Tuesday, August 27, 2013

Kúl eða bara hallærislegt

Fyrir 8 árum skrifaði ég bloggfærslu með þessum titli. Þá þóttist ég hafa sett met... heimsmet jafnvel í því sem é þá kallaði mónórómantík... ætti kannski frekar að vera sólórómantík. Eftir að hafa gengið upp á Esju, mýrina kennda við mig eða kannski frekar einhvern nafna minn á rétt innan við 39 mínútum þá datt ég í það að grilla úti í garði. Það var komið myrkur þannig að ég sat einsamall úti í garði, grillaði einhverja lambalærisskanka, sötraði rauðvín, hafði bakaðan tómat og sætar kartöfflur og svepp með ekkert vanþroskuðum osti og svo reyndar líka ostinn með kexköku og sultu í bæði eftirrétt og forrétt og það var kertaljós í garðinum. Nei, manni er varla viðbjargandi.

Esjugangan var annars fín. Það var gott veður og ég ákvað að taka slitnar hlaupabrækur og klippa rifrildi neðan af skálmunum á þeim og fá þá svona stuttbuxur. Já ok, lúkkar ekki vel á miðaldra kaddli að vera í þröngum spandex stuttbuxum en það er mega þægilegt að skondrast á Esju þannig klæddur. Svo þegar ég var kominn á bílastæðið við Esjuna þá sá ég að buxurnar voru meira rifnar en ég hafði gert ráð fyrir og svona þar sem ég er ekki of hrifinn af sveittum nærbuxum þá var eiginlega útséð með það að ég varð að snúa við til að einhvers velsæmis yrði gætt þarna í Esjunni. En ég fór í hlaupabuxum. Gekk ágætlega upp eða þannig. Fór sem sagt stuttu leiðina og stytti hana eins og ég gat og niðurstaðan varð sú að ég varð 3 mínútum fljótari upp núna en um helgina þegar lengri leiðin var farin. Vaar rétt tæpar 39 mínútur núna en þá var ég rétt tæpar 42 mínútur. Það munar hins vegar töluverðu á vegalengdinni og meðalhraðinn hjá mér á lengri leiðinni var töluvert meiri. Held 4,9km/klst á móti 4,4km/klst í dag.

No comments: