... og kannski eitthvað fleira afskrifað en þó vonandi ekki alveg
Það er líklega bara búið að vera of margt að gera til að blogga nokkurn skapaðan hlut en allt gengið sinn vanasta gang. Kannski það sem ég vildi færa til bóka á þessu bloggi þar sem það er víst líka mín dagbók sem ég á að það bar til tíðinda á föstudag fyrir einni viku að ég dröslaði mér út í Öskju í HÍ til að láta eitthvað gerast með þetta mastersverkefni mitt. Á að halda fyrirlestur í næstu viku um það og líklega betra að vita eitthvað í minn haust um hvað verkefnið raunverulega er.Í Öskju var fyrst MTG upptekinn að á fundi með Hregganum og þá var rölt áfram nokkra metra og ræskt sig og sagt góðan dag... hmmm... ég held að það standi eitthvað til að þú verðir mér eitthvað innan handar í mastersverkefni... kannski var þetta ekki svona orðrétt eins og það kom út úr mér en held að það hafi varla hljómað neitt skárr samt. Jújú, Leó kannaðist eitthvað við það en samt ekkert allt of mikið. Lofaði að tína til einhver sérprent og láta mig hafa og senda mér kynningarfyrlesturinn sem hann flytur í almennri jarðfræði fyrir Hreggvið. Samtalið var ekki neitt mjög langt en ég ætlaði að koma eftir helgina og fá hjá honum eitthvað til að lesa þá sem hann hefði tekið saman fyrir mig.
Svo um helgina á eftir þá fékk ég pósta frá honum og sótti bunka á mánudeginum. Var svo eftir hádegið í dag að fá kynningu á mælitækjum misfornun - sum hver bara svona 10 ára gömul en önnur á aldur við mig sjálfan.
Ætli það sé svo ekki nokkuð góðs viti að núna þegar ég á annað hvort að vera að reikna út eitthvað dót í haffræði í verkefni sem á að skila á morgun eða helst að fara yfir kröfur í ISO 27001 staðli fyrir fund í fyrramálið - þá var ég allt í einu sokkinn í að gera fyrirlestur um duarfull mælitæki til að henda reiður á ennþá dularfylltra segulsviði jarðarinnar!
No comments:
Post a Comment