Það var elt pasta til hátíðarbrigða á sunnudegi
Pasta í potti en alls konar góðgæti til að setja með því á pönnunni
Einu sinni fyrir langalöngu... ekki einu sinni heldur oft en það var svona einu sinni samt þ.e. einhvern tíman áður fyrr. Þá bloggaði ég stundum bara matarblogg. Kannski eldaði ég oftar þá... jú líklega. Er eitthvað latari við það núna en samt var þetta ágætt hjá mér núna áðan. Reyndar ekki alveg sáttur þar sem þetta varð ekki alveg eins gott og það átti að verða en slapp nú samt alveg til hjá mér. Pasta með kjúklingu, sveppum, paprikku og lauk. Kriddað með alls konar og svo gusað smá pestó út á.Er svo annars að vesenast núna - og þess vegna kannski bara að blogga. Á að vera að bjarga því sem bjargað verður í verkefni í Geodýnamik. Veit ekki hvað verður með það verkefni þar sem ég byrjaði allt of seint að vinna það og næ því ekki að gera það að neinu viti fyrir skilafrestinn sem er í dag. Er dálítið súrt. Svo er rafsegulfræðin algjörlega orðin súr og eiginlega bara söltuð líka. Veit ekki lengur hvað verður úr þessu hjá mér.
No comments:
Post a Comment