Friday, March 29, 2013

Fellsmörk og panell kláraður!

Fellsmörk og Músahús

Það var farið í Fellsmörk. Kannski ekki í frásögur færandi fyrir utan það að við bræður kláruðum loksins að drita panel innan í kofann á veggi og loft. það er sem sagt búið að klæða kofann að innan í hólf og gólf! Verk sem líklega hófst haustið 2006 eða a.m.k. ekki seinna en það þar sem kærustudagatalið mitt segir að það verk hafði hafist fyrir HK tímabil lífs míns!

Loðbrúskarnir

Svo voru loðbrúskarnir á trjánum og annar gróður bara mjög á sama róli ot þremur vikum fyrr, enda búið að vera kalt og ekkert almennilegt vor í gangi. Tíðarfarið í janúar og febrúar kannski þannig að það var bara eins og vor og hiti langt yfir meðallagi. Svo í mars búið að vera frekar kalt miðað við meðalárið. Svo sem engar skemmdir vegna kulda en laukarnir hans Gunna hins vegar hálf dauðalegir orðnir - enda kannski bara búnir að blómstra!

Það kom annars á óvart að það var snjór út um alla Fellsmörk. Líkur á snjósköðum eru raunverulegar og okkur til mikillar undrunar komumst við ekki alla leiðina upp að kofanum. Sáum einnig ummerki um að líklega Albrecht hafi lent í festu á leiðinni þarna upp. Kenndum festuna við Albreccht því viðkomandi hafði skilið eftir græðliinga og mjólkurfernutré eftir í mýrinni og var Albrecht þar líklegri en aðrir til að eiga hlut að máli!

Snjóskemmdir í uppsiglingu Ófærð!

Svo á bakaleiðinni þá sáum við skemmtilegar skaflamyndanir í Dalbrautinni þar sem skaflar höfðu myndast í kringum trjágróðurinn.

Snjóskaflamyndun kringum trjágróður

No comments: