Sunday, August 08, 2004

Ég veit ekki hvað er verst


Að fara út að skokka eftir að hafa drukkið kaffi, borðað köku eða sturtað í sig konjaki. En mér er núna fullljóst að það er afleitt að skokka eftir að hafa gert þetta allt saman. Reyndar var konjaksdrykkjan mjög takmörkuð en varð bumbult samt og varð að labba hálf sneiptur restina af hringnum mínum sem var samt búið að stytta sakir getuleysis einu sinni ef ekki tvisvar.

Annars kemur þetta ekki til af góðu að ég sé skokkandu um borg og bý. Það eru nefnilega ekki nema tvær vikur í menningardag og Reykjavíkurmaraþon og ég get ekki lengur ímyndað mér að það sé mikið bragð af Menningarnóttu Rykjavíkur ef mar er ekki búinn að skokka eitthvað í upphafi dagsins. Ef ég sé fram á að ná 10 km hlaupandi sæmilega undir klukkutímanum þá ætla ég að láta slag standa. Annars fer ég líklegast á skautunum en mér hrís hugur við því eða kannski sérstaklegra líst hægri olnboganum á mér frekar illa á það eftir æfintýri Sæbrautarinnar í fyrra.

No comments: