Sunday, April 14, 2013

Hér um bil próflestur með ólíkindum

teiknimynd

Það er með ólíkindum hvað maður getur farið að gera þegar maður á að vera að gera eitthvað allt annað. Núna þessa helgina þá hef ég þurft að vinna og eiginlega klára tvö skólaverkefni. Eitt kortagerðarverkefni sem á víst að gilda helming af einkunninni í námskeiðinu og á því er ég eiginlega ekki byrjaður. Hef morgundaginn. Hitt verkefnið er að fjalla af einhverri vitrænu um hvernig jörðin beyglast upp og niður eftir því hvort þða er snjór á henni eða ekki. Eiginlega bara heilmikið áhugavert en einhvern veginn þannig að ég hef ekki almennilega haft mig í þetta verkefni. Er reyndar ekkert alveg það einfaldasta öll líkön sem eru notuð til að reikna þessar hreyfingar á henni jarðskorpu. Svo ef ég hefði ekki verið að gera þetta þá hefði ég farið á fjöll í dag, verið á árshátíð Skipta-Staka-Símans í gærkvöldi (sem ég bara skrópaði á) og verið að leita að týndri konu allan þann tíma sem eftir var. En nei, ég er búinn að vera að þykjast gera þessi verkefni. Er reyndar búinn að gera eitthvað með jarðskorpuhreyfingarnar en þess utan þá er ég búinn að hengja upp myndir, koma aftur upp Íslandskorti í 1:300 þúsund kvarða upp á vegg, saga niður brotin tré úti í garði og fór svo bara að teikna myndir og eins og kemur fram á myndinni að ofan ef vel er að gáð þá er líka eitthvað komið á prjónana!

En köttur úti í mýri, setti upp á sér stýri, úti er æfintýri. Á morgun mun ég hitta MTG og þarf að ákveða eitthvað hvernig ég ætla að hafa þetta!

teiknimynd

No comments: