Letibloggarinn Laggi
Verð að fara að taka mig á annars lendi ég í félagi letibloggara og verð væntanlega fljótlega gerður að formanni þar eins og á flestum öðrum stöðum sem ég hef álplast til að skrá mig sem félaga. Er annars mest hissa á að vera ekki orðinn að formanni í Uglubókaklúbbnum þar sem ég er búinn að vera félagi í einhver ár. FÉ-lagi já það hefur ákveðna merkingu þar.
Annars standa þessi félög mín öll í einhverjum blóma. Það verður fjölskyldudagur í starfsmannafélaginu mínu í vinnunni minni. Sú fjölskylda mín hlýtur að fela þá merku skyldu að mæta. Annars stefnir í svo allt of góða mætingu að það kom upp óvænt péningakrísa. Búið að eyða öllum peningunum sem áttu að fara í þetta. Bjargaðist samt náttúrlega í höfn.
En andsk. Ætlaði að kaupa einhver hlutabréf í Kaupfélagi Borgfirðinga áðan en þessir andsk. aular vildu bara selja mér svoleis til klukkan átta. Ég fór á stúfana að eyða peningum til að græða aðra peninga fimm mínútum of seint. Þar voru víst einhverjir þúsundkaddlar sem fóru forgörðum.
Er annars búinn að setja allt á annan endann heima hjá mér og farinn að pússa upp heilu skápana. Og mínir skápar eru sko eingin smásmíði eins og þeir vita sem séð hafa. Veit ekki hvernig þetta endar. Núna er innvolsið úr skápnum dreift um alla íbúð og hvílíkt drasl. Ætlaði reyndar að henda einhverju af þessu drasli en fékk mig eiginlega ekki til að henda neinu. Óttalegur draslsafnari er maður nú. Ef ég flyt einhvern tíman sem ég ætla mér nú svona frekar þá verður það eitthvert mesta hroðaverkefni sem ég hef nokkurn tíman farið út í. Þarf líklega áfallahjálp strax.
No comments:
Post a Comment