
Séð yfir hólinn þar sem föndurhofnið og fólkið sem fékk að vera með þeim var að stjórna sigi og línugöngu

Alls konar púsl fór þess vegna af stað til að stytta leiðirnar og tókst það þannig séð ágætlega og allir fóri í alla pósta sem höfðu verið settir upp.

Það sem mér er samt kannski eftirminnilegast er snjóflóðaatvkið. Við voum eitthvað frekar kærulaus og höfðum æfingar í ísaxarbremsu í brattri brekku með snjó og í slíkum brekkum er oftar en ekki einhver hætta á snjóflóðum, sérstaklega ef það hefur verið að snjóa. Eftir að hafa verið í brattri brekkunni góða stund kvað við brestur og við fundum hvernig flekinn sem við vorum á haggaðist. Hann fór nú samt ekki lengra en svo a það var ekki neinn sæens að sjá hvar hann hafði hreyfst, engin misfella sást eftir á. Mér finnst líklegast reyndar að eitthvað millilag hafi gefið sig og flekinn hafi farið lóðrétt niður á það en samt erfitt að segja. En við vorum frekar fljót að koma okkur á öruggara svæði. En núna veit ég hvað gerist á fyrstu sekúndunni sem líklega flekaflóð fer af stað.

Svæðið þar sem snjóflóðabresturinn hafði átt sér stað. Við höfðum verið þar sem mestu förin eru. Áður hafði einn nýliðahópurinn þverað alla hlíðina.
En núna á ég víst að vera að undirbúa fyrirlestur um árstíðabundanar jarðskorpuhreyfingar þannig að það er best að hætta þessu skrifelsi og snúa sér að öðru.
No comments:
Post a Comment