Saturday, August 21, 2004

Hlaupari númer 2292 hefur lokið keppni


Segist nú ekki margt af hans afreki en ýmislegt þó. Markmiðin voru þrjú eða fjögur eða kannski fimm. Þau náðust flest ef ekki öll.


Fyrsta markmiðið var að klára
Og það náðist með glæsibrag. Það var klárað!

Næsta markmið var að klára á innan við klukkutíma
Og það náðist mjög örugglega

Þriðja markmiðið var að klukkutíma klaufar myndu ná að klára á innan við þremur tímum alls.
Og það náðist og líklega nær 10 mínútum betur

Fjórða markmiðið var mitt persónulega markmið að hlaupa á 56 mín sem er betri tími en síðast.
Og ég held að það hafi náðst

Og loks þá gæti hugsast að þetta hafi bara verið minn skársti tími í 10 km hlaupi. En það á eftir að koma í ljós.


Núna er síðan verið að belgja sig út af brauði og ætli það verði svo ekki að fara að skoða menninguna. Er að hugsa um að byrja á klink og bank eða kannski bara Hlemmi.

No comments: