Hlauparavandamálið mitt
Ég sem var búinn að velta því fyrir mér hvort ég ætti að hlaupa 10 km á laugardaginn eða láta mig bara renna sömu vegalengd á línuskautunum er lentur í þeim voðalegu vandræðum að það verður ekkert línuskautahlaup. Ó mig aumann. Ég verð sem sagt að hlaupa eitthvað til að það verði eitthvert vit í menningarnóttinni.
Fór annars einhverja vesæla 5km í hádeginu í dag [eða í gær miðað við að það er komið miðnætti]. Var ekki með neina klukku á mér þannig að ég stóð mig mjög vel. Á morgun [eða í dag miðað við að það er komið miðnætti] stendur til að gera 10km tilraun og vita hvort maður skakklappist þetta á innan við klukkutíma án þess að bera alvarlegan skaða af. Er annars alls ekki viss um að það takist og sýnir það líklega hlaupaformið sem minn er í þessa dagana. Ég skal samt hlaupa eitthvað. Datt reyndar í hug að við Gunnsi Skýrrari myndum fá einhvern einn álæika slapan til viðbótar og stofna sveit sem gæti heitið "Klukkutímaklaufarnir" eða "kemst á klukkutíma".
Ég sá annars líka að það verður tímataka í 7km og kannski dæmist það á mig að fara bara í þannig aumingjahlaup. Mig minnir annars að ég sé búinn að vera með hálft maraþon sem áramótaheit fyrir hvert einasta ár síðan ég man eftir mér [sem reyndar eru ekki nema svona 2-3 ár].
Jæja en kannski verður blokkað eitthvað um það á morgun ef guð lofar. En ef það á að hlaupa eitthvað er líklega best að sofa eitthvað fyrst..... þannig að .... góða nótt !
No comments:
Post a Comment