Sunday, December 01, 2013
Síðbúin afmælisveisla
Ég verð að ját að ég var farinn að hafa hálfgerðar áhyggjur af afmæli þeirra frænkna minna, Hrefnu Völu og Margrétar. Margrét átti afmæli í september og það bólaði bara ekkert á afmælinu. Ég reyndar ekki sá ínáanlegast að mæta í afmæli og hef stundum þurft að mæta á mínum eigin tíma með Gunnanum einhverjum dögum of seint. En núna var mér hætt að standa á sama. Svo átti stóra systirin Hrefna Vala afmæli líka og ekkert virtist ætla að gerast. Svo fór að kvisast út að það stæði til að hafa sameiginlegt afmæli núna um helgina og það kom fyrst á Fésbók og svo var haft fyrir að hringja í mann. Skemmtilegt að fara að velja afmælisgjafir og skemmtilegt að hitta fólk og frænkur.
Sú eldri að fá risaeðlubók en sú yngri að fá Brosbarnabók sem ég fékk hint um að væri sniðug. Vona að það sé sniðugt.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Lásum brosbókina fyrir svefninn og hún var bara þrælsniðug. Það var þó beðið um framhald af risaeðlulestrinum en eftir að ég las aftan á brosbókina var hún samþykkt einhljóða. Takk fyrir stelpurnar:)
Takk sömuleiðis fyrir fína ammimælisveislu!
Það er verulega skemmtilegt að þessar bækur hafi fallið í góða jörð!
Post a Comment