Saturday, April 06, 2013

Æfing í fjallabjörgun en bara ljósmyndun hjá sumum

HSSR Samæfing í fjallabjörgun

Örlítið mismunandi faglega útfærð björgun. Örn á myndinn lengst til hægr hangir bara rænulítill við hliðina á björgunarmanninum... ekki alveg viss um hversu gæfulegt það er á meðan Brynjar lengst til vinstri er alveg með þetta þar sem hann bjargar Bjarka.


Það var æfing í fallabjörgun í vikunni þar sem þremur nýliðum sem héngu uppi í klettum í Stardal var bjargað niður. Ég reyndar bara á myndavélinni og æfði mig ekki mikið. Hefði nú eiginlega haft betra af því að æfa mig almennilega þarna. Þetta var gaman á sinn hátt en alveg kristaltært að ef ég ætla eitthvað að gera með fjallabjörgun þá þarf ég að fara að læra eitthvað af viti um þessa endalausu línuvinnu. Veit ekki hvað ég ætla að gera með það. Var eiginlega alveg hræðilega mikið úti á þekju þarna og tókst að fara í klifurbeltið á röngunni. En myndirnar mínar voru held ég ásættanlegar og eru hér.

Annars dálítið sérstakt hvað þeir sem sem sigu niður náðu misjöfnum tökum á björguninni. Á meðan Bjarki er í fanginu á Brynjari lengst til vinstri þá er Örn hangandi eins og illa gerður hlutur fyrir neðan Magnús sem er að bjarga honum. En í öllu falli þá komust allir niður lifandi!

Er annars að reyna að lesa greinar um árstíðabundnar jarðskorpuhreyfingar vegna snjóálags. Dálítið vel athyglisvert sem er þar á ferð en hef einhverja 10 daga eða svo til að klára fyrirlestur og fleira um það. Svo á eftir væntanlega er Fellsmörk á dagskrá þar sem verkefnið er meðal annars að sækja linsu sem gleymdist þar síðast!

HSSR Samæfing í fjallabjörgun

Brynjar sígur fram af þrítugum hamrinum undir vökulu auga Danna til bjargar Bjarka.

No comments: