Ég fór síðan í bæinn
Og mikil óskapar reiðinnar býsn sá ég af hávöxnu kvenfólki í skærlitum kjólum! Hef bara aldrei séð annað eins á allri minni æfi.
Þó ég sé annars ekkert rosalega samkynhneigður (sumir hafa reyndar samt haldið það en halló er það ekki neitt) þá held ég að ég skilji ágætlega að sumar konur verða bara miklu frekar hrifnar af öðrum konum og sumir kaddlar verða hrifnir af öðrum köddlum og vilja þá auðvitað eyða æfinni með þeim sem þeim líkar mest við. Ég á hins vegar alltaf erfiðara með að skilja allt þetta drag og aðra skrýtnari hluti eins og sadó masó sem ég sá þarna líka í göngunni. Þekki reyndar einn af þeim sem gerir mér enn erfiðara með að skilja það en það er allt í lagi. Ég er bara öðruvísi. Gott með það og hvað með það. Hins vegar skal ég játa að dragdrottningar geta verið megaflottar og það er gaman að þessu öllu en kynferðislega get ég engan veginn skilið það.
Var síðan með myndavélina á lofti og sjá má herlegheitin á fótólogginum mínum.
Ég heyrði annars í útvarpinu áðan að það hefðu verið um 40 þúsund manns í bænum. Ég er að hugsa að næstum helmingur þeirra sem ég sá og þekki eru hommar og lesbíur komnar út úr skápnum. Ætli helmingurinn af öllu fólkinu þarna hafi verið hinsegin eða ætli ég bara þekki meira af hommum og lesbíum en aðrir. Held varla. Undarlegt samt eða þannig.
No comments:
Post a Comment