Allir aðal gæslarnir í kirkjunni við Mosfell: Örvar, Ólafía, Ævar, Pétur, Sigrún og maður sjálfur með stóru húfuna.
Það eru líklega rétt að verða þrjú ár síðan mín þáverandi Anna María uppástóð það að Ferðafélaga Íslands væri að fara af stað með einhverjar ofboðs sniðugar gönguferðir, eitt fjall í mánuði. Hún vildi og þá vildi ég líka en samt kannski ekki alveg fara að borga mig inn í eitthvað svona prógramm og hringdi þess vegna bara í Pál Ásgeir og spurði hvort það vantaði ekki einhvern í hópinn til að gæda. Jú, það reyndist auðsótt mál. Anna María komst reyndar aldrei með áður en því sambandi lauk en ég geng enn einu sinni í mánuði með þessum frábæru félögum og öllum hinum sem eru með í ferðunum! En núna er best að halda áfram að læra fyrir þetta skrambans haffræðipróf!
No comments:
Post a Comment