Friday, August 27, 2004

Hjúskaparmiðlun afþökkuð


Skil aldrei hvað er með sumt fólk sem ætlar alltaf að fara að koma manni hnapphelduna. Það virðast alltaf vera til einhverjar konur sem hafa það helst á sinni stefnuskrá að koma mér út eða öllu heldur að ég verði ektamaðu einhverra vinkvenna þeirra sjálfra. Dálítið undarlegt að það eru alltaf konur sem vilja að ég gerist ektamaður einhverra annarra kvenna. Þær sjálfar geta þá yfirleitt alls ekki fórnað sér fyrir mig. Annað hvort harðgiftar eða svona frekar meira fyrir aðrar konur - ja reyndar nema einu sinni ein held ég.

Núna síðast (og reyndar bara í dag) var ein konan var að útlista ágæt vinkonu sinnar fyrir mér. Jájá er örugglega ágæt. Kannski ekkert verri en ég sjálfur. Treysti annars þeim hjúskaparmiðlara ekki baun í bala eftir tilraunir síðasta vetrar. Virkuðu ekki mikið og eiginlega bara mjög ílla.

En annars. Internetið er farið að virka heima hjá mér sem aldrei fyrr. ADSL módemið farið að virka sem þessi svakafíni ráter sem er bara alltaf í sambandi. Það bólar hins vegar ekkert á því að vefsörverinn minn komist í gagnið. Það kemur samt vonandi áður en Internetið verður orðið úrelt.

En núna. Elduð skal hæna í gulri karrísósu. Nei, þetta er ekki eins og þú heldur. Hænan er flottur kjúklingur og karrýið er blandað á staðnum.

Síðan svo er ég að fara á Stuðmannaball á Nesinu á morgun. Það var megastuð þar fyrir tveimur árum og ekki slappt með Röggu í Köben fyrir einu ári.

No comments: