Tuesday, April 23, 2013

Á fjöllum með nýliðum HSSR í jómfrúarferð

Séð yfir hólinn þar sem sig og línuganga fór fram

Séð yfir hólinn þar sem föndurhofnið og fólkið sem fékk að vera með þeim var að stjórna sigi og línugöngu

Kort sem sýnir allar gönguleiðir.  Ég fór þessa blágrænu en nýliðarnir hinar.Það var farið á fjöll og ekki í fyrsta skipti. Núna var skipulögð jómfrúarferð nýliða 1 í HSSR. Ferðin gekk að mörgum leiti rosalega vel og mikið gengið í djúpum snjó. Ég var lausríðandi um svæðið á meðan leiðbeinendur vor með fasta pósta til að sjá um og svo voru nýliðarnir að ganga þar á milli. Snjórinn kom mér ofboðslega á óvart. Tinni og Magnús Hlinur höfðu farið könnunarleiðangur helgina áður og þá var enginn samfelldur snjór á svæðinu. Núna var hann hins vegar að lágmarki í hné og sums staðar sökk ég upp að mitti. Held ég hafi nær aldrei gengið jafn mikið í jafn erfiðri færð... nema kannski á Fimmvörðhálsi í froststillu snemma árs 2005.

Alls konar púsl fór þess vegna af stað til að stytta leiðirnar og tókst það þannig séð ágætlega og allir fóri í alla pósta sem höfðu verið settir upp.

Með góðum kosti í föndurhorninuSvo var skemmtilegur metnaðurinn hjá sumum þarna að það var stanslaust veisluborð i föndurhorninu. Þegar ég kom þangað fyrst var mér boðið upp á jarðarber - eða kannski frekar að ég stalst í þau hjá þeim þar sem þau áttu víst að vera partur af eftirrétinum. Svo þegar ég kom til þeirra seinna sinnið þá var boðið upp á pulsur með sinnepi og ég fékk meira að segja rjóma með! Takk fyrir mig strákar ef þið villist inná að lesa bloggið mitt einhvern tíman.

Það sem mér er samt kannski eftirminnilegast er snjóflóðaatvkið. Við voum eitthvað frekar kærulaus og höfðum æfingar í ísaxarbremsu í brattri brekku með snjó og í slíkum brekkum er oftar en ekki einhver hætta á snjóflóðum, sérstaklega ef það hefur verið að snjóa. Eftir að hafa verið í brattri brekkunni góða stund kvað við brestur og við fundum hvernig flekinn sem við vorum á haggaðist. Hann fór nú samt ekki lengra en svo a það var ekki neinn sæens að sjá hvar hann hafði hreyfst, engin misfella sást eftir á. Mér finnst líklegast reyndar að eitthvað millilag hafi gefið sig og flekinn hafi farið lóðrétt niður á það en samt erfitt að segja. En við vorum frekar fljót að koma okkur á öruggara svæði. En núna veit ég hvað gerist á fyrstu sekúndunni sem líklega flekaflóð fer af stað.

Svæðið þar sem snjóflóðabresturinn hafði átt sér stað.

Svæðið þar sem snjóflóðabresturinn hafði átt sér stað. Við höfðum verið þar sem mestu förin eru. Áður hafði einn nýliðahópurinn þverað alla hlíðina.


En núna á ég víst að vera að undirbúa fyrirlestur um árstíðabundanar jarðskorpuhreyfingar þannig að það er best að hætta þessu skrifelsi og snúa sér að öðru.

No comments: