Sú yngsta og sá elsti á róluvellinum í Varmahlíð
Einu sinni las ég einhvers staðar eitthvað sem einn maður sagði að ef bloggið hans væri blóm þá væri það dautt... nema kannski ef það væri kaktus. Mitt blogg er líklega kaktus þar sem það er ekki vökvað nema mjög sjaldan og það lifir samt. Stundum sprellifandi en reyndar hálf dauðalegt á köflum. Nú skal blogga smá en ekki neitt mikið samt.það var farið í reisu um síðustu helgina. Farið í Skagafjörð svona fjölskylduferð sem var eiginlega mjög gaman að koma í verk. Eitthvað næst þá að gera áður en allt verður um seinan. Það var gaman þó eitthvað hafi verið rifist helst til of mikið á köflum. Held að ég og sumir séu kannski ekki nógu mikið í samvistum þannig að við kunnum ekkert lengur að rífast.
Í þessari ferð var verið í tjaldi, stóru tjaldi og tjaldvagni á tjaldstæðinu í Lauftúni hvar Inda ræður ríkjum. Það var eitt og annað gert. Erlan heimsótt en verst hún gleymdi því líklega jafn harðan að nokkur hefði komið eða hvað veit maður. Ekki nógu gott. Svo var líka farið að skoða Grettislaug sem er búið að breyta í túrhesta eitthvað ekki mjög spennandi. Farið í sund tvisvar og síðast en ekki síst þá var farið í Vallholt og raunar Stokkhólma líka.
Það var eiginlega best að hafa komiðn í Vallholt. Verst hvað maður er hroðalega lélegur að halda sambandi við ættingjana. En mjór skal vera mikils vísir.
No comments:
Post a Comment