Í dag gerðist ég ættfræðinörd
Ég held að ég hafi nördast alveg óstjórnlega í dag.
Fattaði í morgun þegar ég hitti fólk frá Suðurlandi á skógræktarfundinum að það hallar dálítið á sunnlenska ættfræðikunnáttu mína. Þegar ég var á sphjalli við fólk að norðan gat ég slegið um mig með alls kyns bæjarnöfnum sem ég þykist vera ættaður frá en varð eitthvað hálf svarafátt þegar kom að sunnlenskum uppruna.
Er því búinn að liggja í Íslendingabókinni á vefnum í dag og búinn að gera heilt ættartré held ég ef ekki bara ættarskógrækt. Fann meira að segja alls konar ættingja sem ég vissi ekkert um. Fólk sem hefur verið að vinna með mér og verið í skóla með mér.
T.d. komst ég að því að afi Jenna sem vann einu sinni í Skýrr var langafi minn og þar með er langafi minn langalangafi skráksins hennar Sibbu sem með mér fyrir enn lengri tíma. Sami langafi er síðan líka ái fólks sem var með mér í skóla fyrir rosalega löngum tíma síðan. Jamm mér fannst þetta skrýtið en það er greinilegt að heimurinn er ekki alltaf svo stór!
Og þessi stórmerki langafi minn átti náttúrlega konu sem var þá langamma mín. Og það er til svo óstjórnlega falleg saga um það að hann hafi verið svo yfir sig ástfanginn af henni að hann hafi vaðið Hvítá til að ná fundum hennar. Einhvern veginn finnst mér að eitthvert skáldið hafi skrifað þetta í skáldsögu en þótt frekar ótrúverðugt. En þetta er víst dagsatt. Eyjólfur Sveinsson langalangafi minn óð Hvítá til að ná fundum Sigríðar Helgadóttur langömmu minnar fyrir líklega svona 120 árum síðan.
No comments:
Post a Comment