Thursday, August 19, 2004

Tónlistarmaðurinn, ferðagarpurinn og þreyti maðurinn Raggi


Skil alls ekki af hverju en ég var alveg við það að missa meðvitund í vinnunni í dag. Gerðist það þrátt fyrir að koffínmagnið í mér ætti að geta haldið heilum fíl vakandi í hálfa öld. Þreytan stafar kannski af því að verkefnið sem ég er að vinna að er þungt strembið, tekur afskaplega langan tíma og kallar á mikil heilabrot. En stafar kannski af því að ég fór bara of seint að sofa í gærkvöldi en held samt ekki þar sem ég man ekki eftir neinu sérstökum vökum undanfarið. Jæja en það stafar að minnsta kosti varla af kaffiskorti.

Kannksi langaði mig bara til að vera að gera eitthvað allt annað. Fór að skoða ferðamöguleikana til Afríku og erum við Helgi meðskipuleggjandi eignlega komnir með drög að plani. Er því´lýst hérna: http://www.topas.dk/turbeskrivelser/tbkix.htm. Og ef þetta verður raunin þá er mæting æa Kaastrup flugvöll þann 19. mars og komið til baka þann 2. apríl. Kostar reyndar eitthvað rétt um 300 þús kaddl en það er nú eiginlega það sem var gert ráð fyrir. Þetta verður megafínt!!!

En annars þá er ég þessa dagana með tónlistarduld í maganum. Geng með þann undarlega draum í maganum að geta spilað á munnhörpu að minnsta kosti eins og Gunnsi eða Vigdís. Varð algjörlega húkkt á þessu á jólagleðinni í vinnunni minni í fyrra þegar Vigdís spilaði Icelancic cowboy á munnhrpuna sem Heiða fékk í jólagjöf. Gunnsi er ekki síðri heldur þegar útilegustemningin nær tökum á honum. Ég þjáist hins vegar af krónískri minnimáttarkennd þegar það kemur að þessari spilamennsku. Loka öllum gluggum og hurðum og fer jafnvel upp á háaloft. Vona að það sé enginn heima í nærliggjand íbúðum nema þá viðkomandi sé sofandi eða heyrnalaus. Helst hvort tveggja. Spila síðan af miklum móð yfirleitt í besta falli rammfalskt en annars þannig að engin leið er að heyra hvaða lag ég er að reyna að puðra út úr mér.

En þetta er ljúft. Sit núna sötrandi ofurkaffi, étandi möffinsköku, með lappann í kjöltunni úti á svölum í sólinni og hlusta bara á snilling. Hvurnin fara amrískir svertingjar að þessu að blása svona í sínar munnhörpur. Ekki get ég látið mig dreyma um þetta. Sonny Terry sem núna hringsnýst í geislaspilaranum er t.d. einn af þessum snillingum.

Annars er nú aðal vandamálið mitt núna að ákveða hvort ég eigi að flytja nær miðju Reykjavíkur eða fjær. Fá bílskúr eða verða endanlega algjör miðbæjarrotta. Mig langar hvort tveggja!

No comments: