Thursday, March 07, 2013

Hvernig væri að blogga smá

Fellsmörk - Gólflagning

Nýtt gólf í Músahúsi

Það var farið í Fellsmörk í fyrsta skipti á þessu ári um síðustu helgi. Það var sérstakt verkefni sem lá fyrir. Nú skildi henda inn gólffjölum ferlega fögrum og láta þær prýða gólfið í kofanum. Gunninn hafði kaupt spýtur enda maður sjálfur eiginlega staurblankur. Það gekk vel að segja gólfið í. Byrjuðum á að henda öllu draslinu út úr húsinu og svo var fjölunum bara raðað niður á gólfið - eftir að þær höfðu verið sagaðar í mátulegar stærðir. Þetta gekk því bara alveg eðalfínt. Vorum komnir á staðinn rétt fyrir hádegi og rétt eftir hádegi var stærstur hluti gólfsins kominn. Held að það hafi bara verið síðasta fjölin eða þannig sem var eftir þegar étinn var hádegismatur.

Af músum í Músahúsi er það hins vegar að frétta að þær láta húsið standa undir nafni. Núna var ein feit og pattaraleg dauð og önnur meira og minna étin og dauð og sú þriðja líklega löngu étin. Sú feita var frekar nýleg og því ekkert farin að lykta að ráði en verra var með þá sem fannst ofan í einhverjum taupoka þegar við vorum að fara að fara. Hún var líklega frá því í nóvember. Hafði komist í kaffi og var steindauð og frekar mjög illa lyktandi. Það þurfti að henda einhverjum tuskum en aðrar teknar heim til suðuþvotta. Ojbarsta!

Fellsmörk - vorið sem kom of snemma

Lauf að springa út í fyrstu viku marsmánaðar!

Veit annars ekki hvað ég á annað að blogga. jú þarna austur frá var hérumbil komið sumar eins og sést á myndinni að ofan. Það reyndist þó vera óttalegt frumhlaup því núna í vikunni er bæði búið að vera hörkufrost og hríðarveður. Stórt björgunarsveitarútkall í gær þar sem allt var í einni stórri klessu í henni Reykjavík.

Svo um daginn eða í febrúar var farið á Ingólfsfjall í einu fjalli mánaðar með Ferðafélaginu. Það var bara ágætt en dálítil drulla á leiðinni. Ég hélt svo þar líka jarðfræðipistil sem fór á fésbók. Varð einnig það frægur að pistillinn endaði í útvarpinu viku seinna í þættinum út um græna grundu.

IMG_6848

Í þoku við Inghól uppi á Ingólfsfjalli

No comments: