Snilldin eina... það var kalt og þá er bara að setja arininn upp á borð til að hlýja sér!
Kemur reyndar ekkert til af góðu því síðast þá gleymdist þar linsuhlunkur sem kostar parhundruð þúsund og ekki gott að hafa slíkt í kofa einhver staðar úti í sveit. Svo myndi ég væntanlega líka vilja nota linsuna eitthvað. Annars helst það í frásögur færandi úr Fellsmerkurbúskap oss að kamargeymslukofinn er núna kominn með bárujárnsþak og þar er búið að tjóðra fyrir einnig Nikulásarhurð eina úr krossviði - ódrepandi með öllu.Kíktum svo á vegastand á vesturhluta Fellsmerkur og það eru engar ýkjur að þar er allt ófært og í vitleysu. Klifandi rennur þar sem vegarslóðinn á að vera og verður þar væntanlega næsta árið eða árin ef ekkert verður að gert. Eins og sést á myndinni að neðan þá er þetta ekki mikilúðlegt vatnsfall en eða kannski frekar þegar eitthvað vex í ánni þá er eiginlega voðinn vís.
Þar sem Klifandi nú fellur þar á að vera vegarslóði.
No comments:
Post a Comment