólfsfjall í einu fjalli mánaðar með Ferðafélaginu. Það var bara ágætt en dálítil drulla á leiðinni. Ég hélt svo þar líka jarðfræðipistil sem fór á fésbók. Varð einnig það frægur að pistillinn endaði í útvarpinu viku seinna í þættinum út um græna grundu.

IMG_6848

Í þoku við Inghól uppi á Ingólfsfjalli

Thursday, January 31, 2013

Komið nýtt ár og heill mánuður svona hér um bil

ER0_4950

Gönguhópur eins fjalls í mánuði fetar sig niður af Úlfarsfelli 26. janúar.

Ekki seinna vænna að blogga eitthvað smávegis. Er alltaf að þykjast svo allt of upptekinn að það bloggast ekki mikið. En samt. Einhverju er hægt að segja frá sem maður vill muna eða ekki muna.
  • Er ekki lengur að læra jarðfræði heldur jarðeðlisfræði á masterstigi og alls ekki viss um að það hafi verið nógu góð skipti. Var svona eiginlega búinn að gefast upp fyrir tveimur vikum en svo fór þetta eitthvað að koma. Held samt að það sé við það að fara aftur!
  • Er að rembast við að læra einhverja rafsegulfræði sem er eitthvað allt annað en ég hafði ætlað mér. Skil eiginlega ekki hvernig ég komst í þetta vesen!
  • Pápinn minn varð veikur og fór á spítala en er kominn á ágætan bataveg og væntanlegur heim aftur fljótlega.
  • Sé veröldina loksins aftur alla með að hreyfa hausinn bara pínulítið með margskiptum gleraugum. Já, það á eflaust eftir að muna töluvert miklu að þurfa ekki að rífa af sér og setja á sig gleraugu aftur og aftur í sífellu. Mér sýnist að þau verði núna bara á nefinu á mér og allir glaðir með það. Er samt dálítið sjóveikur ennþá með þau enda bara búinn að vera með þau í rúman klukkutíma!
  • Fjárhagurinn við það að rústast. Fjalladót um áramót fór illa með hann, bilun í Ventó var ekki til að bæta það og svo þessi gleraugu kostuðu sitt. Tvær útlandaferðir í vor á dagskrá þannig að þetta gæti endað með ósköpum. Það verður í öllu falli ekki neinum frekaru aurum eytt næstu mánðuðina nema í algjörri neyð!
  • FÍ gönguferðirnar farnar af stað aftur eins og sjá má af halarófumyndinni í skafrenningsfjúki á Úlfarsfelli um síðustu helgi
  • Er kominn með á dagskrá að fara í einhverjar fjallgöngur með vinnufélögunum hjá Staka
  • Hef enn ekki farið á skíði í vetur en ætla helst að bæta úr því fljótlega!
  • Er að reyna að prjóna peysu en þurfti að rekja helst til of mikið upp til að eygja von um að hún komi til með að passa eitthvað á mig.
Já, man svo ekki meira í bili!