Monday, March 11, 2013

Lærdómsklúður

óumbeðinn, kærkominn eða hataður aukadagur til að fá að klára verkefni sem var byrjað allt of seint á... ætlar maður aldrei að læra!

Veit ekki alltaf hvað ég er að hugsa. Hafði alla síðustu viku til að vinna verkefni sem átti þá helst að skilast síðasta föstudag en annars í gær og ég auðvitað byrjaði ekkert á þessu fyrr en um helgina og það var allt of seint. Allt of viðamikið verkefni fyrir það.

Skilaði einhverju drasli í gær og fékk svo reyndar póst til baka um að ég mætti laga þetta til og skila aftur í dag... Gærdagurinn sem hefði átt að vera útivistardagur í frábæru veðri varð innivinnudagur og dagurinn í dag sem hefði nú kannski átt að vera vinnudagur í Staka verður aftur innivinnudagur við þetta verkefni og úti er þetta líka rosalega góða veður. Skil ekki hvað ég er að vesenast þetta!

No comments: