Sunday, September 01, 2013

Það var keypt sér ökutæki: Norðlendingurinn

Norðlendingurinn Það gerðist svo bara allt í einu. Ventó greyið er búinn að vera að daprast hægt og rólega og núna er kúplingiin í honum vart á brekkur setjandi og svo gæti hann tekið upp á því líka að detta í sundur út af ryði ef marka má fúlar yfirlýsingar skoðunarmanns. Svo dreif hann ekki nóg og eiginlega ekki neitt með kúplinguna í klessu.

Í vor einhvern tíman líklega þegar ég var að gera skattframtalið mitt allt of seint þá allt í einu fattaði ég að einhver peningur sem ég átti í einhverjum gömlum verðbréfasjóði hafði ekkert gufað upp í hruninu heldur gæti bara alveg dugað til að kaupa sér einhvern bíl. Eitthvað var skoðað af bílum á netinu með hangandi hendi en það var ekki fyrr en bara í vikunni að einhverjir bílar voru prófaðr.

Fyrst var það landvarðabíllinn, hvítur Terranó jeppi á 33" dekkjum. Ágætur bíll fyrir utan það að hann var dálítið sjúskaður og að auki ryðgaður hér og hvar þannig að t.d. þegar vélin var skoðuð þá sást í gegnum innri brettin til að skoða dekkin! Svo var það jafn stórdekkjaður Grand Vitara Súkkujeppi. Var ágætur svo sem en hins vegar dálítið út í hött að ef manni varð það á að gefa stefnuljós þá kviknaði á öllum mögulegum og ómögulegum rafmagnstækjum í bílnum. Rúðuþurkkur út um allt og blikkandi ljós í allar áttir. Nei ekki fyrir mig.

Svo var allt í einu einhver annar svona Terranó jeppi, sæmilega nýr (tvöþúsund og eitthvað) og lítið keyrður... en hann seldist áður en ég náði að prófa hann. En svo var þarna annar dökkblár en hann var bara á Akureyri. Ég var ekki viss um hvern ég gæti þekkt þar til að prófa fyrir mig bíl. Var að hugsa um að auglýsa bara á facebook eftir bílaskoðara á Akureyri en það kom ekki til þess því Gunninn þekkti einhvern Hjalta sem býr þar og er að auki bifvélavirki! Hann skoðaði fyrir mig bílinn og gaf grænt ljós og svo var hann bara verslaður samdægurs enda eigandinn á leið í bæinn og kom þá á bílnum úr því að kaupandinn var fundinn.

Eiginlega ótrúlega vel með farinn bíll sem ekki sér ryð í þó hann sé orðinn eldri en tvævetur, fæddur árið 1999 og ekinn næstum 200 Megametra. En hann er á ónýtum dekkjum :-(

No comments: