Geisp - þessi helgi
Ég verð að játa það að vera bara heima hjá sér um verslunarmannahelgi er að verða dálítið þreytt finnst mér.
Það er ekkert í útvarpinu annað en röfl um það sem er að gerast á einhverjum útihátíðum um hvippinn og hvappinn fyrir utan einhverjar asnalegar auglýsingar um að maður geti sent eitthvað SMS skeyti fyrir 199 krónur og átt þá einhverja möguleika á að vinna gistingu á Edduhóteli fyrir 5000 kaddl [- í boði Flugfélags - ] eða bensínúttekt, líklega fyrir 201 krónu. Ef það senda t.d. 1000 manns svona skeiti þá þurfa þeir 1000 manns alls að borga 199 þúsundkaddl og þá er ekki slæmt að bjóða smá bensín í staðinn! Mér finnst þetta lélegt happdrætti. Sér virkilega enginn annar í gegnum þetta?
En þetta að hanga heima um verslunarmannahelgi er sem sagt eiginlega að ganga af mér dauðum. Geri þetta ekki aftur í bráð, að minnsta kosti ekki í heilt ár að vera heima um þessa helgi!
En þetta átti ekkert að vera svona. Það átti að fara í roslega fjallaferð um þessa helgi en það klikkaði einhvern veginn fyrir skipulagsmistök og aulagang. Skil ekki hvað er að gerast með þetta. Er maður að verða gamall eða hvað? Eða kannski enn verra, innipúki?!
Reyndar þá stóð til að fresta þessari fjallaferð bara um eina viku en mér sýnist á öllu að hún sé að frestast um heilt ár. Hópurinn sem kemst um næstu helgi er að þynnast ískyggilega þannig að mér líst ekkert á þetta lengur. :(
No comments:
Post a Comment