Þetta var eiginlega dálítið meira en undarlegt. Ég á nú ekki að heita neinn algjör byrjandi í að flytja fyrirlestra eða segja frá einhverju en ég leit held ég út í dag eins og ég hefði aldrei staðið fyrir framan fólk að segja frá. Það má reyndar segja að ég hafi aldrei áður staðið svona einn fyrir framan eitthvað fólk að segja frá einhverju á ensku... en það var ég að gera núna.
Þetta var eignlega alveg grá-andskoti bölvað. Það er langt síðan ég var síðast búinn að undirbúa mig svona mikið, skrifaði meira að segja nótur inn í ppt skjalið og var alveg búinn að setja niður fyrir mér hvað ég ætlaði að segja. Svo stóð ég eins og auli þarna eða það fannst mér í öllu falli og gat eiginlega ekki sagt neitt af því sem ég hafði ætlað mér að segja frá. Gleymdi öllu og held að ég hafi virkað eiginlega algjörlega eins og auli. Eiginlega það eina sem ég gerði svona næstum því skammlaust var að lesa glærurnar.
Fyrirlesturinn er annars hér. Það var einnig búinn til vefur um þetta og minn hluti er hér.
No comments:
Post a Comment