Einhver páskablómstur frá Gunna í Fellsmörk... eiga þau annars ekki að vera gul páskablómstrin... einhvern tíman skildist mér að páskaliljur væru gular en hvítasunnuliljur væru hvítar.
En það var þessi snilldarhugmynd að fara í Fellsmörk úr því að ekkert varð úr HSSR skiðaferð. Fyrst var hjólað á racer einhverja 35km eða svo og svo var ferðbúist. Alls konar dót sett niður því margt átti að gera en ekki var mikið hirt um að skoða veðurspá. Kannski maður hefði betur gert það og þá e.t.v. bara verið heima. Því í henni Fellsmörk kom regn úr heiðskírum himni um kvöldið á lauagardegi og svo á sunnudagsmorgni - páskadagsmorgni - var okkur svo fagnað með roki og rigningu. Ekki alveg eing og það átti að vera. Kannski dálítið kjánalegt að ákveða að gott veður á laugardegi í Reykjavík tryggi gott veður í Fellsmörk á sunnudegi.Það rættist samt eilítið úr veðriinu og varð svona slarkfært eftir hádegið. Ætlun Gunnans hafði verið að setja járn á þak en það var ekki alveg veðrið til þess þannig að því var frestað. Ég hafði helst ætlað að fara í jarðfræðilegan göngutúr eitthvað um heiðarnar en það varð svo heldur ekkert úr því enda alls ekki veðrið til slíkrar skemmtigöngu. Skoðaði samt aðeins kantinn á mýrinni og sá fullt af alls konar öskulögum sem kannski verða skoðuð betur seinna. Kom reyndar helst á óvart að það var ekkert fyrirferðarmikið lagið úr Kötlu frá 1918. eina lagið sem var almennilega þykkt (tugir cm) var á meira en meters dýpi og líkelga um 10 lög fyrir ofan það. En má skoða betur seinna og þá kannski komast að því hvaða lag það er.
En svo verður að geta þess hvað húsið hjá okkur er orðið alveg edilonsfínt, klætt í hólf og gólf og barsta alveg edilonsfínt!
Inni í Músahúsinu og athygli má vekja á ekki bara veggja, loft og gólfklæðningu heldur líka nýju landakorti sem var teiknibólað við vegginn.
Svo var bjótt upp á læri á Urðarstekk og við rétt náðum í skottið á frænkunum sem voru bara svona frekar óðamála og kátar eftir súkkulaðiát páskadagsins.
No comments:
Post a Comment