Sunday, March 17, 2013

Það var farið á fjöll í dag

Og það var sól!

Hengill með Staka í mars 2013
Fór í löngu planlagða ferð með Stakafólki. Það gekk að mestu leyti bara vel. Dálítið slakur samt á útbúnaðinum fyrir alla í hópnum. Hefði verið snjallara að allir hefðu verið á broddum og með exi. En það varð ekki á allt kosið. Þetta blessaðst samt. Veit ekki alveg hvort það var einhver hætta á ferðum. Í öllu falli ekki nein lífshætta - ekkert þannig fall inni í myndinni.

Ég hins vegar súr út í mitt eigið form. Var drulluþreyttur þegar ég kom niður og er ennþá núna mörgum tímum seinna hálf lurkum laminn og þreyttur í hné. Vona ég sé ekki að verða gamall. En veðrið var osom!

Í gær hafði ég átt að vera með mánðarfjalli FÍ á Akrafjalli en var í staðinn að læra að stjórna hjá HSSR með honum Eyþóri. Það var líka bara gaman!
Some hiking done today in a beautiful weather as one can see from the photo above. I went to the Mt Hengill with some fellows from the Staki work. It was supposed to be an exercise for a hike to Eyjafjallajökull in May. The hiking to day went well but was actually a little bit more difficult than I had expected.

My right knee is still sore and the whole body feels a little bit too tired. I think I will go early to bed this night!

Hengill með Staka í mars 2013

No comments: